Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fjórar aðferðir til að afhjúpa norn

Ef hin grunaða norn var ekki samstarfsfús eða neitaði að tala, var gripið til nornaprófanna. Yfirleitt dugði eitt próf til að konan játaði, enda voru þessi próf afar grimmileg. En ef svo vildi til að konan stæðist nornaprófið, skýrði dómarinn það gjarnan af illverkum djöfulsins.
Vatnsprófið: Hendur og fætur voru bundin saman og hinni grunuðu síðan fleygt út í vatnið. Sykki hún var hún saklaus, en ef hún flaut var hún óumdeilanlega norn, þar eð nornir urðu að vera mjög léttar til að geta flogið.

Vigtaprófið: Hin grunaða var sett á sérstaka nornavog og vigtuð nákvæmlega. Væri hún léttari en meðaltalið, var hún örugg sönnun þess að hún gæti flogið. Aðeins nornir höfðu vald á þeirri list.

Táraprófið: Konan var pyntuð með barssmíðum og matvælum þvingað ofan í hana. Ef hún grét ekki, var hún norn. En þótt tárin flæddu var hún ekki endilega saklaus, því Djöfullinn gat látið hana gráta fölskum tárum.

Nálaprófið: Fyrst var allur líkami fórnarlambsins rakaður og síðan stungið í hann nálum frá hvirfli til ilja. Tilgangurinn var að afhjúpa tilfinningalausan blett þar sem Djöfullinn hafði snert líkamann.

Með góðu samþykki páfastóls gáfu þýskir rannsóknardómarar út Nornahamarinn (Malleus maleficarum) árið 1487. Þetta var yfirgripsmikið ritverk um nornaveiðar og bókin sjálf var fljótlega talin sönnun fyrir tilvist nornanna. Í bókinni gerðu höfundarnir grein fyrir því hve umfangsmiklir galdrar væru orðnir og þeir færðu líka rök fyrir því að það væru konur sem hér ættu alla sök: “Hafa verður hugfast að galli var á sköpun hinnar fyrstu konu, þar eð hún var sköpuð úr bognu rifbeini, það er brjóstbeini, sem var beygt í öfuga átt við karlmanninn. Og þar eð konan, á grundvelli þess galla, er ófullkomin skepna, er hún alltaf svikul.” Í allri bókinni styðjast höfundarnir við tilvitnanir í biblíuna, þar sem t.d. í annarri Mósebók má lesa: “Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda.”

(tekið úr Lifandi vísindum)


Hér að ofan er lítið dæmi um hvernig Biblían hefur ýtt undir voðaverk sem hafa verið unnin á saklausu fólki. Þegar maður les þennan texta þá getur maður ekki annað en skammast sín fyrir hönd þeirra sem trúa á þessa sorglegu bók.

Cave 09.03.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Bjoddn - 09/03/04 10:10 #

Ég veit ekki alveg hvort biblían ýti eitthvað sérstaklega undir voðaverk, menn nota hana hinsvegar til þess að réttlæta gjörðir sínar og fá með þeim fylgi þegar sá gállinn er á þeim. Biblían sem bók á svosem enga sök heldur vanhugsuð ofsatrú sem er hættuleg eins og allir sem ekki aðhyllast slíkt vita.

Oft er talað um að stríð séu háð vegna trúar en ég hef einhvernvegin ekki meiri trú á mannskepnunni en svo að hefði hún ekki trúna sem afsökun, þá fyndi hún sér bara eitthvað annað.

Ég vil þannig ekki vera sammála þér um að galdraofsóknir séu biblíunni að kenna, frekar það að menn hafi komist upp með slíka glæpi að hluta til vegna þess að þeir notuðu biblíuna, sem enginn kunni reyndar að lesa, sér til framdráttar. En þurftu þeir þess? Situr fólk ekki enn þann dag í dag og smjattar yfir óförum annarra? Það voru bara aðrir tímar en þetta er samt ósköp svipaður skítur og kemur það trú manna lítið við að mínu áliti. Trúin er kannski notuð til að réttlæta eitthvað en þeir sem ekki trúðu hafa þá kannski bara réttlætt þetta á einhvern annan hátt. Hvernig réttlættu rómverjar dauða gladiatora og kristinna manna á sínum tíma?

