Það er okkur sönn ánægja að bjóða lesendum upp á Játningaprófið. Prófið var unnið í samvinnu við guðvísindastofnun Háskóla Íslands og kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar. Þetta er örstutt og einfalt 15 spurninga krossapróf sem mælir að hve miklu leyti trú þín er í samræmi við játningar Þjóðkirkjunnar. Veldu einfaldlega það svar sem er næst þinni eigin skoðun.
Til hamingju! Trú þín (ef hún er þá einhver!) er í engu samræmi við játningar ríkiskirkjunnar.
Þú hefur líklega skráð þig úr Þjóðkirkjunni á 16. afmælisdeginum þínum, ef ekki þá ættirðu að drífa í því.
Kíktu endilega á svörin fyrir neðan ef þú vilt sjá hvað játningar Þjóðkirkjunnar eru klikkaðar.
Þú ert alger villutrúarmaður. Lúther hefði ekki hikað við að láta brenna þig á báli.
Ef þú ert skráður í Þjóðkirkjuna, þá ættirðu virkilega að velta því fyrir þér hvort þú ættir ekki að skrá þig úr henni.
Kíktu endilega á svörin hér fyrir neðan ef þú vilt sjá hvað það er mikið af rugli í játningum Þjóðkirkjunnar.
Trú þín er að miklu leyti í samræmi við játningar Þjóðkirkjunnar. Líklega trúirðu ekki því allra klikkaðasta í játningum Þjóðkirkjunnar, en það gera það hvort sem er ekki neinir nema einhverjir forpokaðir “svartstakkar”.
Trú þín er í ótrúlega miklu samræmi við játningar Þjóðkirkjunnar. Þú ert samt ekki fullkomlega rétttrúaður. Þú ættir að ræða það við sóknarprestinn þinn, nema auðvitað að þú sért sóknarpresturinn.
Trú þín er í fullkomnu samræmi við játningar Þjóðkirkjunnar. Þú ert að öllum líkindum Marteinn Lúther eða þá mjög, mjög rétttrúaður, gamaldags lútherstrúarmaður. Þú þarft örugglega ekki að skoða svörin við prófinu, þar sem þú þekkir játningar Þjóðkirkjunnar að öllum líkum utanbókar.
Hér eru rétt svör við spurningunum ásamt tilvísun í viðkomandi játningu Þjóðkirkjunnar:
Rétt svar var: a. “Heilagur andi gengur út úr Guði föðurnum og guði syninum.”
Þetta atriði var eitt helsta guðfræðilega atriðið sem olli klofningi á milli kaþólsku kirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunni á 11. öld. Hvernig þessir spekingar telja sig vita þetta er okkur hulin ráðgáta. Þjóðkirkjan fylgir þeirri kaþólsku og segir að heilagur andi gengur út af föður og syni, en ekki bara syninum, eins og villutrúar-rétttrúnaðarkirkjan heldur fram!
“Og á heilagan anda, Drottin og lífgjafann, sem út gengur af föður og syni.” #
Heilagur andi er ekki gerður og ekki skapaður, og ekki heldur fæddur, heldur útgengur hann af föður og syni. #
Rétt svar var: “c. Sá sem trúir ekki á þrenningarkenninguna hreina og ómengaða eins og hana er að finna í Aþaníusarjátningunni mun ekki geta frelsast og mun án efa glatast að eilífu.”
Þar sem að enginn skilur í raun og veru mótsagnakennda ruglið sem kristnir menn kalla þrenningarkenninguna, má draga þá ályktun að allt mannkynið muni “án efa glatast að eilífu”.
Sérhver sá sem hólpinn vill verða, verður umfram allt að halda almenna trú og sá sem ekki varðveitir hana hreina og ómengaða mun á efa glatast að eilífu. … Sérhver sem ekki trúir henni í einlægni og staðfastlega mun ekki geta frelsast. #
Rétt svar var: “a. Faðirinn er almáttugur. Sonurinn er almáttugur. Heilagur andi er almáttugur. Hve margir eru almáttugir? Einn”
Að gefnu tilefni er rétt að benda á að játningaprófið er guðfræðipróf en ekki stærðfræðipróf.
