Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kristni og kommúnismi

Trúmenn vitna gjarnan til hinna guðlausu Kommúnistaríkja til að rökstyðja þá mýtu að kristni sé á einhvern hátt nauðsynlegur þáttur í frjálsu nútíma samfélegi.

Í bókinni Why I am not a Christian, sem er samansafn ritgerða eftir Bertrand Russell, er meðal annars grein sem heitir Can religion cure our troubles. Í henni er eftirfarandi klásúla um kommúnisma og kristni.

Greinin birtist upphaflega í Sænska blaðinu Dagens Nyheter í nóvember 1954. Ég vona að það stuði engann þó hér sé settur inn texti á ensku.

It is customary among Christian apologists to regard Communism as something very different from Christianity and to contrast its evils with the supposed blessings enjoyed by Christian nations. This seems to me a profound mistake. The evils of Communism are the same as those that existed in Christianity during the Ages of Faith. The Ogpu differs only quantitatively from the Inquisition. Its cruelties are of the same sort, and the damage that it does to the intellectual and moral life of Russians is of the same sort as that which was done by the Inquisitors whenever they prevailed. The Communists falsify history, and the Church did the same until the Renaissance. If the Church is not now as bad as the Soviet Government, that is due to the influence of those who attacked the Church: from the Council of Trent to the present day whatever improvements it has effected have been due to its enemies. There are many who object to the Soviet Government because they dislike the Communist economic doctrine, but this the Kremlin shares with the early Christians, the Franciscans, and the majority of mediaeval Christian heretics. Nor was the Communist doctrine confined to heretics: Sir Thomas More, an orthodox martyr, speaks of Christianity as Communistic and says that this was the only aspect of the Christian religion which commended it to the Utopians. It is not the Soviet doctrine in itself that can be justly regarded as a danger. It is the way in which the doctrine is held. It is held as sacred and inviolable truth, to doubt which is sin and deserving of the severest punishment. The Communist, like the Christian, believes that his doctrine is essential to salvation, and it is this belief which makes salvation possible for him. It is the similarities between Christianity and Communism that makes them incompatible with each other. When two men of science disagree, they do not invoke the secular arm; they wait for further evidence to decide the issue, because, as men of science, the know that neither is infallible. But when two theologians differ, since there are no criteria to which either can appeal, there is nothing for it but mutual hatred and an open or covert appeal to force. Christianity, I will admit, does less harm than it used to do; but this is because it is less fervently believed. Perhaps, in time, the same change will come over Communism; and, if it does, that creed will lose much of what now makes it obnoxious. But if in the West the view prevails that Christianity is essential to virtue and social stability, Christianity will once again acquire the vices which it had in the Middle ages; and in becoming more and more like Communism, will become more and more difficult to reconcile with it. It is not along this road that the world can be saved from disaster.

Matthías Ásgeirsson 16.08.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Már - 16/08/04 16:11 #

"It is the similarities between Christianity and Communism that makes them incompatible with each other."

Mikið til í þessu.


Magnús Guðni Magnússon - 18/08/04 00:29 #

Almenn Hegningarlög

  1. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Þetta gerir Ísland að dálitlu kommúnistaríki. Í slíkum ríkjum er iðulega öll umræða sem er gegn kennisetningum flokksins refsiverð. Hér á landi er leyfilegt að hæðast að öllum skynsamlegum skoðunum en um leið og um er að ræða trú byggða á bjánalegum kenningum um drauga og engla þá verður maður bara að halda ká joð. Ekki það að það sé svo sem farið eftir því, en það er ekki sniðugt að hafa lög sem þessi í 21. aldar vestrænu þjóðfélagi.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 18/08/04 13:09 #

"Heilagar kýr" benda yfirleitt til þess að eitthvað vafasamt sé í gangi, hvort sem um er að ræða stjórnmálastefnu eða trúfélag.

