Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þú færð nammi ef þú vilt vera vinur minn

Það er frekar þreytandi að horfa upp á kirkjunnar menn halda því sífellt fram að þeir standi fremstir allra í siðferðislegum efnum, með Biblíuna að leiðarljósi. Ef það væri raunin hefðu myrkar miðaldirnar orðið allt öðruvísi en raunin varð.

Við verðum að átta okkur á því að á hverjum tíma eru boðberar trúarinnar alveg jafn ofurseldir þeirri hugsanatísku sem ríkir. Og svo ber við að mannkynið er einfaldlega á framfaraleið í þessum efnum, alveg burtséð frá trúarkenningum.

Þær hafa orðið til trafala ef eitthvað er.

Prestar dagsins í dag bannfæra ekki fólk. Þeir skrifa ekki undir tilskipanir þess efnis að pynta og brenna skuli þá sem ekki aðhyllast boðskap þeirra. Þeir standa ekki í vegi fyrir framþróun í læknavísindum eða annarri þeirri þróun sem skilar okkur betra og öruggara umhverfi. Það gerðu prestar þó á sínum tíma.

Öll þessi framför er afrakstur þeirra sem létu sig engu varða hvað heimsmynd kristninnar hljóðaði upp á á hverjum tíma, heldur leituðu kerfisbundið hins sanna í hverju máli og umsköpuðu þar með sýn okkar á heiminn.

Prestar dagsins í dag hafa þurft að lötra á eftir framförunum og viðurkenna því aukið lýðfrelsi og afnám margs konar kúgunnar. En í stað þess að varpa frá sér bók þeirri sem hélt samfélaginu öldum saman í helgreipum forneskju, hafa þeir tekið upp á því að túlka hana upp á nýtt til samræmis við það siðgæði sem hugsanafrelsi hefur leitt af sér. Kvenréttindi eru t.d. allt í einu málið hjá þeim, þótt Biblían fari þar gersamlega á svig við ríkjandi viðhorf.

Og bráðum geta samkynhneigðir hampa fullum mannréttindum þótt Biblían fordæmi þá og hvetji til þess að þeir séu drepnir. Þrælahald dettur engum nútímapresti í hug að menn megi ástunda, þótt ritið lýsi ljóslega velþóknun almættisins á því fyrirkomulagi.

Gott og vel. Það er í raun bara jákvætt að lúterskir guðfræðingar og prestar skuli leggja sig í líma við að samræma þennan forna boðskap ríkjandi siðferði, úr því svo margir telja sig þurfa á þessu trúardóti að halda til að þrífast í lífinu. En þegar þeir halda því fram að allar þessar framfarir á Vesturlöndum séu kirkjunni og kristinni trú að þakka, hríslast um mann ömurleiki.

Þeir eru nefnilega jafn ofurseldir ríkjandi hugmyndum og við hin, en hafa ekkert gert til að móta þær. Elta í staðinn aðeins það sem trendið býður í von um að halda vinsældum.

Þeir eru eins og strákurinn á skólalóðinni sem býður öðrum nammi til að kaupa sér vináttu.

Birgir Baldursson 05.06.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


ketill - 05/06/04 05:06 #

Birgir, ef þú værir prestur og hefðir boðað fagnaðarerendið áratugum saman og farið eftir bókinni, værir þú þá til í að gifta samkynheigt par í dag ?


Snær - 05/06/04 10:08 #

Ketill, áður en hann Birgir svarar þessari spurningu, þá hef ég áhuga fyrir því að vita hvernig þú skilgreinir það að 'fara eftir bókinni'. Ertu að eiga við einhverskonar bókstafstrú? Ef svo er, þá veistu það nú alveg örugglega að slíkt er gífurlega sjaldgæft, er það ekki?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/06/04 12:53 #

Líklega ekki, ketill. Ef ég væri prestur að boða fagnaðarerindið hefði ég ekki þær skoðanir sem ég hef í dag. Stefnan er auðvitað að vekja prestana til vitundar um hve afstaða þeirra er röng, gera þá líkari mér :)


ketill - 05/06/04 17:15 #

Snær, ég er ekki að tala um bókstafstrúarmann, heldur frekar svona eldri prest, sem virkilega trúir því sem hann hefur boðað s.l. áratugi. Svona prest sem hefur tekið sitt starf alvarlega í meiri kantinum síðast liðin t.d. 35 ár eða svo.

Ég er að leita eftir því að ef prestar sem hafa trúað því að samkynheigð sé slæm og ekki guðs vilji og ekki "fræðilega hægt" samkvæmt bíblíunni, að þessir sömu menn séu farnir að gifta samkynheigða, hvort þeir átti sig ekki á því að ef það er í lagi, þá í það minnsta ætti fleira að vera bogið í þessari bók.

Er þetta e.h. ósvipað því t.d. að Birgir kæmi til þín eftir 15 ár að sannfæra þig um það að guð væri til.


Snær - 06/06/04 11:52 #

Þetta er nefnilega gott merki um salatbars-kritni. Í raun þarf maður að vera bókstafstrúar til þess að vera ekki að stunda salatbars útgáfu trúar sinnar, a.m.k. í þeim tilvikum þar sem trúin fær sinn boðskap að meiri hluta úr tiltölulega skýrt rituðu bókhefti, einu eða mörgum.

Fyrir bókstafstrú þarf að gefa sig allann fyrir meintan sannleik bókarinnar, og slík trú krefst þess venjulega að trúendur hengi sig algerlega á bókinni og læri hana innan sem utan. Eins og t.d. flestir múslimar, múhammeðstrú verandi eini stóri trúarflokkurinn þar sem bókstafstrú er algengust. Þar er hún svona mainstream.

En þegar manneskja er salatbarstrúandi innan síns trúarflokks, þá gefur hún sig ekki allan inn í sannleika bókarinnar, og oft jafnvel ekki nema bara megininntakið, ef svo má segja.

Strax og slík trú er íhuguð, þá sést það að hún krefst þess af trúanda að hann sé ósammála hlutum úr trúarhefti sínu, sem mér persónulega þykir enn furðulegra en bókstafstrú: Ef hlutur af þessum boðskap er rangur, hvaðan koma þá rökin fyrir því að restin sé rétt og sönn?

Að vísu stafar þessi salatbars trú oft frá því að trúendur lesi ekki mikið úr trúarhefti sínu, sem útskýrir ýmislegt. Þeir eru nefnilega á öðru áliti en hlutar trúarritsins sem hafa ekki enn komið fyrir augu þeirra. Þeir þurfa ekki að útskýra misræmið, þar sem að þeir vita oft ekki af því.


ketill - 06/06/04 15:46 #

Nú er ég að fatta þetta.

Nefnilega þegar þaður fer á salatbarinn þá fá sumir sér t.d. bara aldrei Feta ost. Og eða Stuffed Peper, og eða þetta og hitt. Fyrir þeim er það e.h. sem er ekki gott og þá er það ekki borðað.

Svipað og með það sem þú ert að tala um, þetta salatbarstrúendur, það bara hagræðir öllu eftir því hvernig straumurinn liggur í það skiptið.

Er ég að skilja þig rétt


Snær - 06/06/04 19:51 #

Það er nefnilega nákvæmlega það sem ég meina.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.