Trúað fólk heldur oft að það geti breytt fyrirætlunum almáttugs guðs með því að fara með galdraþulu sem þau kalla bænir.
Þetta fólk galdrar oft fyrir veikum vinum og ættingjum. Nú ef þetta fólk nær ekki bata þá er oft ekki meira spáð í það eða það afskrifað sem hinar leyndardómsríku leiðir hins almáttuga ósýnilega galdrapabba.
En ef galdraþulan virðist ná tilætluðum árangri þá þá berja trúmenn sér oft um brjóst og vilja meina að þarna sé staðfest dæmi um guðsgaldra. Trúfólk tekur oft dæmi um fólk sem lifir af hjartaáföll, heilablóðfall, sýkingar, krabbamein ofl. Þeim finnst þetta vera endanleg sönnun á því að guð sé til. Það fór með galdraþulu til galdrapabba og nokkrum vikum seinna læknaðist manneskjan! Hvað þurfa efasemdarmenn meira til að sannfærast eiginlega?
Tjaaaa... Samkvæmt lögmálinu um mjög stórar tölur þá er í fyrsta lagi tölfræðilega nærri því öruggt að ótrúlega ólíklegir hlutir gerist reglulega. Það er nú einu sinni þannig að í hverri viku vinnur fjöldi fólks í lottói út um allan heim. Vitið þið hversu ólíklegt það er að vinna í lottói? Til að gera sér fyllilega grein fyrir því er hjálplegt að muna það að það er jafn líklegt að handahófskennd talnaröð komi upp og að talnaröðin 1 2 3 4 5 6 komi upp. En þrátt fyrir það vinnur fjöldi fólks í lottói. Þetta er lögmálið um mjög stórar tölur.
En látum sem þetta lögmál sé ekki til. Segjum sem svo að þessar galdrabænir hafi raunverulega áhrif á fyrirætlanir hins almáttuga, alvitra galdrapabba. Hvað segir það um þessa veru? Jú augljóslega hatar hún limlest fólk. Því ég get ekki ímyndað mér að manneskja sem hefur misst alla útlimi vegna jarðsprengju biðji ekki til hvaða guðs sem hún trúir á að láta útlimina vaxa aftur á sig. Ekkert frekar en að manneskja sem er með krabbamein biðji til guðs um að lækna sig.
Það er til fullt af sögum um fólk sem lifði af sérstaklega hættulegan sjúkdóm eða ótrúlega erfiðar aðstæður eins og flugslys. Þá er oft talað um kraftaverk eða mátt bænarinnar. Ef við gefum okkur það að guð lækni fólk að öðru hverju vegna bæna, afhverju læknar hann aldrei limlest fólk? Hvar eru kraftaverkin þegar fótur óx aftur á manneskju? Hatar guð limlest fólk? Getur hann ekki læknað það?
Eins og ég sé það þá þarf trúað fólk að gera upp hug sinn. Annað hvort hafa bænir engin áhrif eða galdrapabbi hatar limlest fólk.
Hvort er það?
Mynd fengin hjá Pekka Nikrus
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
sigmundur - 14/01/14 19:08 #
Limlestir Gydingar gud elskar forhud ekki satt ?