Tölur um trúfélagaskráningu Íslendinga fyrir 1. janúar 2018 voru að birtast á heimasíðu Hagstofunnar.
Samkvæmt þeim skráðu 3600 manns sig úr ríkiskirkjunni í fyrra og meðlimum hennar fækkaði um rúmlega 2000. Hlutfall meðlima hennar er nú komið niður í 67,22% landsmanna, en það var um 70% í fyrra.
Á heimasíðu Þjóðskrár er hægt að skrá sig úr Þjóðkirkjunni.
Það gerir það ennþá. Nú er bara talað um að 90% séu "í kristnum söfnuðum"...
Staðreyndir skipta þetta lið engu máli.
Það er eitt sem ykkur hefur ekki dottið í hug. En það er að margir skrái síg úr þjóðkirkjunni af því að henni er stýrt af hræsnurum, í of miklum mæli. Sumir prestar vinna hreinlega gegn kristni, vitandi að þeir munu alltaf fá tékkan sinn. Eins og segir í Biblíunni, "úlfar í sauðagæru". Ég sé þig fyrir mér, að skála við þá þegar hempan er komin inn í skáp.
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.
Matti (meðlimur í Vantrú) - 19/05/18 12:32 #
Óskaplega finnst mér stutt síðan ríkiskirkjufólk námundaði upp í 90% þegar talað var um hlutfall landsmanna í kirkjunni.