Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Siðmennt sendir þingmönnum bréf

Mynd af boðorðunum tíu

Félagið Siðmennt sendi á dögunum Alþingismönnum opið bréf þar sem það leggur til nokkrar breytingar á löggjöfinni. Það er erfitt að setja sig upp á móti þessum tillögum, og vonandi verða einhverjar þeirra að veruleika, enda er að ræða um mál í anda jafnréttis, trúfrelsis, frelsi einstaklingsins og minni ríkisafskipta. Flestir flokkar Alþingis ættu því að vera sammála þeim grundvallarhugmyndum sem liggja þeim að baki:

  1. Að ríkið hætti skráningu trúar- og lífsskoðana fólks hjá Þjóðskrá og útdeilingu sóknargjalda
  2. Að sjálfkrafa skráningu barna í trú- og lífsskoðunarfélög verði hætt (Varatillaga; sjá lið 1.)
  3. Að þau sem skráð eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga greiði ekki kirkjuskatt (Varatillaga; sjá lið 1.)
  4. Að hafist verði handa við að aðskilja ríki og kirkju
  5. Að kirkjujarðasamningnum frá 1997 (og útfærslu hans 1998) verði sagt upp
  6. Að skylda sveitarfélaga að leggja trúfélögum til ókeypis lóðir verði afnumin með breytingu á lögum um Kristnisjóð o.fl.
  7. Að 125 gr. í almennum hegningarlögum verði felld úr gildi
  8. Að lög um helgidagafrið verði afnumin

Á heimasíðu Siðmenntar er hægt að lesa bréfið, sem inniheldur stutta umfjöllun um hvern lið.

Við tökum undir með Siðmennt enda hefur Vantrú barist fyrir þessum málum frá stofnun félagsins.

Ritstjórn 13.10.2013
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Magnús Ragnar Magnússon - 14/10/13 05:54 #

Vantrú vill boða enga trú, en kristni eða hvaða trúarbrögð sem eru til í heiminum vilja boða sína trú. Þannig hver er munurinn, eru ekki allir að boða sína skoðanir (hvort sé vantrú eða trú)?

Þannig ef á að loka á að fólk segir skoðanir, þá hvar endar allt þetta? eða, ef vantrú vill ekki trúa, þá er það þeirra skoðun; enn ef trúaðir vilja trúa, þá meiga þau ekki hafa skoðanir?

Skrítið???


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 14/10/13 10:27 #

Hvaða rugl er þetta hjá þér Magnús? Auðvitað má trúað fólk hafa og tjá skoðanir. Við eigum það til að gagnrýna þessar trúarskoðanir. Það er hluti af tjáningafrelsinu, skilurðu? Tjá sig, taka undir, gagnrýna, mótmæla o.s.frv. Þó við erum ekki sammála flestu sem trúfólk segir þá þýðir það ekki að við viljum banna trú eða banna trúuðu fólki að tjá sig eða hafa skoðanir. Þið megið tjá ykkur einsog þið viljið. Vinsamlegast, ekki hætta.


Magnús Ragnar Magnússon - 14/10/13 19:49 #

Af hverju vill vantrú ekki að trú sé í skólum og sé kennd, er þetta ekki það sem vantrú vill koma í veg fyrir, að trúaðir mega ekki tjá sína trú í skólum og jafnvel annarstaðar.

Er þetta ekki það sem vantrúaðir segja: "Ef fólk trúir, þá er það að troða skoðanir sínar á okkar skoðanir og það er það sem við (þeir sem kalla sig vantrúaðir) viljum ekki, en þurfum að þola á meðan að trú er til?".

Trú hefur því miður verið til aldir og hefur smitast af fólki sem vill ekki trúa, því margir eru reiðir og vilja kenna trú um vandamál heimsins (þar með þann sem heimurinn kallar "Guð?"). Og nú vilja vantrúaðir sjá til að enginn trú sé kennd, því hún er fyrir þeim sem vilja ekki trúa. Þannig ef það má ekki kenna trú, er þá ekki tjáning frelsið farið?

