Það gerist ekki oft að Vantrú hrósar íslensku ríkiskirkjunni, en þó kemur það fyrir. Í dag er eitt þessara skipta og sérstök ástæða til að þakka kirkjunni og þó sérstaklega tveimur prestum hennar, þeim Toshiki Toma og Kristínu Þ. Tómasdóttur. Þau opnuðu dyr Laugarneskirkju til að veita tveimur hælisleitendum skjól fyrir offorsi yfirvalda, sem vildu vísa þeim úr landi og gerðu svo í gærkvöldi. Prestarnir vísuðu til fornra hefða og laga um kirkjugrið, ef það gæti orðið til þess að hinir íslensku ráðamenn sem kvaka á hátíðisstundum um kristilegan kærleik mundu hætta við þessa ósvinnu. En allt kom fyrir ekki.
Örlög þessara tveggja hælisleitenda eru líklega þau að verða sendir til baka til stríðshrjáðs heimalands síns. Stjórnvöld brugðust en kirkjan stóð í lappirnar og vel það. Þarna birtist kærleikur í verki og því segjum við – vel gert.
Þessi grein minnir soldið á grein Semu Erlu Serdar í Kvennablaðinu í dag: Erum við í alvöru ein af þeim? Það er því rétt að árétta það að við erum Nató þjóð.
Það er kannski rétt að hugmyndin um kirkjugrið sé úrelt og snúist um forréttindi kirkjunnar -- en ef það eru forréttindi, þá er þarna verið að reyna að nota þau til góðs. Það er gott og rétt að gera það.
Nei Vésteinn, það að einhver reyni að nota forréttindi til góðs er ekki ástæða til að láta einhvern hafa forréttindi.
Ég er ekki að segja að það réttlæti að einhver hafi forréttindi. En ef einhver hefur forréttindi á annað borð, þá er altént betra að nota þau til góðs.
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.
Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/06/16 09:53 #
Ég vil þó hafa í huga að hugmyndir um kirkjugrið eru úreltar og eiga ekkert erindi í samtímann. Á Íslandi eiga allir að vera jafnir fyrir lögum.