Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Áminning til Biskupsstofu

Mynd af Biskupsstofu

Tímaritiđ Kjarninn birti grein er fjallar um ólögmćt gjöld sem ríkiskirkjan rukkar ađstandendur látinna, en ríkisstofnanir mega ekki innheimta gjöld án ţess ađ ţađ sé lagastođ fyrir innheimtunni. Biskupsstofa vill ekki viđurkenna ađ ţetta sé ólöglegt:

Í bréfi sem Biskupsstofa sendi sóknarnefndunum 20. ágúst síđastliđinn kemur fram ađ Kirkjuráđ líti á Ţjóđkirkjuna sem sjálfstćtt trúfélag og sóknir hennar sem frjáls félög sem ţurfi almennt ekki ađ sćkja heimildir til ríkisvaldsins um starf sitt og gjaldtöku fyrir veitta ţjónustu, sem hverjum sem er sé í sjálfvald sett ađ óska eftir og gjalda fyrir uppsett verđ.

Ríkiđ hefur sett lög um allt á milli himins og jarđar varđandi starf kirkjunnar, t.d. sóknargjöld, laun presta, utanfararstyrk presta, gjaldskrá um greiđslur fyrir aukaverk presta, og svo framvegis. Kirkjan er rekin af framlögum frá ríkinu. Starfsmenn Biskupsstofu, prestarnir og sjálfur biskupinn eru starfsmenn ríkisins.

Ef ríkiskirkjan er virkilega sjálfstćđ, ţá ćtti Biskupstofa ađ berjast fyrir ţví ađ taka hana af ríkisspenanum, svo hún geti sannarlega veriđ sjálfstćđi kirkjudeild. Ţá gćti hún rukkađ eins mikiđ og hún vill fyrir ţjónustu sína. En á međan hún er enn ríkisstofnun, ţá ćtti innanríkisráđuneytiđ ađ sjá til ţess ađ ríkiskirkjan fari ađ lögum.


Sjá nánar: Kirkjumál og skráđ trúfélög og lífsskođunarfélög @ Innanríkisráđuneytiđ

Upprunaleg mynd fengin hjá Hauki Haraldssyni

Ritstjórn 21.02.2014
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú , Ríkiskirkjan )