Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Aðskilnaðar-Alþingið mikla

Merki Alþingis

Á því Alþingi sem verður sett í dag hafa flokkar, sem hafa aðskilnað ríkis og kirkju á stefnuskrá sinni, yfirgnæfandi meirihluta á Alþingi. Vonandi munu þingmenn standa við stefnu flokka sinna og vinna að því að ríki og kirkja verði aðskilin.

Það er auðvitað ekki hægt að aðskilja ríki og kirkju algerlega á einum degi, það verður til dæmis vesen að afnema kirkjujarðasamninginn alræmda, en sumt er hægt að gera strax.

Ríkið styrkir Þjóðkirkjuna sérstaklega með framlögum í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna. Þar er um að ræða nærri 600 milljónir króna sem Þjóðkirkjan ein fær. Alþingi getur afnumið þetta strax.

Við vonum einnig að þetta Alþingi standi vaktina í trúfrelsismálum almennt. Það mætti til dæmis klára tvö mál sem komu fram á síðasta þingi: afnám sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög og afnám gjafalóða til trúfélaga.


Fylgjandi aðskilnaði (51 þingmenn):

Píratar (10): “Stefna beri að fullum og algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Um Þjóðkirkjuna gildi sömu lög og reglur og um önnur trúar- og lífsskoðunarfélög.” #

Samfylkingin (3): “Til að tryggja jafna stöðu allra trúar- og lífsskoðanafélaga og skapa samfélag án mismununar telur Samfylkingin nauðsynlegt að slík félög hafi öll sömu stöðu innan samfélagsins og gagnvart ríkisvaldinu og að gerð verði skýr aðgerðaráætlun sem miðar að því að ríki og kirkja verði aðskilin.” #

Sjálfstæðisflokkurinn (21): “Aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi.“ #

Viðreisn (7): “Trú og trúarbrögð eiga að vera án afskipta ríkisins. Ríkið á ekki að skipta sér af skráningu í trúfélög né innheimtu gjalda til trúfélaga. Tímabært er að ræða aðskilnað ríkis og kirkju og bera breytingar á kirkjuskipan undir þjóðina.” #

Vinstri Græn (10): “Landsfundur áréttar þá afstöðu sína að aðskilja eigi þjóðkirkju og ríkisvald…" #

Óljóst (4 þingmenn):

Björt Framtíð: Sögðust vera fylgjandi aðskilnaði í svari við fyrirspurn frá Siðmennt, en engin opinber stefna finnst.

Á móti aðskilnaði (8 þingmenn):

Framsóknarflokkurinn: “Framsóknarflokkurinn vill að áfram verði stutt við öflugt starf Þjóðkirkjunnar um land allt, enda hefur hún skyldur við alla landsmenn.“ #

Ritstjórn 06.12.2016
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?