Ætli fólk hafi ekki bara lifað erfiðara lífi og sumir fengið eitthvað út úr því að horfa upp á slíkan ófögnuð bara. Gerir það fólkið eitthvað sérstaklega vont? Ég bara tel mig ekki geta dæmt um það því ég er á fullu við að lepja munaðinn á Íslandi í dag.


Cave - 09/03/04 13:00 #

Ég veit ekki alveg hvort biblían ýti eitthvað sérstaklega undir voðaverk, menn nota hana hinsvegar til þess að réttlæta gjörðir sínar og fá með þeim fylgi þegar sá gállinn er á þeim.

Rétt hjá þér, menn notuðu Biblínu til að réttlæta gjörðir sína eins og að brenna fólk lifandi og það flokka ég undir voðaverk.

Biblían sem bók á svosem enga sök heldur vanhugsuð ofsatrú sem er hættuleg eins og allir sem ekki aðhyllast slíkt vita.

Rétt hjá þér, vanhugsuð ofsatrú er hættuleg, af hverju er hún hættuleg? Jú út af því að fólk er að vitna í bækur sem eru 2000 ára gamlar eins og Biblíuna.

Ég vil þannig ekki vera sammála þér um að galdraofsóknir séu biblíunni að kenna, frekar það að menn hafi komist upp með slíka glæpi að hluta til vegna þess að þeir notuðu biblíuna, sem enginn kunni reyndar að lesa, sér til framdráttar.

Það stendur í Biblíunni “Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda.”. Ert þú að reyna segja mér að þessi setning ýti ekki undir galdraofsóknir?

Ætli fólk hafi ekki bara lifað erfiðara lífi og sumir fengið eitthvað út úr því að horfa upp á slíkan ófögnuð bara. Gerir það fólkið eitthvað sérstaklega vont? Ég bara tel mig ekki geta dæmt um það því ég er á fullu við að lepja munaðinn á Íslandi í dag.

Þegar fólk horfði á galdranorn brenna, því hefur örugglega liði bara mjög vel því að fólkið var nú einu sinna að þjóna Guði. Galdrarnornir þekktu Djöfulinn og það er nú ekki nógu gott. En hvar fékk fólk þessar hugmyndir um Djöfulinn, jú úr Biblíunni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/03/04 18:57 #

Ég minni í þessu samhengi á erindið sem Sigurður Hólm flutti nýlega á KSS málþingi. Það er engum vafa undirorpið að ýmislegt það sem miður hefur farið mannlegu samfélagi, hvort sem það heitir ofsóknir eða bara almennt misrétti, á sér stoðir í ritningartexta Biblíunnar. Þetta dæmi Cave um að drepa skuli galdrakonur er eitt þeirra.

Við getum ekki hafið ritninguna yfir þá sem nota hana til illra verka. Það á sjaldnast við að illir menn geri hitt og þetta ljótt í nafni trúarinnar og komi óorði á haha. Ef eitthvað kemur óorði á kristna trú þá er það Biblían sjálf.


Haraldur - 14/03/04 19:52 #

Ég er að nokkru sammála bjoddn um að við findum þá bara eitthvað annað sem afsökun, en nornaofsóknir eins og svo mikið af öðrum myrkraverkum kirkjunnar, urðu til vegna þess að aðilar innan kirjunnar fannst þessar grasakonur, (ljósmæður, vitru konur og menn sem vissu hluti og gátu með öðru en bænum fengið veikindi og ýmsa kvilla til að minnka eða hverfa,) grafa undan valdi kirkjunnar og presta hennar. Þessvegna voru nornir ofsóttar. Nú ætla ég ekki að tala um hvort trú þessa fólks hafi eða sé betri en kristin trú, en þetta er ástæðan, biblían var fínn og þungur hlutur sem hægt var að nota til að berja á oft ólæsum almúganum og bannfæring og helvítisvist fylgdi ef ekki var hlýtt!

lifið heil

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.