Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Forherðing Þjóðkirkjunnar

Tilvitnun í lagatexta sem sýnir sóknargjöld ársins 2018

Nýlega bentum við á sóknargjaldablekkingar Þjóðkirkjunnar. Talsmenn Þjóðkirkjunnar tala ítrekað um að sóknargjöld eigi að vera hærri en þau eru samkvæmt lögum þrátt fyrir að einfaldur lestur á lögum um sóknargjöld sýni að það sé kolrangt hjá kirkjufólki.

Það er nýbúið að birta sérstaka upplýsingasíðu um sóknargjöld á heimasíðu Þjóðkirkjunnar, og þar er þessi rangfærsla endurtekin:

Skjáskot af heimasíðu Þjóðkirkjunnar

Í lögum um sóknargjöld sem vísað er í þarna stendur svart á hvítu:

...skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 931 kr. á mánuði árið 2018...

...skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 925 kr. á mánuði árið 2019…

Sóknargjöld áranna 2019 og 2018 voru því samkvæmt lögunum. Það er ótrúlegt að sjá Þjóðkirkjuna endurtaka svona rangfærslur eftir að Vantrú hefur bent á hið rétta. Hvað köllum við það eiginlega þegar fólk endurtekur rangfærslur þegar það veit betur?

Ritstjórn 13.02.2020
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?