Á RÚV voru nýlega sýndir drauga-þættirnir Reimleikar. Í öllum sex þáttunum var mikið af sögum af draugagangi, en af einhverjum ástæðum voru engar upptökur af draugagangi. Af hverju ekki að birta myndbönd af draugagangi í sjónvarpsþáttum?
Nú þegar flestir landsmenn ganga um með snjallsíma með innbyggðri upptökuvél, þá hlýtur að vera til hellingur af upptökum af draugum. Nema auðvitað að draugar séu ekki til.
Ef þú lumar á draugamyndbandi, vinsamlegast sendu það á okkur á vantru@vantru.is, og við getum búið til almennilega draugaþætti. Ef ekkert kemur þá er hægt að búa til stuttan og hnitmiðaðan draugaþátt með einni setningu: “Draugar eru ekki til.”
Lína, ef fólk sér drauga, af hverju ættu myndavélar ekki að ná myndum af þeim?
þá er í raun miklu meira sem bendir til tilvist drauga en hið andstæða
Eins og?
Þetta er ekki "fáviska, vísindahroki og þröngsýni", heldur einfaldlega mekanismi, sú skoðun að veröldin sé vélgeng. Ef þú ætlar að gera ráð fyrir einni tegund vítalískrar veru í umferð ertu búin að opna fyrir þær allar.
Draugar eiga að vera villuráfandi sálir og með því að gera ráð fyrir þeim hefurðu opnað fyrir tilvist sálarinnar. Ef tilvist sálarinnar er staðreynd þá þarftu að taka með í dæmið allt hitt líka, guð/guði, engla, púka og Satan.
Lífsviðhorf mekanistans innifelur ekki andaverur eða vitund utan líkama lífvera. Þar með verða draugasögur ótrúverðugar, en sönnunargögn fyrir þeim eru vel þegin. Ég get ekki betur séð en þessi grein sé einmitt skrifuð í þeim tilgangi að afla þeirra, svo hvar liggur þá þröngsýnin?
Er hægt að greina með vissu hvort upptaka af draugagangi er ekta eða ekki? Við vitum að það er hægt að búa til slík myndbönd með því að beita brellum. Ekki treysti ég mér til að þekkja ekta draugagang frá fölsunum á myndbandi. Hafa myndbandsupptökur nokkuð sönnunargildi- gerir efasemdarmaðurinn ekki ávllt ráð að um fölsun hjóti vera að ræða. Tilvist drauga stendur ekki eða fellur ekki með því hvort hægt sé að ná myndum af þeim eða ekki.
Guðjón, það er náttúrulega mögulegt að slíkar upptökur væru tilbúningur. En staðan núna virðist vera sú að það séu engin draugamyndbönd, þannig að það passar ekki við þá tilgátu að fólk sé að sjá drauga.
Birgir segir: "Þetta er ekki "fáviska, vísindahroki og þröngsýni", heldur einfaldlega mekanismi, sú skoðun að veröldin sé vélgeng."
Þessi skoðun þín er þá líka vélgeng.
Þykist þú nokkuð vera frjáls skoðanna þinna?
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.
Lína Thoroddsen - 14/12/16 12:53 #
Hvaða fáviska, vísindahroki og þröngsýni er það að álykta að draugar séu ekki til, þó að nútíma kamerur nái ekki mynd af þeim? Ég er vísindalega þenkjandi, og stunda það grimmt að efast um allt í þessu lífi - en útiloka ekkert, því það heftandi fyrir okkur sem vitibornar verur. Ef heimurinn er skoðaður án þess að ákveða niðurstöðuna fyrirfram, þá er í raun miklu meira sem bendir til tilvist drauga en hið andstæða - þó að vísindin séu ekki komin það langt að sanna/viðurkenna það.