Á sama hátt er faðirinn almáttugur, sonurinn almáttugur, heilagur andi almáttugur. Þó eru ekki þrír almáttugir, heldur einn almáttugur. #
Rétt svar var: “c. Við endurkomu Jesú munu allir menn rísa upp með líkömum sínum.”
Þjóðkirkjan trúir ekki á upprisu sálarinnar, heldur að fólk muni lifna við með líkömum sínum. Hvert þessir líkamar fara síðan, er ekki alveg jafn ljóst.
Við endurkomu hans munu allir menn rísa upp með líkömum sínum #
Rétt svar var: “a. Hugmynd múhameðstrúarmanna um guð er villukenning.”
Játningar Þjóðkirkjunnar voru samdar fyrir tíma “þvertrúarlegs samtals”.
Þeir fordæma allar villukenningar, sem upp hafa komið gegn þessari grein, svo sem Maníkea, sem kenndu, að tvö væru frumöfl, gott og illt, ennfremur Valentíana, Aríusarsinna, Eunomíana, Múhameðstrúarmenn og alla þeirra líka. #
Rétt svar var: “b. Fólk sem er getið á eðlilegan hátt fæðist með raunverulega synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda.”
Þjóðkirkjan trúir á erfðasyndina.
Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda. #
Rétt svar var: “c. Dauði Jesú var fórn fyrir upprunasyndina og allar verknaðarsyndir manna.”
Guð varð augljóslega að drepa sjálfan sig svo að hann gæti fyrirgefið okkur það að hlýða ekki reglunum hans og að vera afkomendur manns sem var ekki til.
...sannlega píndur, krossfestur, dáinn og grafinn til þess að sætta föðurinn við oss og til þess að vera fórn, ekki fyrir upprunasyndina eina, heldur og fyrir allar verknaðarsyndir manna. #
Rétt svar var: “b. Fullyrðingin “börn verða hólpin án skírnar” er villukenning sem ber að fordæma.”
Það er rétt að benda á að þarna er ekki kennt að öll börn fari beinustu leið til helvítis, heldur er bara fordæmt að fullyrða að öll börn fari beinustu leið til himnaríkis. Samkvæmt skilningi Þjóðkirkjunnar á erfðasyndinni leiðir hins vegar að börn eiga í raun skilið að verða send til helvítis, þannig að guð gæti gert það án þess að hafa gert neitt rangt.
Þeir fordæma endurskírendur, sem hafna barnaskírn og fullyrða, að börn verði hólpin án skírnar. #
Rétt svar var: “c. Við endurkomu Jesú mun hann dæma guðlausa menn og djöfla til eilífra kvala og pínu.”
Þjóðkirkjan trúir á tilvist helvítis. Hún trúir því að Jesús muni senda fólk til eilífra kvala. Vægast sagt ógeðsleg trú.
Guðlausa menn og djöflana mun [Jesús] fordæma, að þeir kveljist eilíflega. Þeir fordæma endurskírendur, sem álíta, að endir verði bundinn á refsingu fordæmdra manna og djöflanna. #
Rétt svar var: “b. Sú hugmynd að guðhræddir menn muni stjórna heiminum á undan upprisu dauðra er fordæmanleg gyðingleg skoðun.”
Hvers vegna þessi hugmynd er “gyðingleg” er ekki alveg ljóst, en “gyðinglegt” er líklega notað í mjög, mjög neikvæðri merkingu.
Þeir fordæma og aðra, sem nú dreifa gyðinglegum skoðunum um, að guðhræddir menn muni á undan upprisu dauðra ná undir sig stjórn heimsins eftir að óguðlegir menn hafa hvarvetna verið yfirbugaðir. #
Rétt svar var: “c. Hvað orsakar synd? Vilji hinna vondu, svo sem djöfulsins og guðlausra manna.”