Lög um gvuðlast, helgidaga og annað í þá áttina eru fullkomin tímaskekkja.


skúli - 19/08/04 23:43 #

Hvort tveggja stefnir vissulega að ákveðnu gullnu marki en ólíkt kommúnismanum stefnir sú kirkjudeild sem hér á landi telur flestar sálir að því að láta hina hagnýtu skynsemi eftir stjórn veraldarmála. Henni eru mjög ljós takmörk trúarinnar í pólitískum tilgangi.

Ah, þetta þvaður um að tveir guðfræðingar geti ekki rökrætt skoðanir sínar. Birgir, geta tveir trommuleikarar rökrætt um list sína? Þarna sjáum við hinn hömlulausa póstitívisma sem lærisveinniinn og "föður"betrungurinn Wittgenstein hafnaði.

Russel segir þessi sameiginlegu einkenni gera kommúnismann ósamrýmanlegan kristninni. Málið er einfaldlega það að kommarnir vildu ráða einir yfir hjörtum þegnanna og reyndu því að ýta öllu þar í burtu sem ógnað gat veldi þeirra.

Fjölskyldur voru leystar upp, tortryggni sáð á milli vina og nágranna, já og trúnni skyldi útrýmt úr hjörtum fólksins. Öllu því sem fólki var kært skyldi rutt úr veginum.

Jú, hvort tveggja byggir á tiltekinni hugsjón og í tilviki kommúnismans er að finna marga góða og gagnlega hugsun. "Dálítill kommúnisti" býr í okkur öllum! - Lög um guðlast hafa þar hins vegar ekkert að segja. Hvergi er þar vegið að heiðarlegum skoðanaskiptum eins og ykkur ætti að vera ljóst manna best.


Magnús G. Magnússon - 20/08/04 00:08 #

"- Lög um guðlast hafa þar hins vegar ekkert að segja. Hvergi er þar vegið að heiðarlegum skoðanaskiptum eins og ykkur ætti að vera ljóst manna best."

Getur maður ekki hæðst "heiðarlega" að einhverju? Það fer einfaldlega í taugarnar á mér að "trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags" skuli vera vernduð háði en trú á t.a.m. álfa, geimverur eða annars konar nýaldardót má forsmá og hæða eins og hvern lystir. Enginn eðlismunur er á eðli þessara lífsskoðanna í mínum huga og vildi gjarnan eiga þess kost að gagnrýna og jafnvel hæðast "heiðarlega" og opinberlega að þeim án þess að eiga á hættu fangelsun.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 20/08/04 00:34 #

Æi Skúli, ég nenni þessu ekki.


skúli - 20/08/04 09:55 #

Æi Skúli, ég nenni þessu ekki.
Ha?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 20/08/04 10:14 #

Menn rökræða ekki við Bertrand Russell, enda er hann dauður. Menn lesa það sem hann skrifaði, kinnka kolli og segja "djöfull vildi ég að ég væri svona klár". Yfirskrift þessa pistils er kristni og kommúnismi, ekki kristni er kommúnismi. En auðvitað væri það réttnefni, enda Jesús ævintýranna argasti kommi, en það er önnur saga.


skúli - 20/08/04 10:38 #

Margir hafa það að atvinnu að rökræða við látna einstaklinga - og þá á ég ekki við þá praktíkanta sem þið beinið m.a. spjótum ykkar gegn.

Og sjálfur gagnrýndi ég þessa tvennu sem B.R. er hugleikin. Var ekki að búa til þann strámann að greinin fjallaði um það að kristni væri kommúnismi.

Merkilegast þykir mér samt að ég skyldi þarna hafa komist yfir þanþol þitt Matti í svona umræðum! Mitt er a.m.k. langtum minna svo ekki er von á frekari sendingum frá mér að sinni!


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 20/08/04 10:59 #

Þú komst ekkert yfir þanþol mitt en kollegi þinn gerði það á öðrum vettvangi. Þögn þín og annarra er aftur á móti að komast ansi nálægt því að komast yfir þanþol mitt og veldur mér miklum vonbrigðum.

