Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um góðu verkin hans Lúthers III: Farðu beina leið til helvítis

Lúther vill að við höldum hvíldardaginn heilagan og honum er ákaflega illa við "iðjuleysi, át og drykkj[u], spil og önnur slæm verk." (31)

Matador á sunnudegi þýðir semsagt að þú ferð beina leið til helvítis og færð engar tvö þúsund krónur þó þú farir yfir byrjunarreitinn.

Lúther hefur líka sínar hugmyndir um hvernig messur skuli fara fram:

"Prédikunin ætti nú ekki að vera neitt annað en boðun þessa sakramentis." (32)

Ef þér fannst ekki nógu leiðinlegt að vera í kirkju þá vill Lúther koma í veg fyrir alla fjölbreytni í messuhaldinu, að vísu fara prestar alls ekkert eftir þessu. Síðan tekur Lúther fram að Guð vill alltaf fá athygli:

"það er raunar ekki til sá kristinn maður, sem hafi ekki tíma til að biðja án afláts." (35)

Það hlýtur að vera ótrúlega leiðinlegt að vera kristinn maður.

Lúther var sannfærður um tilvist illra anda og segir að besta leiðin til að berjast við þá sé með bænum, sérstaklega hópbænir:

"Hvað gæti skelfilegra hent alla illa anda?" (38)

Kristnir menn verða að vera á tánum ef þeir ætla ekki að styggja Guð, ef þú ert ekki með á hreinu hvernig skal biðja bænirnar þá lætur hann til skara skríða:

"Er það furða, að þrumur og eldingar kveikja í kirkjum, úr því að vér gjörum bænahúsið að smánarhúsi og köllum bæn, þótt vér leggjum ekkert fyrir Guð eða biðjum neins? (39)

Lúther bendir á hvað heimurinn sé illa staddur:

"skortur er á góðum prédikurum og prestahöfðingjum, en hreinir þorparar, börn, fífl og konur ráða ríkjum," (39)

Hér sýnir Lúther kvenfyrirlitningu sína, konur fá að vera í hópi með hreinum þorpurum og fíflum. Þetta er nú samt ekki nærri því það versta sem Lúther sagði um konur.

Lúther var ekkert sérstaklega hrifinn af helgidögum, honum fannst nóg að hafa sunnudagana eina. Þessi boðskapur hans hefur einhvern veginn farið algerlega framhjá þjóðkirkjumönnum:

"En nú er oss íþyngt með mörgum helgidögum, sálum, líkömum og eignum til tjóns," (42)

Lúther var líka sannfærður um að sunnudagar hefðu einungis einn tilgang:

"Því að hvíldardagur er nú ekki nauðsynlegur eða fyrirskipaður nema til að læra orð Guðs og biðja." (42)

Það er ekki skrýtið að Ólafur Skúlason biskup skyldi hafa farið í krossferð þegar byrjað var að sýna teiknimyndir á sunnudögum, foreldrarnir voru greinilega að senda börn sín á glötunarstíginn með dyggri aðstoð Stöðvar 2.

Um góðu verkin var þýdd af Magnúsi Runólfssyni og gefin út árið 1974 af Kristilega Stúdentafélaginu.

Óli Gneisti Sóleyjarson 12.03.2004
Flokkað undir: ( Lúther , Siðferði og trú )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?