Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

900 ár af umburðarlyndi og frelsi kristins siðar

Mynd af peningum

Sumir eiga erfitt með að horfast í augu við fortíð sína. Þetta virðist sérstaklega há klerkum landsins. Einn þessara klerka er Gunnlaugur Stefánsson, en nýlega lét hann eftirfarandi orð falla í predikun:

Hér á landi hefur kristinn siður alltaf byggst á umburðarlyndi og frelsi, ekki á boðum og bönnum eða undirgefni og hlýðni.

Umburðarlyndi og frelsisást kristinna manna á Íslandi var í níuhundruð ár á þá leið að þeir bönnuðu mönnum að vera annarrar trúar. Í meira en fimm aldir umbáru kaþólikkar enga aðra og eftir það umbáru lútherstrúarmenn enga aðra í meira en þrjár aldir. Svo einfalt er það.

Kristinn siður lútherstrúarmanna endurspeglaðist í lagabálki þeirra sem byggðist á biblíunni, Stóradómi. Í krafti þeirra umburðarlyndu laga var konum drekkt á Þingvöllum. Einnig áttu þessir umburðarlyndu kristnu menn það til að brenna menn fyrir guðlast.

Fullyrðing Gunnlaugs er einfaldlega sögufölsun. Kristinn siður á Íslandi hefur þvert á móti lengst af einkennst af kúgun, umburðarleysi og einræði kristinnar trúar.

Hjalti Rúnar Ómarsson 12.03.2015
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?