Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Yfirboð í mannfyrirlitningu

Mynd af Kóraninum

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar bar mikið á hvers kyns áróðri gegn múslimum í framhaldi af umræðu um byggingu nýrrar mosku í Reykjavík.

Svo því sé haldið til haga þá geng ég út frá því að flestir múslimar séu friðsamir og vilji einfaldlega fá að hafa sína trú í friði. Mín vegna mega þeir hafa sína mosku og á meðan önnur trúfélög fá lóðir fyrir aðstöðu sé ég ekki annað en að þeir verði að njóta sömu "kjara". En auðvitað eiga trúfélög ekkert að njóta sérkjara að þessu leyti. Það er aftur önnur saga.

Einstaka múslimar virðast þó vera að reyna að "trompa" eða "yfirbjóða" þá sem töluðu gegn þeim í aðdraganda kosninganna.

Viðtal við einn talsmann múslima á Íslandi birtist í DV í gær.

Mannfyrirlitningin, fordómarnir, hvatning til mismunar eru með ólíkindum. Þetta er ekkert annað en hatursáróður. Allt í nafni trúarinnar.

Trúarleiðtogar hafa ekki frítt spil til fordóma þó þeir tali í nafni trúarinnar.

Það verður víst hver að fá að hafa sínar skoðanir þó heimskulegar séu. En ég hef enga þolinmæði fyrir boðun þeirra.


Mynd fengin hjá Beshr O

Valgarður Guðjónsson 20.06.2014
Flokkað undir: ( Íslam )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/06/14 18:09 #

Það er alltaf jafn stuðandi þegar trúarleiðtogar* opinbera karlrembu, fordóma gegn samkynhneigðum eða stuðning við ofbeldisfullar refsingar.

Ég velti um leið fyrir mér hvort háværustu andstæðingar mosku í Reykjavík séu ekki flestir frekar sammála Salmann Tamimi í þessum málum?

* og aðrir svosem líka!


Haukur Kristinsson - 20/06/14 19:17 #

Tek undur það sem Matti segir. Það er margt kúlulaga (spherical) í okkar heimi og hugarheimi. Ef við stiklum alltaf í sömu áttina, lendum við þar sem ferðin byrjaði. Ef við sjáum nógu vel og langt, sjáum við hnakkann á okkur sjálfum. Þannig er það einnig með trúarbrögð og hugmyndafræði.

Euclidian rúmfræði er takmörkum sett.


Elín Sigurðardóttir - 21/06/14 23:51 #

Ég velti því fyrir mér hvað Þorleifi Gunnlaugssyni, Helgu Þórðardóttur og öðrum þeim sem voru á lista með Salmann Tamimi þyki um þessar skoðanir hans. Ja, eða Ögmundi Jónassyni sem kynnti manninn sem málsvara hófsemdar. Þau þegja öll svo svakalega hátt núna.

http://www.ogmundur.is/annad/nr/7129/


Hanna Lára Gunnarsdóttir - 01/07/14 21:17 #

Vart má á milli sjá hvort er hvimleiðara: 1: Þegar misvitrir stjórnmálamenn reyna að afla pólítískum viðhorfum brautargengis með lýðskrumi eða 2: Árásir á einstaklinga sem benda á þau vandræði sem islam hefur valdið með aukinni útbreiðslu.

Þeir sem sýna fram á með rökum hver hætta stafar af þessum trúarbrögðum umfram flest önnur eiga á hættu útskúfun af hálfu ´pólitískt rétthugsandi' einstaklingum.

Sem fyrr er eins og trúarbrögð og trúaðir einstaklingar séu undanþegin allri gagnrýni.

Uppákoman með svínshausinn var auðvitað alveg fáránleg og rétt hefði verið að draga þann einstakling sem lýsti ábyrgð á hendur sér fyrir dóm - EKKI vegna guðlasts, heldur mengunar. Og til að kóróna verkið aflar svona heimska meðaumkunar og stuðnings við þá og það sem verið er að ráðast á.

Fréttamaðurinn sem ræddi við Tamimi var ekki nægilega undirbúinn. Til að mynda hefði verið snjallt að spyrja um þær lygar og svik sem múslimum er heimilt að nota á okkur: hin trúlausu (sjá Kóraninn 9:3 og 3:54).

Einnig hefði verið hægt að ganga frekar á hann með beittari spurningar um sjálfsmorðsárásir, hvorir hafi rétt fyrir sér: súnní eða shita muslimir, í túlkun á kóraninum, hvers vegna kóraninum er raðað upp eins og gert er, svo nokkur atriði séu nefnd.

Í þessu samhangi er rétt að benda á afar vandaða heimildarmynd: "Islam. What the West Needs to Know" http://www.youtube.com/watch?v=krvCQbzPKiI Þessa mynd ættu allir að skoða. (etv búið að mæla með henni hér.

En meðan að á Íslandi ríkir trúfrelsi verður að leyfa byggingu mosku, svo fremi sem þar verði farið að byggingarlögum og reglugerðum. Klúbbar og félög fá að reisa sín hús og annað hobbí og trú þarf víst líka sína samverustaði, hversu kjánaleg öðrum þykja þau vera.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?