Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Séra Sigurđur Árni er nafli alheimsins

Mynd af sandkorni

Séra Sigurđur Árni Ţórđarson, hálaunaríkisprestur, segir í predikun sem birt er á heimasíđu hans ađ trúleysi sé "afstađan ađ mađur sé sjálfur nafli heimsins." Ţannig leiđi trúleysi til sjálfsdýrkunar. Ţađ er merkilegt ađ ţurfa ađ skrumskćla afstöđu annarra til ađ verja eigin trú. Ţađ er athyglisvert ađ bera ţessa sýn Sigurđur á trúleysi, viđ sýn trúleysingja, eins og Carl Sagan, eins ţekktasta og áhrifamesta trúleysingja síđustu aldar.

Eftirfarandi er úr bók Sagans, The Pale Blue Dot:

Jörđin er agnar lítiđ sviđ í leikhúsi alheimsins… örsmátt rykkorn í sólargeisla... Ţetta föla sjónarhorn grefur undan stöđu okkur, ímynduđu mikilvćgi okkar, ranghugmyndinni um ađ viđ höfum einhverja sérstaka forréttindastöđu í alheiminum.

Sú sýn ađ mađurinn sé sjálfur nafli alheimsins sést ekki í ţessum orđum. Trúleysi leiđir ekki til ţess ađ menn líti á sig sem nafla heimsins en kristin trú gerir ţađ. Samkvćmt kristni skapađi Guđ heiminn međ manninn í huga í ţeim tilgangi ađ eiga samfélag viđ hann.

Ţađ er alţekkt ađ kirkjan barđist hatrammlega gegn Kóperníkusi og Galíleó og síđar Darwin vegna ţess ađ uppgvtötanir ţeirra fjarlćgđu manninn úr miđju alheimsins. Ţađ var í andstöđu viđ grundvallar guđfrćđihugmyndir hennar, en samkvćmt henni var mađurinn í brennidepli í sköpuninni. Heimili hans, jörđin, var í miđjum alheiminum.

Í sköpunarsögunni (1. Mósebók, fyrsta og öđrum kafla) er fókusinn á sköpun mannsins, sem var skapađur í Guđs mynd, hvorki meira né minna. Fyrir manninn voru hin dýrin búin til, og ađ lokum var fyrsta konan sköpuđ handa fyrsta karlinum. Guđ skapađi manninn til ađ drottna yfir fiskum sjávarins, fuglum lofstins, búfé, villidýrum, allri jörđinni, og öllum skriđdýrum sem skríđa á jörđinni.

Raunar er mađurinn svo mikill nafli heimsins í kristni ađ guđ sjálfur gerđist mađur og dó á krossi til ađ bjarga manninum frá syndum hans. Ţessar gođsagnir ýta mun fremur undir ţá hugmynd ađ mađur sé sjálfur nafli heimsins.

Sindri Guđjónsson 02.09.2015
Flokkađ undir: ( Kristindómurinn , Messurýni )