Í nýlegri athugasemd á Facebook vegg Brynjars Níelssonar tjáði Kristjón Benediktsson sig dálítið um félagið. Óhætt er að segja að Kristjón sé ekki aðdáandi Vantrúar og sagði hann meðal annars:
Það er dálítið fróðlegt að háværustu gagnrýndur Vantrúar hafa yfirleitt ekki haft fyrir því að kíkja á síðu félagsins þó félagið snúist nær eingöngu um þá blessuðu heimasíðu.
Ef Kristjón hefði kíkt á forsíðuna sæi hann væntanlega ekkert "merki félagins" fyrir utan þetta litla lógó sem sést hér en það er einnig notað í stærri útgáfu með greinunum.
Þegar Vantrú byrjaði var notast við kross með bannmerki. Síðar var skipt yfir í þessa skemmtilegu mynd af geimveru á krossi sem félagsmaður teiknaði. Myndin á að vera táknræn fyrir það að Vantrú fjallar ekki bara um kristni og önnur trúarbrögð heldur einnig önnur hindurvitni, geimveran var tileinkuð Erich von Däniken.
Eitthvað fór geimveran fyrir brjóstið á sumum kristnum einstaklingum, séra Þórhallur Heimisson kvartaði mikið undan myndinni og kallaði meðlimi Vantrúar níðinga útaf henni.
Táknmynd ykkar undirstrikar hvílíkir níðingar þið eruð.
Hún er níðingslegur útúrsnúningur á helgasta tákni kristninnar - sýnir vel að þið eruð ekki komnir til að rökræða heldur til að níða niður.
Fleiri hafa dregið Erich fram við ýmis tækifæri og nú er hann væntanlega "siðlaus andstyggð" að mati fylgismanns Brynjars Níelssonar og hugsanlega Brynjars einnig, hann virðist allt í einu hafa orðið mjög viðkvæmur fyrir hönd trúmanna, ætli það sé ekki einhver atkvæði að finna þar.
Brosandi geimveran fékk að víkja árið 2007 til að vernda viðkvæmar trúsálir. Hana er þó enn að finna sem "favicon", auk þess að vera að hluta á nær óvirkri moggabloggsíðu Vantrúar og síðunni biblia.is
Í staðin kom þessi mynd sem ég held að hafi ekki stuðað nokkra sál.
Árið 2011 var skipt yfir í lógóið sem nú er notað.
Það verður spennandi að sjá næstu siðlausu andstyggð Vantrúar. Eitt er ljóst, það skiptir engu máli hversu saklaust það er sem skrifað eða sýnt er á hér á heimasíðu Vantrúar eða hver hugsunin er á bak við skrifin, alltaf munu einhverjir stíga fram og hneykslast gríðarlega og sem betur fer eru sumir stjórnmálamenn, morgunblaðsmenn og aðrir tilbúnir að móðgast fyrir hönd viðkvæmra trúmanna.
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.