Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Áskorun til kirkjuţings

Mynd af Grensáskirkju

Kirkjuţing Ţjóđkirkjunnar verđur sett nćstkomandi helgi í Grensáskirkju. Af ţví tilefni sendum viđ fyrr í dag kirkjuţingsfulltrúum eftirfarandi áskorun:


Ágćti kirkjuţingsfulltrúi

Síđustu fimm ár hefur kirkjuţing Ţjóđkirkjunnar ávallt ályktađ um sóknargjöld og margítrekađ ađ hún telji ţau vera félagsgjöld sem ríkiđ innheimtir[1].

Ef sóknargjöld eru félagsgjöld sem ríkiđ innheimtir í gegnum tekjuskatt er veriđ ađ brjóta á utantrúfélagafólki sem borgar aukalega tekjuskatt. Á ţetta hefur veriđ bent í umrćđum á kirkjuţingi[2] og íslenska ríkiđ var áminnt fyrir ţessa mismunun af Mannréttindanefnd Sameinuđu Ţjóđanna áriđ 2012[3].

Ţjóđkirkjan ber töluverđa ábyrgđ á ţessu mannréttindabroti. Núverandi lög voru ađ hálfu leyti samin af fulltrúum kirkjuráđs[4] og ţegar ţađ hefur veriđ lagt til ađ laga ţetta, ţá hefur Ţjóđkirkjan lagst gegn ţví[5].

Kirkjuţing mun vafalaust álykta um sóknargjöld í ár. Viđ skorum á ykkur ađ álykta ađ ţetta mannréttindabrot, sem Ţjóđkirkjan ber mikla ábyrgđ á, verđi lagađ: ađ fólk sem stendur utan trúfélaga greiđi ekki framar sóknargjöld.

fyrir hönd Vantrúar,
Hjalti Rúnar Ómarsson, formađur Vantrúar


[1] Samanber eftirfarandi fullyrđingar úr gerđum kirkjuţings:

2011: Sóknargjöld eru félagsgjöld og grundvöllur kirkjustarfsins í heimabyggđ. #

2012: Annars vegar er ţar um ađ rćđa lögbundin sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkiđ innheimtir … Sóknargjöldin eru lögbundin félagsgjöld sem ganga til reksturs safnađanna. #

2013: Annars vegar er ţar um ađ rćđa lögbundin sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkiđ innheimtir … Sóknargjöldin eru lögbundin félagsgjöld sem ganga til reksturs safnađanna um land allt. … og innheimtu sóknargjalda sem eru félagsgjöld. #

2014: Annars vegar er ţar um ađ rćđa lögbundin sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkiđ innheimtir… Sóknargjöldin eru lögbundin félagsgjöld …# ...lögbundin félagsgjöld kirkjunnar, sóknargjöldin,... #

2015: Annars vegar er ţar um ađ rćđa lögbundin sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkiđ innheimtir ...Sóknargjöldin eru lögbundin félagsgjöld #

[2] Til dćmis sagđi Baldur Kristjánsson ţetta á aukakirkjuţingi 2012 í fyrri umrćđum viđ 1. mál. ~14:50 í upptökunni: “Ţađ var í fyrsta lagi ţađ ađ allir ţyrftu ađ greiđa vegna trúfélagsađildar ţó ţeir vćru ekki í neinu trúfélagi. Ţađ er litiđ á ţetta ţannig ađ ţeir sem eru ekki í neinu trúfélagi séu ţá ađ greiđa hćrri skatt en ađrir. Ţetta verđur augljósara ţegar rök kirkjunnar eru tekin međ ađ ţetta sé félagsgjald. Ţá verđur augljósara ađ ţeir sem eru ekki í neinu trúfélagi ţeir greiđa hćrri skatt en ađrir. "

[3] “13. The Committee is concerned that the State party levies a church tax from citizens, Regardless of whether they are members of a religious organization. … The State party Should take steps to ensure that the church tax is not levied indiscriminately.” #

[4] Sjá innganginn í greinargerđinni međ frumvarpi núgildandi laga um sóknargjöld. #

[5] Sjá međal annars ţessa umsögn frá Biskupsstofu: “Ađ öllu ţví virtu sem rakiđ hefur veriđ mćlir biskupsstofa eindregiđ međ ţví ađ frumvarpiđ fái ekki brautargengi.” #


Upprunaleg mynd frá Álfheiđi Magnúsdóttur og birt međ cc-leyfi

Ritstjórn 02.11.2016
Flokkađ undir: ( Sóknargjöld )

Viđbrögđ

Sýniđ viđbrögđ, en vinsamlegast sleppiđ öllum ćrumeiđingum. Einnig krefjumst viđ ţess ađ fólk noti gild tölvupóstföng, líka ţegar notast er viđ dulnefni. Ef ţađ sem ţiđ ćtliđ ađ segja tengist ekki ţessari grein beint ţá bendum viđ á spjallborđiđ. Ţeir sem ekki fylgja ţessum reglum eiga á hćttu ađ athugasemdir ţeirra verđi fćrđar á spjallborđiđ.

Hćgt er ađ nota HTML kóđa í ummćlum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hćgt ađ notast viđ Markdown rithátt í athugasemdum. Notiđ skođa takkann til ađ fara yfir athugasemdina áđur en ţiđ sendiđ hana inn.


Muna ţig?