Á hverjum einasta sunnudegi þylur fólk í messum ríkiskirkjunnar orðin “sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey". Kristnir hafa trúað því hátt í tvö þúsund ár að María hafi verið mey þegar hún fæddi Jesú. Þessi trú hefur byggst á því að fæðingarfrásagnirnar í Nýja testamentinu lýsi raunverulegum atburðum.
Nú segja prestar hins vegar að einungis vitlausir bókstafstrúarmenn trúi því að þetta hafi allt gerst í raun og veru. En þá er búið að kippa fótunum undan meyfæðingunni og engin ástæða til að trúa henni.
Það er auðvitað rétt hjá prestunum að þetta gerðist ekki. Biblíurýni og smá heilbrigð skynsemi sýna að þessar ævintýralegu sögur eru skáldskapur. Það voru engir syngjandi englar, fjölskylda Jesú þurfti ekki að fara til Betlehem út af manntali og það var engin meyfæðing.
Hvers vegna eru þá prestar að ljúga því í hverri einustu messu að þeir trúi að Jesús hafi verið “getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey"?
Hvernig væri að taka þessa vandræðasetningu úr öllum játningunum svo að greyið prestarnir geti farið með trúarjátninguna á sunnudögum án þess að þurfa að krossleggja putta?
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.