Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvaða stjórnmálaflokkar voru með og á móti aðskilnaði ríkis og kirkju síðasta kjörtímabil?

Merki Viðreisnar og Pírata

Ef einhverjir eru ekki búnir að ákveða það í dag hvaða flokk þeir ætla að kjósa, þá er tilvalið að skoða hvaða flokkar á Alþingi voru bestir þegar kom að aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta kjörtímabili.

Á kjörtímabilinu voru þrjú stór skipti þar sem afstaða þingflokkanna kom vel í ljós: sérstök hækkun sóknargjalda, stækkun og framlenging kirkjujarðasamningsins og ný ríkiskirkjulög.

Einungis þingmenn tveggja flokka kusu gegn þessum málum, Píratar og Viðreisn (og var sá fyrrnefndi miklu betri). Framsóknarflokkurinn, Vinstri Græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn kusu hlutfallslega mest með þessum slæmu málum.

Ef aðskilnaður ríkis og kirkju er mikilvægt mál fyrir þig, þá er hægt að mæla með Pírötum og Viðreisn, en alls ekki fjóru íhaldsflokkunum.

Hjalti Rúnar Ómarsson 25.09.2021
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú , Ríkiskirkjan )