Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lygar og launahækkun biskups

Mynd af biskupnum

Í fréttaskýringaþættinum Kveiki um daginn var sérstaklega rætt við Agnesi M. Sigurðardóttur, æðsta biskup Þjóðkirkjunnar. Í viðtalinu var minnst á nýlega úrskurði kjararáðs þar sem prestar og biskupar fengu fína launahækkun.

Agnes hóf svar sitt á því að segja: “Ég óskaði ekki eftir launahækkun".

Bréf biskups til kjararáðs

Kjararáð birti úrskurð um laun biskups og þar er hægt að lesa um aðdraganda launahækkunar biskupsins.

Til að byrja með óskar biskupinn eftir því í ágúst 2015 að laun hennar verði endurmetin.

Í desember 2015 sendi biskup kjararáði bréf þar sem fram kom að biskupsembættið sé líkast embættum forseta Íslands og forsætisráðherra og “Ákvörðun kjararáðs ætti því að taka mið af samanburði við launakjör sem þeim embættum fylgi fremur en eingöngu við launakjör forstöðumanna ríkisstofnana.”

Að biðja um að laun biskups verði endurskoðuð og miðuð við laun forsætisráðherra og forseta Íslands fremur en forstöðumanna ríkisstofnana er að biðja um launahækkun, enda eru þessi tvö embætti í miklu hærri launaflokkum.

Lygar

Seinna í viðtalinu var biskupnum tíðrætt um að fólk væri að ljúga upp á hana og kirkjuna:

Hver lýgur?

Ritstjórn 12.04.2018
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?