Aðaljátning Þjóðkirkjunnar var skrifuð áður en guðfræðingar uppgötvuðu að djöfullinn væri bara myndlíking sem hefði engan vilja.
...þá er orsök syndarinnar samt sem áður vilji hinna vondu, svo sem djöfulsins og guðlausra manna,.. #
Rétt svar var: “b. Fólk án heilags anda er undir valdi djöfulsins, sem rekur það til margvíslegra synda, til óguðlegra skoðana og til augljósra glæpa.”
Fordóma Þjóðkirkjunnar gegn trúlausu og ókristnu fólki er einnig að finna í játningum hennar:
Því að án heilags anda eru hæfileikar manna fullir af óguðlegum ástríðum og of veikir til að geta unnið góð verk frammi fyrir Guði. Auk þess eru þeir undir valdi djöfulsins, sem rekur menn til margvíslegra synda, til óguðlegra skoðana, til augljósra glæpa, svo sem augljóst er meðal heimspekinganna, sem að vísu reyndu að lifa heiðarlegu lífi, en gátu það samt ekki, heldur ötuðu þeir sig mörgum augljósum glæpum. Slíkur er breyskleiki manns, þegar hann er án trúar og án heilags anda og stjórnar sjálfum sér með mannlegum kröftum sínum. #
Rétt svar var: “a. Þegar þú ferð á fætur á morgnana, þá áttu að signa þig með hinu helga krossmarki, krjúpa svo og fara með trúarjátninguna og Faðir vor. Ef þú vilt, þá máttu láta smábæn fylgja.”
Í Fræðunum minni er einnig að finna leiðbeiningar um kvöldbænir, bænir á undan og eftir máltíð og leiðbeiningar um “hvernig eigi að kenna fáfróðu fólki að skrifta”.
Þá er þú á morgnana rís úr rekkju, áttu að signa þig með hinu helga krossmarki og segja: Í nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda. Amen. Því næst (mælirðu fram) krjúpandi eða standandi trúarjátninguna og Faðir vor. Ef þú vilt, getur þú bætt þessari smábæn við: #
Rétt svar var: “a. Hvað gagn gerir skírn? Hún veldur fyrirgefningu syndanna, frelsar frá dauðanum og djöflinum.”
Næst þegar prestur segir þér að skírn hafi ekkert með synd að gera, þá skaltu benda á hann og öskra “villutrúarmaður”.
Í öðru lagi: Hvað gefur eða gagnar skírnin? Svar: Hún veldur fyrirgefningu syndanna, frelsar frá dauðanum og djöflinum og gefur eilífa sáluhjálp öllum, sem trúa því, eins og orð Guðs og fyrirheit hljóða. #
Rétt svar var: “b. Eiginkonur eiga að vera undirgefnar eiginmönnum sínum.”
Þegar þessi játning Þjóðkirkjunnar, Fræðin minni, var skrifuð, 1500 árum eftir dauða Jesú, höfðu kristnir enn ekki “uppgötvað” að Jesús boðaði jafnrétti kynjanna.
Fyrir eiginkonur: Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eiginmönnum yðar eins og það væri Drottinn, eins og Sara hlýddi Abraham og kallaði hann herra, og börn hennar eruð þér orðnar, er þér hegðið yður vel og látið ekkert skelfa yður. (1Pt 3.1, 6; Ef 5.22). #
þetta er nú meira bullið, vantrúar ofstæki eiginlega.
"Hvaða tegund", spurningarnar byggjast algerlega á játningum Þjóðkirkjunnar, eins og þú sérð á svörunum sem birtast þegar þú svarar prófinu.
