Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ríkiskirkjan er ekki lýðræðisleg

Mynd af Dómkirkjunni og Alþingi

Kirkjan er sjálfstætt, opið og lýðræðislegt trúfélag – með samninga við ríkið.

Svona hljómar hógvær lýsing á heimasíðu ríkiskirkjunnar. Við höfum áður bent á að Þjóðkirkjan er ekki sjálfstæð, en er hún lýðræðileg?

Ríkiskirkjan hefur sitt eigið löggjafarþing, Kirkjuþing. Framkvæmdarvald kirkjunnar, kirkjuráð, er svo valið af Kirkjuþingi. Á Kirkjuþingi, sitja 29 manns með atkvæðarétt. Af þeim eru 12 fulltrúar vígðra, það er presta og djákna, og 17 fulltrúar almennings.

Á bak við hvern fulltrúa almennings eru um 11.235 manns. Á bak við hvern fulltrúa vígðra eru um 14 manns[1]. Munurinn á atkvæðavægi almennings og vígðra er um það bil áttahundraðfaldur.

Feneyjarnefnd Evrópuráðsins, sérfræðinganefnd um lýðræðisleg vinnubrögð, mælir með því að mismunur á atkvæðavægi sé ekki meiri en 10% og alls ekki meiri en 15%[2]. Ég held að hún myndi ekki fallast á að þing með áttahundruðföldum mun á vægi atkvæða væri lýðræðislegt.

Þetta væri sambærilegt við að 500 manna hópur fengi úthlutað 25 af 63 sætum Alþingis eða að meðlimir Vantrúar, sem eru eitthvað í kringum 200 manns, fengju úthlutað 12 sætum á Alþingi.

Ríkiskirkjan er því ekki lýðræðisleg.


[1] Samkvæmt Hagstofunni eru ~191.000 manns 16 ára og eldri í ríkiskirkjunni. 191.000/14 = ~11.235. Á kjörskrá fyrir kosningu vígðra manna voru ~160 prestar og djáknar. 160/12 = 13

*191.258 - 16 ára og eldri - draga frá ~160 sem presta og djákna - ~191.000 Á kirkjuþingi sitja 29 fulltrúar, 17 fulltrúar leikmanna og 12 fulltrúar vígðra. 191.000/17 = 11.235 --- 160/12 = 13,33333 --- 84.000%

[2] Sjá umfjöllun Feneyjarnefndarinnar um jafnt atkvæðavægi í skýrslu hennar um réttlátar kosningar

Ritstjórn 09.03.2015
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Þorsteinn Sigurðsson - 11/03/15 18:48 #

Af hverju neituðu þeir að rifta skírnarsáttmála sínum við Helga Hóseas­son - mótmælanda Íslands, þið vitið "sáttmálinn" sem menn eru látnir gangast undir nokkura mánaða gamlir? Gæti verið að í kristniDÓMI felist smá þrælahald og réttlætingar á súrríalískri meðferð á fólki??? "Óréttlætið sem Helgi sagðist þurfa að líða fólst í því að hann gat  ekki fengið kirkju, dómstóla eða annað yfirvald til að rifta skírnarsáttmála sínum. Kirkjan og samfélagið vildu ekki viðurkenna að hann væri ekki lengur bundinn loforðum gefnum við skírn og fermingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðstoð lögfræðings fékk  Helgi aldrei kröfum sínum framgengt." http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/09/06/helgihoseassonlatinn/

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?