Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Svartstakkur á Hinsegin dögum

Mynd úr Fréttablaðinu

Um helgina mun Gleðigangan fara fram. Þá verður messu ríkiskirkjunnar einnig útvarpað á Rás 1. Ríkiskirkjan mun halda upp á Hinsegin daga með því að bjóða upp á útvapspredikun frá presti, Magnúsi Björnssyni, sem var einn af þeim prestum sem tafði setningu einna hjúskaparlaga um nokkur ár og mismunar fólki í starfi sínu eftir kynhneigð.

Prestastefna 2007

Ein hjúskaparlög voru sett árið 2010, en nokkum árum fyrir það var ríkiskirkjan eina hindrunin fyrir setningu þeirra. Á prestastefnu 2007 var hópur 40 presta og guðfræðinga þreyttur á því að bíða eftir kirkjunni og lagði fram tillögu á þá leið að trúfélögum yrði heimilt að annast hjónavígslu samkynheigðra.

Eins og sést á myndinni sem fylgir þessari grein, þá var sú tillaga felld, með 64 atkvæðum gegn 22. Í fundargerð prestastefnunnar sést að Magnús Björnsson tók til máls:

Sr. Magnús Björn Björnsson. Hann talaði um andstæð sjónarmið varðandi þessi mál og við yrðum að vera sammála um að vera ósammála. Hann taldi sig ekki getað gefið saman samkynhneigða.

Það er því ljóst hvernig Magnús kaus, hann var einn af þessum 64 prestum sem barðist gegn einum hjúskaparlögum.

Ríkisstarfsmaður sem mismunar

Eins og fram kemur í fundargerðinni, þá telur Magnús sig “ekki getað gefið saman samkynhneigða", en í könnun á afstöðu ríkiskirkjupresta til hjónavígslu samkynhneigðra sem 24 Stundir framkvæmdi sést að hann var ekki einu sinni tilbúinn til þess að staðfesta samvist þeirra:

Könnun úr 24 Stundum

Magnús Björnsson neitar sem sagt fólki um þjónustu sem hann veitir, hjónavígslu, ef það er samkynhneigt. Og sem prestur ríkiskirkjunnar þá er hann opinber starfsmaður, starfsmaður ríkisins.

Og þessi ríkisstarfsmaður er fenginn til þess að boða trú sína í ríkisútvarpinu um helgina.

Ritstjórn 08.08.2014
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Jón Valur jensson - 23/04/15 18:49 #

Að sjálfsögðu var sr. Magnús Björn Björnsson í fullum rétti –– í ljósi kenningar Nýja testamentisins og vígsluheitis síns –– að hafna því að gefa saman einstaklinga af sama kyni; slíkt er bannað í kristni, og einhvern tímann rekur að því, að ráðandi aðilar Þjóðkirkjunnar átta sig á því.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 23/04/15 19:21 #

Þú upplýsir okkur fáfróða kannski hvar þetta bann við að gefa saman einstaklinga af sama kyni er skilgreint "í kristni"?

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?