Mér finnst mjög dónalegt hjá þér að kalla játningar Þjóðkirkjunnar "bull" og "steik" :l
Ég tek undir með manninum hér að ofan.Hvaða steik skrifaði þessar spurningar? Mig langar til að fræða vantrú á því að Íslenska þjóðkirkjan hefur ekkert með kristna trú að gera. Jesú var ekki með einn einasta lærisvein, sem þurfaling á ríkinu eins og þjóðkirkjuprestarnir eru.Menn eru þjónar þeirra sem borga þeim launin.Þannig að það gefur auga leið að þjóðkirkjuprestar eru Ríkisstarfsmenn en ekki þjónar Guðs.Svo er annað og það er það að trú og trúarbrögð eru löngu orðin algerlega sitt hvort.Menn eru að blanda allskonar bulli í trúarbrögðin sem Jesú hefur aldrei beðið neitt um.Og það er það sem ruglar alltof marga í ríminu. Að lokum : Ef þú játar með munni þínum og trúir í hjarta þínu að Jesú sé Drottinn og að Guð= Heilagur andi, hafi vakið hann upp frá dauðum muntu hólpinn verða. Flóknara er það ekki. Steindór Sigurðsson
Ég er með mína barnatrú, eins og sagt er , en ekki sérlega fróður um trúmál eða Biblíuna. Þetta próf er hannað svo vantrúarliðið fái út úr því það sem það vill. Eftir að hafa skoðað þetta "próf" hef ég enn minna álit á Vantrú og var það ekki mikið fyrir. (raunar ekkert)
Þetta próf er hannað svo vantrúarliðið fái út úr því það sem það vill.
Gunnar, þetta próf er hannað til þess að athuga hvort að trú þín sé í samræmi við játningar Þjóðkirkjunnar.
Ef að þú fékkst mjög lágt út úr því þá satt best að segja virkaði prófið, því að "barnatrú" er líklega í 99% tilvika í engu samræmi við játningar Þjóðkirkjunnar.
Viltu kannski upplýsa okkur um hvað þú fékkst mörg rétt?
Ég hefði viljað sjá fleiri spurningar tengdar menningu okkar. Þó ég sé ekki í þjóðkirkjunni þá er ég alin upp hér á landi og sumt er bara tengt því hvernig við lifum lífinu eins og t.d. jólin. Ég lifi í samfélagi sem er litað af þjóðkirkjunni og kýs að aðlaga mig að samfélaginu þó ég taki ekki þátt í starfi kirkjunnar, gæti trúað að það væru fleiri í sviðuðum sporum. Ef það hefðu verið önnur trúarbrögð hér jafn afgerandi er ég viss um að þau hefðu haft svipuð áhrif á líf okkar.
Ég lifi í samfélagi sem er litað af þjóðkirkjunni...
Ég held að það sé alveg jafn mikið í hina áttina, að Þjóðkirkjan sé lituð af samfélaginu. Besta nýlega dæmið um þetta er auðvitað viðhorfið til samkynhneigðra, þar sem þjóðfélagið var langt á undan Þjóðkirkjunni. Annað dæmi er kvenréttindi. Þjóðkirkjan hefur auðvitað haft áhrif en þau fara dvínandi.
Þetta próf gengur út á kenningar kirkjunnar.
Ég hefði viljað sjá fleiri spurningar tengdar menningu okkar.
Sólveig, prófið gekk út á játningar Þjóðkirkjunnar. Þær tengjast bara menningu okkar að ég held afskaplega lítið, t.d. er held ég ekkert minnst á jólin :(
Prófaðu endilega að kíkja á játningarnar.
hef skrad mig þjóðkirkjunni fyrir nokkrum árum en flutti til Noregs 2013 og fretti að þjóðkirkjan skráir alla Íslendinga flutta til Noregs aftur í Þjóðkirkjuna og þjóðkirkjan Íslenska hér í Noregi fær pening fyrir hvern og einn Íslending og þar af leiðandi fyrir mig og ég sem skráði mig úr kirkjunni
Þetta er fínt. Gott til umhugsunar.
Fékk: Þú fékkst 0 rétt svör. Þú ert alls ekki þjóðkirkjukristin/n!