Maður veit að trúin er ekki jafn saklaus og vantrú. Enn til eru þeir sem trúa einlæglega eins og maður veit að það eru til einlægir vantrúaðir. Enn að vilja banna trú í skólum, er jú, að vilja svipta trú tjáning frelsisins.

Enn eitt er ég sammála að stjórnarskráin á ekki að troða trú á fólk og neyða það að borga eitt trúarfélag (eða líknarfélag), því það brýtur á frelsi manna að vilja trúa og vilja ekki trúa. Þannig það má taka úr stjórnarskránni þessar þvinganir, því það telst ekki útfrá trúnni að þvinga trú á aðra sé rétta leiðin. Enn vantrúin verður líka að passa uppá að það sé ekki sett eitthvað atkvæði í stjórnarskránni að engin trú sé kennd, því þá er ekkert tjáning frelsi lengur til staðar.

Þannig ef menn vilja vera frjálsir, þá þurfa allir að vera jafnir, hvort sé trúaðir eða vantrúaðir. Þannig ef stjórnarskráin á að leifa trú, þá þarf hún að vera skýr í því að þvinga ekki trúa á aðra, heldur leifa fólk að lifa sínu lífi án þvingana.

Þetta er mín skoðun, rétt eða röng, enn að minnstakosti skoðun.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 14/10/13 20:42 #

@ Magnús

Lestu bókina Frelsið eftir John Start Mill.


Magnús Ragnar Magnússon - 15/10/13 08:38 #

Mér er spurt, hvaðan kom líf? Því vísindi segja „Líf verður ekki til nema eitthvað eða einhver skapi eða gefi það líf.“ Þannig ef líf kom ekki frá lífi, hvaðan kom það þá? Ekki getur dauður hlutur skapað eða gefið líf, það vita allir. En samt vill mannveran trúa (eða ekki trúa) að einhvern veginn skapaðist líf útfrá engu, enn hvernig?

Bara til að vitna í orðum vísinda: „Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. (tilvitnun tekin úr http://www.visindavefur.is/svar.php?id=204)“ og tilvitnun Louis Pasteur um sjálfkviknun lífs tekið úr http://is.wikipedia.org/wiki/Louis_Pasteur segir: „Enginn örverugróður myndaðist í lausnunum og af því mátti draga þá ályktun að líf kviknaði ekki að sjálfu sér.” þannig útfrá þessum skýringum kemur beint fram, að líf varð til af lífi; enn hver gaf þetta líf?

Ef enginn Guð (eða einsog margir nútildags vilja frekar kalla það „hið æðra“) er ekki til og hefur aldrei (?undir stóru spurningarmerki?) verið til. Þá hver er þá lífsgjafi als lífs?

Þótt menn nú á dögum eru reiðir eða jafnvel hata orðið „Guð“, þá er það eina bókin sem lýsir sköpun lífs á þennan hátt: „Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. (Sálmur 90:2)“ og „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. (1 Mósebók 1:1)“ og „Þá myndaði Drottinn Guð af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (1 Mósebók 2:7)“ og að lokum „Svo segir Drottinn Guð, sá er skóp himininn og þandi hann út, sá er breiddi út jörðina með öllu því, sem á henni vex, sá er andardrátt gaf mannfólkinu á jörðinni og lífsanda þeim, er á henni ganga: (Jesaja 42:5)“, bara til að vitna í þeirri bók (án þess þó að lenda í skotgröf bara útaf því að ég vitna í) biblíuna, sem er mikið hötuð (eða elskuð), enn líka miskyllinn og rangtúlkuð af mörgum, jafnvel af þeim sem hafa trú.

Þannig bara til að spyrja aftur og þá bið ég um staðreyndir, hvernig varð líf til ef enginn lífgjafi er til, til þess að gefa líf? Ekki varð líf til af dauðum hluti og ef líf hefur einhvern tímann skapast þannig, þá vill ég staðreyndir (eins og vantrúin krefst). Enn á meðan ég bíð þolinmóður eftir staðreyndum, þá því miður held ég mig við biblíuna á meðan annað kemur uppá yfirborðið.

