Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jesús frá Nasaret, Snorri í Betel eða Gunnar í Krossinum?

Mynd af mynd af höfuðjátningu lútherskra manna

Var Jesús ekki afskaplega frjálslyndur? Allt öðruvísi en bókstafstrúaðir helvítispredikarar eins og Snorri í Betel og Gunnar í Krossinum?!

Í þessu vefprófi eru tíu ummæli og þú þarft einfaldlega að segja hvort þau séu frá Jesú, Snorra í Betel eða Gunnari í Krossinum.


Hver sagði hvað?

1. Sá sem giftist fráskyldri konu drýgir hór.

2. Við heimsendi mun Mannsonurinn senda engla sína og þeir munu safna saman þeim sem brjóta lögmálið og henda í eldsofn.

3. Þegar illur andi fer úr manni, þá ráfar hann um óbyggðir. Svo mun hann vilja fara aftur í sama mann. Og ef hann finnur þar tómt heimili, þá mun hann taka með sér sjö, enn verri illa anda!

4. Á dómsdegi verður skárra að búa í Sódómu en þessari borg.

5. Ekki hræðast menn, þeir geta bara drepið líkamann. Þið eigið að óttast þann sem getur drepið líkamann og svo hent ykkur í helvíti. Óttist hann!

6. Við heimsendi munu englar koma og skilja á milli vondra og réttlátra manna. Eftir það munu englarnir henda hinum vondu í eldsofn.

7. Hvernig ætlið þið að sleppa frá helvíti, höggormarnir og nöðrurnar ykkar?

8. Þeim sem talar gegn heilögum anda verður aldrei fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né í hinum næsta.

9. Guð er líkur kóngi sem hendir manni í dýflissu og lætur pynta hann.

10. Áður en þessi kynslóð deyr mun sólin sortna, stjörnur himinsins hrapa og Mannsonurinn birtast í himninum!

Mynd af mynd af höfuðjátningu lútherskra manna

Þú fékkst af 10 rétt svör.

Öll ummælin eru frá Jesú.

Jesús var bókstafstrúaður helvítispredikari.


Hér svörin þín ásamt tilvitnunum í Jesú:

Spurning 1:

Sá sem giftist fráskyldri konu drýgir hór

Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór. (Matt 5.31)

Spurning 2:

Við heimsendi mun Mannssonurinn senda engla sína og þeir munu safna saman þeim sem brjóta lögmálið og henda þeim í eldsofn.
Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. (Matt 13.40-42)

Spurning 3:

Þegar illur andi fer úr manni, þá ráfar hann um óbyggðir. Svo mun hann vilja fara aftur í sama mann. Og ef hann finnur þar tómt heimili, þá mun hann taka með sér sjö, enn verri illa anda!

Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis, en finnur ekki. Þá segir hann: ,Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór.` Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt, fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður. Eins mun fara fyrir þessari vondu kynslóð. (Matt 12.43-45)

Spurning 4:

Á dómsdegi mun vera skárra að búa í Sódómu en þessari borg.

Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér. (Matt 11.23-24)

Spurning 5:

Ekki hræðast menn, þeir geta bara drepið líkamann. Þið eigið að hræðast þann sem getur drepið líkamann og svo hent ykkur í helvíti. Hræðist hann!
Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Ég skal sýna yður hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann. (Lúk 12.5)

Spurning 6:

Við heimsendi munu englar koma og skilja á milli vondra og réttlátra manna. Eftir það munu englarnir henda hinum vondu í eldsofn.

Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. (Matt 13.49-50)

Spurning 7:

Hvernig ætlið þið að sleppa frá helvíti, höggormarnir og nöðrurnar ykkar?

Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Höggormar og nöðru kyn, hvernig fáið þér umflúið helvítisdóm? (Matt 23.33)

Spurning 8:

Sá sem talar gegn heilögum anda verður aldrei fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né í hinum næsta.

Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Þess vegna segi ég yður: Hver synd og guðlöstun verður mönnum fyrirgefin, en guðlast gegn andanum verður ekki fyrirgefið. Hverjum sem mælir gegn Mannssyninum, verður það fyrirgefið, en þeim sem mælir gegn heilögum anda, verður ekki fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né í hinum komanda. (Matt 12.31-32)

Spurning 9:

Guð er líkur kóngi sem hendir manni í dýflissu og lætur pynta hann.

Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum, uns hann hefði goldið allt, sem hann skuldaði honum. Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum. (Matt 18.34-35)

Spurning 10:

Áður en þessi kynslóð deyr mun sólin sortna, stjörnur himinsins hrapa og Mannssonurinn birtast í himninum!

Þú svaraðir . Það var .

Bein tilvitnun í Jesú:

En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð. Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að hann er í nánd, fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. (Mk 13.24-30)
Ritstjórn 14.05.2018
Flokkað undir: ( Vefpróf )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?