Ég hef alltaf verið jákvæð í garð þess að hafa þjóðkirkju fyrir sáluhjálp og sem fallega umgjörð um útfarir og þvílíkt.
Hjá þjóðkirkjunni er kominn tími á endurskoðun á biblíuskýringar og "trú" út frá því.
Kannski, hér á höfuðborgarsvæðinu, að hið nýja aðalhof Ásatrúarmanna sem á að rísa á árinu geti tekið við hlutverkinu að hluta til, a.m.k. hvað varðar umgjörð um útfarir oþl.
Kv. Björg
Get ómögulega svarað könnuninni.
Hefði viljað sjá meira hlutlausari svarmöguleika, eins og til að mynda við spurningunni:
Heilagur andi gengur út úr:
Sem ég hefði valið að svara:
Hugarheimi manna
Í stað:
Heilagur andi gengur ekki úr neinu!
Árni Svanur Daníelsson, ríkiskirkjuprestur, upplýsir okkur um að ekki ber að taka játningar ríkiskirkjunnar bókstaflega:
Eitt svar rétt, aðeins eitt. Kemur mér ekki á óvart. Ég trúi á Guð, verndarengla og kærleika. Las Biblíuna nokkrum sinnum, og eins og allar bækur um trúmál sem ég les, gagnrýndi ég hana, hafnaði mörgu, en líkaði einnig mjög vel við margt og gerði að mínu. Kærleiksboðskapur Jesú hitti mig beint í hjartastað, á meðan blaðrið um syndir, helvíti, djöful, villutrú og þess háttar átti ekki upp á pallborðið hjá mér. Mér er gefinn eins og öllum mönnum, guðlegur neisti (sál), frjáls vilji, vit og skilningur á því að greina milli góðs og ills. Kærleikur er mitt æðsta markmið og ég trúi ekki á nein "dómaraöfl" sem koma til með að dæma mig eftir líf mitt hér á jörðu. Trúi á líf eftir dauðann, og ég sjálf mun fara yfir mitt líf og "meta" hversu vel mér gekk. Verndarengill minn mun leiðbeina mér þegar ég met mitt líf, en hann mun aldrei dæma það eða meta sjálfur, því það væri brot á mínum frjálsa vilja. Þjóðkirkjutrúrækin? Tja, það tel ég harla ólíklegt, er bísna ánægð með mína kærleiksríku Guðstrú.
Sigríður, höfuðjátning Þjóðkirkjunnar fordæmir sérstaklega þá sem afneita því að fólk muni kveljast að eilífu í helvíti.
Þannig að það kemur mér ekki á óvart að "kærleikstrúin" þín passi ekki við játningar ríkiskirkjunnar.
Er þetta próf ekki bara grín? Ég tók prófið og fékk út að ég væri algjör villutrúarmaður Er samt skráður í þjóðkirkjuna og ætla að vera það áfram. Trúi að Jesús Kristur hafi dáið á krossi fyrir alla menn, líka þá sem eru skráðir í félagið VANTRÚ
Er þetta próf ekki bara grín? Ég tók prófið og fékk út að ég væri algjör villutrúarmaður...
Páll, hefurðu íhugað að út frá játningum Þjóðkirkjunnar ertu að öllum líkindum villutrúarmaður?
Páll: Trúi að Jesús Kristur hafi dáið á krossi fyrir alla menn, líka þá sem eru skráðir í félagið VANTRÚ
Einn þekktasti texti Biblíunnar stangast á við þessa trú.
Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Veit ekki allveg hvað þú meinar. En hef allavega ekki verið brenndur á báli enn sem komið er.