Og að lokum, þá þykkir mér (sem trúuðum) vera sárt þegar trúarbrögð misnota trúna bara til þess eins að geta hrellt fólk og misnotað þeirra stöðu peningalega. Því þegar Kristur var uppi (hvort menn trúa því eður ei) þá sagði hann, sem vitnað er um (það er að segja ef maður má aftur vitna í biblíuna án þess þó að lenda í skotgröf) að: „Þá gengu farísearnir burt og tóku saman ráð sín, hvernig þeir gætu flækt hann í orðum. • Þeir senda til hans lærisveina sína ásamt Heródesarsinnum, og þeir segja: "Meistari, vér vitum, að þú ert sannorður og kennir Guðs veg í sannleika, þú hirðir ekki um álit neins, enda gjörir þú þér engan mannamun. • Seg oss því, hvað þér líst? Leyfist að gjalda keisaranum skatt eða ekki?" • Jesús þekkti illsku þeirra og sagði: "Hví freistið þér mín, hræsnarar? • Sýnið mér peninginn, sem goldinn er í skatt." Þeir fengu honum denar. • Hann spyr: "Hvers mynd og yfirskrift er þetta?" • Þeir svara: "Keisarans." Hann segir: "Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er." (Matteus 22:15-21)“ og af hverju trúaðir eru á villi götum segir: „Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. • Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. (Matteus 24:4-5)“.

Og vitnað af postula sem á Krists tíma var lærisveinn hans segir: „Ef einhver fer með annarlegar kenningar og fylgir ekki hinum heilnæmu orðum Drottins vors Jesú Krists og því, sem guðrækni vor kennir, þá hefur hann ofmetnast og veit ekki neitt. • Hann er sótttekinn af þrætum og orðastælum. Af þessu fæðist öfund, deilur, lastmæli, vondar hugsanir, • þjark og þras hugspilltra manna, sem eru sneyddir sannleikanum, en skoða guðhræðsluna sem gróðaveg. • Já, guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur. • Því að ekkert höfum vér inn í heiminn flutt og ekki getum vér heldur flutt neitt út þaðan.(1 Tímóteusarbréf 6:3-7)“ þannig á tímum Krists og upp að tímum síðustu postulana, þá er það ekki nýtt á nálinni að einhverjir misnotuðu trúna og að trúaðir fari frá trúnni.

Þess vegna er það mikilvægt að stjórnarskráin sé ekki með einhver ákvæði sem leifir „sér trú“, því öllum er frjálst að trúa eður ei. Þannig vonandi verður það ákvæði tekið út sem núverandi stjórnarskrá er með, að einhver „sér trúaðir“ fái peninga, því nóg er af öðrum hjálparstofunum sem þurfa á þessum peningum að halda, en ekki einhverjir sérhagmuna trúar söfnuðir sem vilja villa fyrir mönnum það sem guðs orða kennir andstætt orðum sérhagmuna söfnuði. Þannig ef það á að hjálpa einhverjum, þá er það fólk sem þarf á þeirri hjálp að halda, og það er það sem peningarnir eiga að fara í, enn ekki öfugt.

PS: G2, ég náði í "bókina Frelsið eftir John Start Mill" og las hana og sé það sem er enn að gerast nú á dögum og mun lítið breytast, sem er, frelsi einstaklingsins til að hafa þá skoðun sem hann/hún á frelsi til, því frelsi er það sem við öll leitum, enn skerðing þess er í molum.


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 15/10/13 11:31 #

Hvorki Vantrú né Siðmennt berjast gegn fræðslu (kennslu) um trú í skólum. Trúboð er hinsvegar allt annar hlutur. Það á ekki að eiga sér stað í opinberum skólum heldur að vera á hendi foreldra


Elsa (meðlimur í Vantrú) - 15/10/13 14:25 #

Hlutleysi í skólum er ekki það sama og trúleysisboð. Skil ekki hvernig sumir geta fengið það út, að ef kirkjan hættir að boða sína trú á börnum annara, þá er verið að boða trúleysi. Ef það er raunin hefur skólar, sem ekki smala nemendur í ákveðinn stjórnmálaflokk, verið að boða stjórnleysi í öll þessu ár.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.