Ég ætla einfaldlega ekkert að vera að rökræða þennan pistil, enda skrifaði ég hann ekki sjálfur og tel hann standa ágætlega, sérstaklega þegar miðað er við hvenær hann var skrifaður.

Þetta á vel við flestar kirkjur, þar með talið Þjóðkirkjuna.

Málið er einfaldlega það að kommarnir vildu ráða einir yfir hjörtum þegnanna og reyndu því að ýta öllu þar í burtu sem ógnað gat veldi þeirra.
Menn nota ekki sama ofbeldið og kommarnir, en ofbeldi er það samt.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 20/08/04 11:10 #

Ah, þetta þvaður um að tveir guðfræðingar geti ekki rökrætt skoðanir sínar. Birgir, geta tveir trommuleikarar rökrætt um list sína?
Er guðfræði list? Af hverju er þá Guðfræðideild innan HÍ?

Staðreyndin er sú að guðfræðingarnir geta aldrei sýnt fram á að þeir hafi rétt fyrir sér. Það er enginn mælikvarði, þetta snýst allt saman um trú að lokum.


skúli - 20/08/04 12:59 #

V/umræðuna við Örn Bárð þá hef ég aldrei nennt að klína á ykkur þessum trúarstimpli. hef aldrei tekið þátt í þeirri umræðu. Hef h.v. verið mjög upptekinn þennan mánuðinn í nýju starfi ofl. sem skýrir slappleikann! Bíð líka eftir því að einhver taki við keflinu af mér í þessum umræðum.

Trú er um margt lík listinni og guðfræðingar geta verið ósammála án þess að hlutlægur mælikvarði skeri úr um þrætu þeirra. Þetta á við í fjölmörgum öðrum greinum hugvísinda þar sem aðferðin sem slík er oft besti mælikvarðinn á niðurstöðuna fremur en ytri gildi. Minni í því sambandi á deilur Sigurðar Gylfa við hina sagnfræðingana.


Lárus Páll Birgisson - 20/08/04 16:36 #

Matti, það sama má segja um trúleysingjann, hann getur aldrei sýnt fram á að hann hafi rétt fyrir sér. Innan trúleysisbragðanna eru endalausir straumar og stefnur og oft eru þeir ósammála um það hvernig túlka beri trúleysið. Þar af leiðir eru þeir alveg eins og ósammála guðfræðingar.


Snær - 20/08/04 16:37 #

Mat á list er með öllu afstætt, og fer algerlega eftir hverjum og einum.

Trú fær í raun sömu meðferð, sama hvað hinum og þessum finnst um það hversu viðeigandi það er. Hinsvegar er þar þrætt um veruleika þeirra fyrirbæra sem hún lýsir, ekki um hið eiginlega hlutlæga mat, að mestu ólíkt list.

Og þar af leiðandi þykir mér samanburðurinn á milli listar og trúar ekki viðeigandi í þessu samhengi.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 20/08/04 17:09 #

Innan trúleysisbragðanna eru endalausir straumar og stefnur
Það eru ekki til nein trúleysisbrögð, einungis fólk sem er trúlaust og hugsanlega einhver félagsskapur þess.

Og það er satt hjá þér, þetta trúlausa fólk hefur ótal mismunandi lífsskoðanir, það eina sem sameinar það er skortur á trú.

Þess vegna, meðal annars, er eðlismunur á trúleysi og trú.


Lárus Páll Birgisson - 21/08/04 19:08 #

Þarna skaustu þig í fótinn Matti. Trúleysi eins og þú boðar er ekki "skortur á trú" eins þú virðist halda, heldur fullvissa og sannfæring um það að enginn Guðs sé til. Í því að skorta trú felst engin fullvissa heldur efi. Þannig getur efasemdarmaður ekki ekkert fullyrt um það að enginn Guð sé til, hann bara efast um það. Hins vegar er sá (þú meðal annars) svo sannfærður að enginn Guð sé til að hugmyndarfræðin verður að trú þar sem hana er ekki hægt að sanna.

