Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðfræðiprófessor: Kirkjan er hvorki sjálfstæð né aðskilin frá ríkinu

Mynd af Alþingi og dómkirkjunni

Guðfræðiprófessorinn Hjalti Hugason skrifaði nýlega grein í ritröð guðfræðistofnunar þar sem hann rökstyður að Þjóðkirkjan sé ekki sjálfstæð og aðskilnaður ríkis og kirkju hafi ekki farið fram.

Talsmenn ríkiskirkjunnar eru í mikilli afneitun útaf sambandi kirkjunnar og ríkis. Þegar við í Vantrú eða aðrir í þjóðfélaginu benda á forréttindi hennar og sterk tengsl við ríkið bregðast þeir ókvæða við og saka fólk iðulega um vanþekkingu, dónaskap og fordóma gegn kirkju og kristni. Því er gleðilegt þegar áhrifamaður innan þeirra eigin raða bendir á sömu hluti því varla reyna þeir að afskrifa málflutning hans með sama hætti.

Ekki sjálfstætt trúfélag

Af því sem hér hefur verið sagt má ráða að þrátt fyrir upphafsmálsgrein þjóðkirkjulaganna er ekki mögulegt að staðhæfa að íslenska þjóðkirkjan sé fyrst og fremst sjálfstætt trúfélag samkvæmt þeim trúarbragðaréttarlega skilningi á kirkjulegu sjálfstæði (autonomy) né í samanburði við önnur trúfélög. Það er þó oft gert í kirkjulegri umræðu hér. (bls 60-61) #

Ábyrgðarhluti að afvegaleiða umræðuna

Hér skal staðhæft að það sé ábyrgðarhluti að afvegaleiða umræðu um tengsl og hugsanlegan aðskilnað ríkis og kirkju hér með því að halda fram að aðskilnaður hafi þegar átt sér stað. (bls. 66) #

Við vonum að talsmenn ríkiskirkjunnar hætti að afvegaleiða umræðuna með því að tala um Þjóðkirkjuna sem sjálfstæða kirkju sem er aðskilin frá ríkinu.

Í ljósi reynslunnar verður þó að teljast afar ólíklegt að skrif Hjalta Hugasonar muni hafa nokkur áhrif.

Ritstjórn 02.02.2015
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?