En þetta vil ég segja:
Í 1 Tímóteusarbréfi 2. kafla 3 versi segir: " þetta er gott og þóknanlegt Guði, frelsara vorum sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum." Hugmyndin um vítiskvalir í Helvíti fyrir þá sem ekki trúa er ekki komin úr frumkristni heldur er kenning sem kom inn í kristindóminn síðar úr heiðni.Þú getur bara lesið þér til um þetta á netinu. Guð er góður og kærleiksríkur Guð Það ætti að vera takmark kristinna manna að sigra illt með góðu. Þess vagna sagði Kristur. Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim
Hugmyndin um vítiskvalir í Helvíti fyrir þá sem ekki trúa er ekki komin úr frumkristni heldur er kenning sem kom inn í kristindóminn síðar úr heiðni
Hugmyndir um eilífar kvalir fólks í helvíti voru nú vel þekktar innan gyðingdómsins. Ég hef nú skrifað grein um þetta hér á Vantrú: Helvítis vesen.
En prófið hérna gekk út á það að mæla hvernig trú þín passar við játningar Þjóðkirkjunnar og ef þú kíkir á svörin sem fylgja prófinu, þá sérðu að í játningunum er kennt svart á hvítu að fólk muni kveljast og pínast að eilífu í helvíti.
Sæll Aftur Hjalti!
Þú ert eitthvað að misskilja hlutina. Kristindómur og Gyðingdómur er ekki sami hlutur. Til að mynda trúa ekki allir Gyðingar að Jesús sé Messías. Það er rétt að þessar hugmyndir um helvíti hafi verið þekktar innan gyðingdómsins en ég var að tala um frumkristni. Játningar kirkunnar eru fimm talsins. Hvar í þeim stendur að fólk muni kveljast og pínast að eilífu í helvíti?
Páll, punkturinn er sá að frumkristni tók hugmyndir um helvíti beint upp úr gyðingdómi, en ekki "síðar úr heiðni".
Hérna er þetta, 17. grein Ágsborgarjátningarinnar:
Guðlausa menn og djöflana mun [Jesús] fordæma, að þeir kveljist eilíflega.
Þeir [höfundar játningarinnar] fordæma endurskírendur, sem álíta, að endir verði bundinn á refsingu fordæmdra manna og djöflanna.
Til gamans má geta að á þýskunni er talað um "kvöl og pínu" ef ég man rétt.
Hvar talar um helvíti í þessari játningu? í hverju er þessi kvöl fólgin? Gæti það verið að hún sé fógin í því að vera án kærleika Guðs?
Hugmyndin um helvíti er ekki rétt biblíuleg kenning. Hún kom síðar inn. Það er of langt mál að fara í það hér. Málið er að Kristur dó á krossi fyrir alla menn
Eigðu góðan dag
Hvar talar um helvíti í þessari játningu? í hverju er þessi kvöl fólgin? Gæti það verið að hún sé fógin í því að vera án kærleika Guðs?
Það er rétt hjá þér að orðið "helvíti" er ekki notað þarna, en það er talað um "eilífar kvalir" og "eilífa refsingu". Í Aþaníusarjátningunni er svo talað um "eilífan eld":
Jesús líkti því nú við það að vera sendur í dýflissu til að verða pyntaður. Eflaus var hann að hugsa um "að vera án kærleika Guðs".
Auðséð á öllu að hér er um vantrúað fólk að ræða sem semur spurningarnar....því eru margar þeirra útí hött !!!!! GUÐ eru þríheilagur - og hafinn yfir okkur sem teljumst mannlegir !!og yfir hafinn yfir svona fordóma og eins og hér koma fram í spurningunum "trúleysingjanna" , sem.... ef er öllu á botninn hvolft eru trúaðir ---- en þykjast einhvað annað, af því þaðer í TÍSKU núna. !!!.
spurningarnar....því eru margar þeirra útí hött
Eru það þá ekki játningar Þjóðkirkjunnar sem eru út í hött?
T.D. spurning númer 13 er svona:13. Þegar þú ferð á fætur á morgnana, þá áttu að: Mitt svar við þessari spurningu er: Þegar Ég fer á fætur á morgnana þá býð ég Heilögum anda góðan daginn. Eins og ég geri reyndar við alla sem ég hitti á morgnanna. Þetta geri bara eins og ég býð öllum öðrum góðan dag á morgnanna. "Ekkert sérstakt "trúarritual" í kringum það. En þetta svar er ekki í boði á þessum spurningarlista. Steinðór Sigurðsson.