Ég er efasemdarmaður. Ég trúi á Guð og mynda mér hugmyndir um eðli hans. Ég efast um það að fullyrðingin "enginn guð er til" sé sönn og þar liggur efinn.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 22/08/04 01:06 #

Trúleysi eins og þú boðar er ekki "skortur á trú" eins þú virðist halda, heldur fullvissa og sannfæring um það að enginn Guðs sé til.
lalli minn, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því og var ekki rassgat að "skjóta mig í fótinn". Trúleysi mitt er ekki samnefnari fyrir allt trúleysi, þeir eru trúlausir sem skortir trú. (punktur)

Ég er efasemdarmaður. Ég trúi á Guð
Þetta er fullkomin þversögn.

Þú ert trúarnöttari. Ekki er nóg með að þú sért trúaður heldur lýgur þú að börnum á fermingaraldri til að sannfæra þau um að bábiljan sem þú trúir á sé sönn en ekki hindurvitni.

Reyndu ekki að halda því fram að þú sért efahyggjumaður, það er ekki einu sinni sniðugt.

Ég efast um það að fullyrðingin "enginn guð er til" sé sönn og þar liggur efinn
Ég trúi því að þú sért fífl, ég er þá væntanlega trúmaður!


Arnþór Jónsson - 22/08/04 10:19 #

Snær skrifar: "Mat á list er með öllu afstætt, og fer algerlega eftir hverjum og einum."

Er þá hægt að segja að mat á húsi sé með öllu afstætt og fari algerlega eftir hverjum og einum? Eða að mat á vísindum sé með öllu afstætt og fari algerlega eftir hverjum og einum?


Snær - 22/08/04 12:26 #

Þú gætir sagt það, en ekki búast við því að mikið mark yrði tekið á þér.


Arnþór Jónsson - 22/08/04 13:13 #

Snær skrifar: "Þú gætir sagt það, en ekki búast við því að mikið mark yrði tekið á þér."

Það er erfitt að átta sig á því hvort Snær telur að mikið mark sé takandi á því sem hann skrifar eða hvort hann gerir það yfirleitt sjálfur.

Gamla klisjan um að mat á list sé smekksatriði er nú á tímum eingöngu haldið á lofti af þeim sem hafa vanþroskaðan smekk og takmarkaðan skilning en engu að síður hugboð fátæklegt líf sitt. Oftast er þetta réttlæting þeirra sjálfra fyrir eigin getuleysi og takmörkunum. Hroki þeirra kemur svo aftur í veg fyrir úrbætur og mögulega framför.

Um mat á list gilda sömu lögmál og reglur og um allt annað. Listin að afgreiða pulsu með öllu verður aldrei lögð að jöfnu við matreiðslu á fimm stjörnu hóteli. Sá sem kýs að sæða pulsuna þekkir ekki góða matinn.


Lárus Páll Birgisson - 22/08/04 15:12 #

Ekki vera svona sár Matti þó þú hafi engin rök fyrir skoðunum þínum....rosa ertu bitur maður. Mundu svo að það sem þér finnst er ekki sannleikur heldur bara þín skoðun.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 22/08/04 15:56 #

lalli minn, í hvert sinn sem ég svara þér snýrð þú umræðunni að einhverju öðru. Í hvert sinn sýnt er fram á að ásakanir þínar eru rakalausar lætur þú eins og þú hafir aldrei sett þær fram.

Ég er ekki sár, einungis þreyttur á þessu kjaftæði . Þú ert ekki efahyggjumaður heldur trúarnöttari, það þarf ekkert að deila um það lalli.

Þú getur ekki bent á neitt sem ég hef sett hér fram þar sem skortir rök.

Mundu svo að það sem þér finnst er ekki sannleikur heldur bara þín skoðun.
Það fer algjörlega eftir því hvort rök skortir eður ei.

En þessi umræða er komin langt út fyrir efni greinarinnar og því loka ég henni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.