Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Stjórnarskrártrúin og Snorri í Betel

Mynd af Hæstarétti

Við fögnum þeim dómi Hæstaréttar að uppsögn Snorra í Betel hjá Akureyrarbæ hafi verið ólögmæt. Þótt tal Snorra um að samkynhneigð sé synd, og svo framvegis, sé auðvitað helbert kjaftæði og gegnsýrt af mannfyrirlitningu, þá er fráleitt að refsa opinberum starfsmanni fyrir að vitna orðrétt í rit sem er stjórnarskrárvarið trúarrit ríkisins, næsti bær við opinbera hugmyndafræði.

Ef einhverjum finnst, eins og okkur, að þetta og fleiri viðhorf til fólks, sem birtast í Biblíunni, sé viðbjóður, þá væri nær að taka viðbjóðinn af þeim stalli sem hann er á - eða réttara sagt, að íslenska ríkið hætti að krjúpa við altari þar sem svona þrugl er haft í hávegum. Reyndar væri það það eina heiðarlega - það er hræsni, að kalla evangelísk-lúthersku kirkjuna "þjóðkirkju" og afneita svo óþægilegum hlutum úr Biblíunni.


Upprunaleg mynd fengi hjá Jason Parls og birt með cc-leyfi

Ritstjórn 11.02.2016
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Jón Valur Jensson - 11/02/16 23:54 #

Er lokað á athugasemdir?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 12/02/16 09:42 #

Nei.


Jón Valur Jensson - 12/02/16 13:27 #

Ágætur maður, Kristján H. Kristjánsson, ritaði á sínu Moggabloggi 24.4.2015: Snorri tjáir sig í samræmi við Lútherstrú. (http://kristjanhkristjansson.blog.is/blog/kristjanhkristjansson/entry/1712782/)


Jón Valur Jensson - 12/02/16 13:31 #

Kristján skrifar þar: "Mjög undarlegt hjá bæjarráði Akureyrar að ofsækja Snorra sem tjáir sig mun vægar um samkynhneigð en Martin Luther, sem þjóðkirkjan er nefnd eftir." Svo birtir Kristján þar orð Lúthers – þeir sjá þau, sem fara inn á slóðina hér ofar.


Hanna Lára Gunnarsdóttir - 12/02/16 16:02 #

Tek heilshugar undir orð ykkar, vantrúarfélagar.

Hin sígilda tilvitnun:

"I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it"

á vel við hér.

Málfrelsi er margfalt meira virði en að þagga niður í einum trúarofstækismanni.


Jón - 19/02/16 14:53 #

"Synd" er ekki orð eins og "illt" eða "slæmt" eða "siðlaust", heldur trúarlegt orð sem eingöngu hefur trúarlega merkingu og trúlaust fólk ætti ekki að láta sig varða. Kristindómurinn lætur sig meira varða synd en önnur trúarbrögð, því hann, ólíkt mörgum hinum, trúir því að við séum að eðli syndug og séum öll syndarar og ekkert fái því breytt nema náð Guðs. Jesús talar að vísu ekki um samkynhneigð sem "synd", en nefnir margar aðrar "syndir", eins og reiði, sem hann segir jafngilda morði, því Jesús segir að sá sem reiðist bróðir sínum í hjarta sínu sé að hafi þegar drepið hann. Hann leggur líka að jöfnu það að drýgja hór og eiga sér fantasíur, þegar hann segir að sá sem líti konur girndarauga hafi þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Munurinn á skilningi Jesús á synd og forfeðra hans var aðallega stigsmunur, Jesús túlkar mikið fleira sem synd og leggur meiri áherslu á "innri" syndir. Af þessu leiðir að allir eru mjög syndugir í Kristilegum skilningi, því allir reiðast, girnast og svo framvegis.

Synd hefur ekkert að gera með almennt siðferði eða siðareglur að gera og hugleiðingar um hugtakið synd hafa einungis merkingu fyrir trúmenn. Þó svo væri ekki og synd merkti "illt", "slæmt" eða "siðlaust", sem er ekki raunin, þá ætti það engu að breyta fyrir manneskju sem er sæmilega heil á geði. Maður sem getur ekki borðað ostaborgarann sinn með beikoninu, afþví að Hindúi myndi ávíta hann fyrir nautaátið, múslimi fyrir beikonátið og Gyðingdómur hafa eitthvað út á það að setja að blanda saman ost og kjöti, þó þeim væri reyndar fullkomnlega sama, því Gyðingdómur hefur þá opinberu skoðun að standa á sama fullkomlega um gjörðir allra nema gyðinga, svo lengi sem þeir eru ekki að stela eða drepa og slíkt, og telja því engan bættari af að borða ekki svínakjöt eða halda hvíldardag og slíkt, nema sá hinn sami sé gyðingur, en múslimar, til dæmis, haldi svipaðar reglur án þess að græða neitt á því, hvorki í þessu lífi né öðru, og ættu að vera að hugsa um eitthvað annað. Hindúanum og múslimanum er ekki sama á sama hátt og gyðingnum er fyrir utan annað en gróf og alvarleg brot, og kristnum er heldur ekki sama um breytni annarra, en hvað með það? Maður sem leitar að samþykki allra fyrir athöfnum sínum er ófær um nema að búa í mjög einsleitu samfélagi, helst með skyldmennum úti í sveit, og ætti að leita sér sálfræðiaðstoðar ef hann treystir sér í eitthvað flóknara sem er nær því að kallast siðmenning. Hann getur síst af öllu lifað í samfélagi sem virðir réttindi og tjáningarfrelsi hópa eins og múslima og er ófær um annað en búa á mjög afskekktum og einsleitum stöðum án þess að skapa vandræði og ógna almennu frelsi, því hann mun alltaf freistast til að takmarka það vegna sömu kröfu um eina tegund hugsunnar og var drifkraftur rannsóknarréttarins, hvort sem hann er trúaður eða ekki.

Aukin fjölmenning og aukin menntun leiðir af sér sífellt meiri fjölbreytni einstaklinga og þessu fylgir aukin fjölbreytni hugmynda um rétt og rangt. Án aukinnar fjölbreytni í siðferðisviðhorfum eru engar framfarir mögulegar. Þó trúarbrögðin yrðu horfin á morgunn myndi það ekki þýða að menn hættu að dæma aðra eða tala um "synd", sérstaklega ekki kristnir menn sem telja það synd að reiðast og girnast, sem fæst trúarbrögð taka undir. Þetta breytir engu fyrir heilbrigða manneskju. Eina leiðin til að lifa af í fjölbreyttum heimi og virða frelsi annarra manna er að standa á sama og hugsa meira um eigin álit á eigin gjörðum, en annarra.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?