Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vantrú prestanna

Mynd af prestum

Kirkjan vill ekki kannast við játningar sínar og kallar það bókstafstrú og "vantrúarkristni" að vera eitthvað að minnast á þær. Þetta er allt eitthvað öfugsnúið. Ekki má draga þessar játningar fram, þær eru bókstafstrúarlegar, en um leið vantrúarlegar. Sá prestur eða guðfræðingur sem afneitar þeim og er vantrúaður á þær gerir sig samt ekki sekan um villutrú eða vantrú. Maður er hættur að skilja nokkuð í því sem kemur frá þeim sem numið hafa við gervivísindadeild háskólans.

Og svo er það þetta með að játningar þurfi að skoða í sögulegu samhengi. Já einmitt, þetta er eitthvað sem menn trúðu einu sinni. En það þýðir líka, ef menn trúa þessu ekki lengur, að kristnin hérna áður fyrr er einhver allt önnur kristni en kristnin í dag - þetta eru gerólík trúarbrögð.

  1. Eg held að naumast 5% af prestum landsins muni „trúa" postullegu trúarjátningunni í öllum atriðum. Biskupinn trúir henni ekki. Enginn guðfræðiprófessorinn við Háskólann trúir henni — og naumast nokkur af þeim, sem nú les guðfræði við Háskólann, sumir í þeim tilgangi, að verða síðar prestar í íslenzku þjóðkirkjunni. Ýmsir prestar hafá tjáð mér, að þeir fái jafnan aðkenningu af vondri samvizku, er þeir láti börnin vera að játa það, að þau trúi „upprisu holdsins", himnaför Krists í jarðneskum líkama, komu hans á efsta degi til dóms, meyjarfæðingunni og fleiri eldgömlum hugmyndum, sem flestir eru nú horfnir frá.

  2. Að flytja þannig börnum þær kenningar, sem oss virðast hindurvitni, er að sá illgresi í sálir þeirra, og það er vont verk.

  3. Að nota við staðfestingu ungmenna, þá skýrgreiningu á kristinni trú, sem margir guðfræðingar vorra tíma eru nú frá horfnir, og- þar að auki ósammála um, hvernig skilja beri og gefur jafn slitrótta og ófullkomna hugmynd um samband mannsins við tilveruna — er mjög óviðurkvæmilegt, villandi og óholt fyrir trúarlífið.

Svo mælir Benjamín Kristjánsson árið 1927, þá nemi við guðfræðideild og seinna prestur og prófastur. Mér finnst stærsta spurningin í þessu öllu vera þessi: Ef prestar trúa ekki játningum kirkju sinnar og vilja skoða þær í sögulegu samhengi, felst þá ekki í því sú yfirlýsing að kristin trú fyrr á tímum hafi verið alröng?

Hvað er hægt að seilast langt með þetta? Munu prestar í framtíðinni kannski hætta að kannast við nokkurn guðdóm, nokkurn frelsara og nokkurt himnaríki, en segja kristnina snúast eingöngu um siðfræði? Ef það gerist, verða þá ekki prestar nútímans að villutrúarfólki í þeirra huga? Hversu lengi getur kristni haldið áfram að vera kristni eftir að búið er að reita af henni allt sem hún hefur staðið fyrir gegnum aldirnar?

Birgir Baldursson 15.02.2016
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Jói - 15/02/16 17:24 #

Fær mann til að pæla, er þetta ekki bara hefð núorðið, þegar þetta var skrifað var þessu bókstaflega trúað og annað þótti fáranlegt, nú þegar nánast allar fullyrðiðngar í skáldsögunni þeirra hafa verið afsannaðar eða hafna vegna þess að þær passa ekki í nútíma hugsun er talað um að túlka þetta. þetta eru bara hálstrá sem kirkjan heldur í og allir vita að þetta er allt bókstaflega vitleysa. samt er haldið í þetta vegna hefða, en einsog Obama sagði, það að þetta sé hefð, geriri það ekki rétt. ætli prestar trúi í alvörinni að guð sé til, það er allavega hægt að fullyrða að guð í dag er ekki það sama og guð fyrir 200 árum.


Jón Valur Jensson - 18/02/16 17:39 #

Sr. Benjamín Kristjánsson, sá annars ágæti maður, var einn af "frjálslyndum" guðfræðingum sinnar tíðar, nýguðfræðingunum eða fylgjendum "aldamótaguðfræðinnar", sem var einfaldlega tízkustefna þess tíma meðal presta, en yfirleitt ekki þeirra eldri, og út alla 20. öld voru kenningartrúir prestar áfram umtalsverður og jafnvel stækkandi hópur, er komið var fram á biskupsár Sigurbjarnar Einarssonar.

En það er satt, að hörmulega illa eru margir ungprestar að sér í kenningunni og Ritningunni nú orðið, jafnvel um höfuðjátningar allra kristinna kirkna, að ekki sé talað um villuráf þeirra í siðferðiskenningunni, boðandi þvert gegn Heilagri Ritningu margir hverjir. Þeir mættu gjarnan líta á versin í Matth.12.36-37 og Opinb.22.19 og taka meira mark á þeim en á eigin ágóðahlut.


Anna Sigríður Guðmundsdóttir - 18/02/16 22:35 #

Þegar prestar eru meira upteknir af áróðursbókstöfum einhversra óþekktara kúgandi karlmanna-ritstýrðrar "sannleiksbókar" fortíðarinnar, heldur en hjartans innstu sannfæringu og andans trúarnæmni, þá eru þeir prestar á villigötum. Því miður.

Margir prestar bera þess skýr merki þessa dagana, að tala fyrir pólitískum áróðri sumra mála í svikasamfélaginu, og það er óverjandi. Sama hvaða málefni er um að ræða.