Ágsborgarjátningin er að ég best veit frá 1530, ekki beint nein frumkristni á ferðinni þar. Þar sem helvíti er eitthvað sem Gamla Testamentið fjallar lítið sem ekkert um þá segja flestar heimildir að gyðingdómur hafði lítið um eftirlífið að segja, hvort sem um ræddi hina guðhræddu eða aðra.
Wikipedia fjallar um þetta ágætlega að ég get best séð: http://en.wikipedia.org/wiki/Hell
Svo, ég er engann veginn að kaupa það að kristnir tóku hugmyndina um helvíti og eilífar þjáningar frá gyðingdómi.
Annars finnst mér þetta ágætisgrein að því leiti að það er full ástæða fyrir Þjóðkirkjuna að uppfæra sína trúarjátningu til að endurspegla hvað menn innan hennar eru sammála um.
Þar sem helvíti er eitthvað sem Gamla Testamentið fjallar lítið sem ekkert um þá segja flestar heimildir að gyðingdómur hafði lítið um eftirlífið að segja,...
Mofi, það eru rit skrifuð af gyðingum fyrir tíma kristni sem minnast klárlega á helvíti. Sjáðu til dæmis þetta vers úr Júdítarbók (sem er meira að segja í biblíu flestra kristinna manna í heiminum):
Vei heiðingjunum sem rísa gegn þjóð minni. Almáttugur Drottinn mun refsa þeim á degi dómsins. Hann mun senda eld og orma í líkama þeirra. Þeir munu veina/gráta af kvöl um eilífð. (Júdítarbók 16:17)
En gaman að þér líkaði við prófið. :)
Það sem mér finnst merkilegt við viðbrögð trúaðra hérna er að þeir eru fúlir út í Vantrú fyrir... ég veit eiginlega ekki hvað.
Réttu svörin eru upp úr þeim játningum sem ríkiskirkjan byggir á. Þetta eru þær játningar sem prestar kirkjunnar gangast undir þegar þeir taka embætti og eru grundvallaratriði kristinnar trúar.
Svona er sú trú sem kirkjan ykkar byggir á. Við erum ekki að búa þetta til, þetta er svona. Ef ykkur líkar illa við þetta þá er það varla okkur að kenna. Ef ríkiskirkjan byggir ekki á þessum kenningum lengur þá er það varla Vantrú að kenna. Ef kirkjan vill meina að þetta eigi ekki lengur við þá á hún sjálf að koma fram með nýjar kenningar og hætta að predika gamla dótið. Þá verður hún reyndar að aftengja sjálfa sig frá sínum kenningalega grunni en aftur, það er varla vandamál Vantrúar.
Gleðilega Páska.Ég hef fylgst með og lesið það sem skrifað er á síður Vantrúar og ég á svolitið erfitt að festa það í höfðinu að grimmd meðlima Vantrúar endurspeglist í öllum skrifum en ekkert jákvætt. Samkynhneigðir eru mönnum hugleiknir en vegna genagalla í fæðingu verða þeir svona ográða ekkert við það.Frá örófi alda reyndu feður að berja þessa ótugt úr börnum sinum sem haldin voru þessum galla og hann grasserar meðal araba sjálfra en þar bjó ég í eitt ár 1975 og komst að ýmsu þá fyrir bæði kynin.Err ekki rétt að milda svolitið ágang á þennan þjóðfélagshóp sem hefur reynst öflugur á menntaveginum því ekki getum við vísað þeim úr landi og þá er fátt annað en að leyfa þeim að vera afskiptalausum? Þetta finnst mér
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.
Björn Friðgeir - 26/01/15 20:41 #
Vantar ekki svolítið hlaðborðskristnimöguleika í hverja spurningu?