Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þrír sinnum tveir plús einn

Mynd af brosandi fólki

Við hjá Vantrú höfum fylgst af andakt með fræðigreinum um talnaspeki sem hafa birst reglulega síðustu vikur á Pressunni. Það fer ekki hjá því að hugmyndir okkar um að ekki sé mikið varið í fræðilegan hluta prestnámsins hafi heldur betur verið reknar rakleiðis beint ofan í kokið á okkur. Allavega sex sinnum. Eða fimm.

Í nýjustu grein sinni gerir hámenntaður prestur grein fyrir tölunni sex. Hann bendir, réttilega, á að hún hljóti að vera tala hins illa, því það vanti einn upp á töluna sjö, sem, eins og allir vita, er tala fullkomnunarinnar. Það finnur ekki hver sem er út úr því að sexeinum minna en sjö.

Reyndar hlýtur talan fimm að vera enn frekar tala hins illa því hana vantar heila tvo upp á fullkomnunina, eða tvöfalt meira en sex. Við höfum fullan skilning á því að guðfræðingurinn hafi veigrað sér við að fjalla um svo djöfullega tölu. Enda brenndi hann sig heldur betur illa á að fjalla um töluna fjóra, sem er þrefalt illkvittnari en talan sex. Það skiptir engum togum að klerkur ruglaðist í barnaskólamargföldunartöflunni og hélt að 4 x 4 væri 12. Slíkur er máttur hins illa.

Það segir sig væntanlega sjálft að umfjöllun um töluna sjö verður ekkert minna en fullkomin þegar þar að kemur. Þannig að við hér á Vantrú höldum vart vatni yfir spenningi að bíða eftir umfjöllun um töluna átta. Einum meira en fullkomnunin sjálf. Getur mannlegur máttur yfirleitt fjallað um svona tölu?

Ritstjórn 04.09.2014
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Tinna - 04/09/14 15:04 #

"Allt eru þetta að sjálfsögðu ekkert annað en getgátur."

...hann hlýtur að eiga við guðfræði almennt...

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?