Með bestu keðju, Anna.


Júlíus Valsson - 19/02/16 00:05 #

Munið þó ávallt hið fornkveðna:

"Litera gesta docet, Quid credas allegoria, Moralis quid agas, Quo tendas anagogia"


Jón - 19/02/16 01:01 #

Frábært að heyra og eitt af því fáa góða sem ég hef nokkurn tíman heyrt um Þjóðkirkjuna. Maður með sjálfstæðar skoðanir í stjórnmálaflokki kallast hugsandi maður. Maður sem fylgir flokkslínum mjög grannt eftir kallast hins vegar flokkshundur. Hann gelltir og dillar rófunni eftir atvikum, en lítið meir. Svoleiðis maður er einskis virði nema til að hlýða skipunum og nærvera hans í samfélagi eða á vinnustað veldur stöðnun og að lokum hnignun. Að sjálfsögðu ættu hugmyndir um eftirlíf ekki að skipta neitt trúarbragð með sjálfsvirðingu máli. Gyðingar og kennimenn þeirra ráða því sjálfir hvað þeir aðhyllast þar og trúarbækur þeirra, en þeir eru hrifnari af þeim öllum en Biblíunni, eru 90% hálf-heimspekileg rifrildi kennimanna án þess að það fylgi sögunni hver "vann", lesandinn á bara að ákveða það sjálfur, eða helst vera ósammála þeim báðum, enda monta gyðingar sig af því að þeir séu ekki sammála um nokkurn hlut og þetta sé aðaleinkenni þeirra. Það er ekki alveg rétt, heldur er þetta það einkenni sem greinir að hámenningarsamfélag og lágmenningar, menntað fólk og ómenntað, greint fólk og illa greinda. Þetta greinir líka að verðmætan starfsmann sem kemur með hugvit og frumkvæði, og einskisnýtan sem er helst hæfur í að skúra gólf. Mesti galli trúarbragða er að fylgjendur þeirra eru óþarflega sammála hver öðrum. Því meira einkenni sem þetta er á trúarbrögðunum, því meiri stríð, ofstæki og hryðjuverk fylgja þeim á hverjum tíma, en því meira sem slaknar á kröfunni um einsleitni í skoðunum, því friðsamari og eðlilegri verða trúarbrögðin, og breytast í hvert annað áhugamál sem sumir hafa í samfélaginu en ógnar fáum.


Jón - 19/02/16 01:08 #

Annað sem mætti nefna er að maður sem skilur orð Jesús bókstaflega, þegar sami Jesús sagði skírt að hann talaði í líkingum og dæmisögum, og ítrekaði nokkrum sinnum svo það væri nú ekki vafamál fyrir treggáfaða, er einfaldlega vangefinn og það er gott að heyra að færri prestar eru vangefnir en maður hefði kannski haldið. Það væri kannski eðlilegra að taka Muhammad bókstaflega, þegar sami Muhammad sagði aldrei að þetta væri eitthvað líkingamál, og maður sem það gerir er hugsanlega hvorki geðveikur eða vangefinn. Jesús bauð aldrei upp á slíka túlkun á sjálfum sér og það er augljóst hverjum sem gerir heiðarlega tilraun til að lesa orð skáldsins án fordóma eða með gleraugum einhverrar fyrirframmótaðrar heimsmyndar eins og ofsatrúar eða herskárrar trúleysistefnu sem veldur því að menn búa sér til geðveikislegar ranghugmyndir eins og að maður sem tekur sérstaklega fram að hann tali í líkingum hafi samt eitthvað annað í hyggju en setja fram áhrifaríkan skáldskap. Það gæti auðvitað líka haft áhrif að sumir menn eru þannig gerðir að það vantar eitthvað í þá og þeir hafa ekki vitsmunalega getu til að skilja líkingamál eða tilganginn með því, sem er oft sama manngerð og agnúast mest út í listamannalaunin.


Jón Valur Jensson - 19/02/16 02:37 #

Raunalegt blaður í þér, nafni. Margt af því, sem Jesús sagði (t.d. þegar hann boðaði lærisveinunum dauða sinn og upprisu), var alveg laust við að vera líkingar, þótt vissulega hafi hann kennt mikið í líkingum og dæmisögum.

Bezta innleggið hér á Júlíus Valsson.

Anna Sigríður, ertu alveg föst í þessum súbjektívisma þínum? "Innsta sannfæring og andans trúarnæmni" sem byggir ekki á staðreyndum eða meðtöku staðreynda í trú* er einfaldlega, sýnist mér, hjá þér ný birtingarmynd af Schwermerei.

  • Sbr. http://krist.blog.is/blog/krist/entry/2166378/

Jón - 19/02/16 03:58 #

"Blaður" í mér? Ummæli sem eru sorglegt dæmi um að jafnvel góð menntun og mikil tækifæri til upplýsingar koma ekki í veg fyrir sjálfsblekkingu og blindi á staðreyndir. Hliðstæð dæmi finnast hjá ofstækisfullum trúleysingjum og svipuðum fulltrúum allra trúarbragða. Menn sem sjá það sem þeir vilja sjá, en ekki það sem liggur í augum uppi.

Það er síðan yfirborðsmennska sem kemur oft líka til, sem felst í því að álíta staðreyndir, það er að segja þau atriði "sannleikans" sem eru skiljanleg jafnvel mjög illa gefnu og grófgerðu fólki, æðri en óræðari sannindum sem er ekki á nema færi manna sem hafa til að bera vissa greind og næma skynjun til að nema eða meta nokkurs. Raunveruleikinn er þveröfugur við þetta. 2+2 er á færi hálfvita. Háspeki er það ekki og verður aldrei, því svoleiðis jöfnuður fæst ekki einu sinni fram með valdi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.