Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Minni ríkiskirkjuáróður á Rás1

Mynd af merkjum ríkiskirkjunnar og Rásar1

Rúv og Vísir greina frá því að ákveðið hefur verið að hætta með morgunbænir, Morgunandakt og Orð kvöldsins á Rás1 í vetur. Við í Vantrú fögnum þessum breytingum. Ríkið á að vera veraldlegt, það er ekki hlutverk þess að standa fyrir bænahaldi í ríkisreknum fjölmiðli, útvarpi allra landsmanna.

Hjálplegar athugasemdir

Ef morgunbænirnar, Morgunandakt og Orð kvöldins eru svona mikilvægir dagskrárliðir ætti að vera lítið mál fyrir ríkiskirkjuna, sem fær milljarða á ári frá ríkinu, að setja efnið á netið. Hún er með sérstakan vefprest á launaskrá og heldur út krúttlegri heimasíðu sem gengur út á að miðla efni sem þessu. Ekki má gleyma Facebook síðu kirkjunnar þar sem mannakorn og önnur speki birtast reglulega.

Ef allt þetta nægir ekki getur hún reynt að koma efninu á einkareknar útvarpsstöðvar, til dæmis kristnu útvarpsstöðina Lindina eða Útvarp Sögu. Það eru ótal leiðir fyrir kirkjuna að koma þessu efni á framfæri.

Ef það gengur ekki eiga þau bara að sleppa þessu. Getur fólk virkilega ekki beðið bænir í einrúmi? Þetta ku víst vera samtal milli einstaklings og almættisins. Hvaða vit er í að útvarpa slíku efni, að hlustendur liggi á hleri þegar einhver einstaklingur á í þessu samtali.

Sunnudagsþátturinn

Samkvæmt dagskrárstjóra Rásar 1 á í staðinn að koma nýr þáttur:

...í staðinn verður efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag.

Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hefur orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú. Markmiðið er að efla umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni og um leið að beina sjónum hlustenda að gildi trúarlífs í menningu okkar og samfélagi. #

Við vonum innilega að þessir þættir verði ekki einhliða áróðursþættir ríkiskirkjunnar eins og til dæmis hin svokallaða “morgunandakt" var oft á tíðum. Þetta var til dæmis innihald morgunandaktarinnar í eitt skiptið:

Dagskrárstjórinn sagði að markmið nýja þáttarins væri að efla "umræðu” um trúmál en oftar en ekki er um einræðu ríkiskirkjufólks að ræða. Við í Vantrú erum auðvitað reiðubúin til að veita mótvægi við einhliða umfjöllun ríkiskirkjufólks.

Forréttindablindan

Eins og alltaf þegar tálga á flís af forréttindum kirkjunnar mun trúfólk kveina yfir því að verið sé að þagga í trúfólki og ráðast á kristni. Einnig verður settur þrýstingur á þartilgerð yfirvöld vegna ákvörðunarinnar og reynt með frekju og ofstæki að fresta henni. Þannig hefur kirkjan hingað til hagað sínum ráðum og þannig mun hún starfa áfram.

Þetta er forréttindablinda þeirra sem alltaf hafa fengið sitt fram. Það blasir við að það er ekki eðlilegt að ríkiskirkjan og kristni njóti forréttinda umfram aðra. Kristindóminn geta kristnir sótt óhindrað hjá hinum ýmsu kristnu trúfélögum.

Næsta skref útvarpsins verður vonandi að hætta að útvarpa beint úr helgiathöfnum kristinna á sunnudögum. Prestar hafa verið óhræddir við að nota þann vettvang til að verja forréttindi sín og ríkiskirkjunnar.

Ritstjórn 15.08.2014
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/08/14 10:46 #

Það er dálítið áhugavert að fylgjast með umræðum um þetta mál. Margir nýta tækifærið til að drulla hressilega yfir Vantrú. Sumir virðast á móti breytingunum einungis vegna því að Vantrú og aðrir trúleysingjar fagna þeim, óbeitin á trúleysingjum sem tjá sig er slík.

Í fyrsta lagi er vert að geta þess að Vantrú hefur enga aðkomu að málinu aðra en að fagna þessum sjálfsögðu breytingum. Við höfum örugglega bent á það áður að tengsl ríkiskirkju og ríkisútvarps séu óviðeigandi. Þau minnka reyndar ekki mikið við þessa breytingu, aukast jafnvel.

Margir eru uppteknir af því að þetta komi illa við gamalt fólk. Sjaldan er það reyndar gamalt fólk sem heldur því fram. Auðvitað er eldra fólk misjafnt, sumt hefur áhuga á þessu efni, annað ekki. Og það verður alltaf til gamalt fólk.

Furðulega margir eru íhaldssamir og einfaldlega á móti breytingum, sama hverjar þær eru. Rás1 verður auðvitað að fá að þróast í takt við mennina og menninguna.

Mér langar að benda á einn möguleika í viðbót fyrir áhugafólk um dreifingu á bænum. Hægt er að nýta þjónustur sem hringja sjálfkrafa í fjölda fólks og lesa skilaboð. Þannig væri einfaldlega hægt að hringja í þá sem eftir því óska og lesa bæn dagsins. Kostnaður við slíkt ætti ekki að íþyngja ríkiskirkjunni eða þeim sem þjónustuna vilja.


Valur Arnarson - 15/08/14 12:08 #

Sæll Matti,

Ég er fylgjandi breytingunum og er reyndar skoðanabróðir ykkar hvað ríkiskirkjuna varðar. Finnst að það þurfi aðskilnað hið fyrsta. Þetta er réttindamál og ósanngjarnt að allir borgi fyrir það sem sumir nota. Það á auðvitað við um fleira heldur en kirkjur, það sama gildir auðvitað um ríkisútvarpið sjálft. Það er að mínu mati barn síns tíma og mætti alveg selja það - en það er kannski efni í aðra umræðu.

Mbkv. Valur

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?