Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Öfug fjölgun í ríkiskirkjunni

Mynd af klerkum

Kirkjuþing ríkiskirkjunnar stendur nú yfir. Þar mun væntanlega margt áhugavert koma fram, enda er kirkjuelítan þarna samankomin til að leggja línurnar. Biskup ávarpaði þingið að venju við setninguna og þar má segja að tóninn hafi verið settur:

Þjóðkirkjan er stærstu samtök fólks hér á landi og þrátt fyrir prósentufækkun hefur einstaklingum fjölgað í henni síðustu ár. #

Biskup fer þarna hreinlega með rangt mál. Hér er þróunin seinustu fimm ár samkvæmt tölum Hagstofunnar:

2009 - 253.069
2010 - 251.487
2011 - 247.245
2012 - 245.456
2013 - 245.184

Einstaklingum í kirkjunni hefur ekki fjölgað eins og biskupinn heldur fram. Þeim hefur fækkað jafnt og þétt á hverju ári síðastliðin fimm ár og helst sú þróun í hendur við að hlutfall landsmanna í kirkjunni er sífellt að minnka. Svona var nú sannleiksástin í setningarræðu biskups, sjáum til hvort þinggestir fari að fordæmi yfirmanns síns næstu daga.

Ritstjórn 17.11.2013
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Svavar Kjarrval - 17/11/13 19:33 #

Árið 2009 hringdi annars og bað um að fá þessa tilvitnun að láni.

Þessi orð biskups hefðu væntanlega geta verið tekin gild árið 2009 því árin undan hafði fækkað hlutfallslega en fjölgað þegar kom að fjölda meðlima.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?