Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fjórir milljarðar í ríkiskirkjuna

Mynd af peningum

Í umfjöllun hinna ýmissu fjölmiðla um nýlegt fjárlagafrumvarp(.pdf) hefur því verið haldið fram að framlag ríkisins til ríkiskirkjunnar verði 1.474 milljónir krónur árið 2014. Það er rangt. Framlagið er umtalsvert meira.

Í frumvarpinu sjálfu sést að sú tala er einungis einn af mörgum útgjaldaliðum til ríkiskirkjunnar, það er að segja liðurinn “06-701 Þjóðkirkjan”. En framlög til ríkiskirkjunnar eru líka í liðum eins og “06-705 Kirkjumálasjóður”, “06-707 Kristnisjóður”, “06-735 Sóknargjöld” og “06-736 Jöfnunarsjóður sókna”.

Þegar allir þessir liðir eru teknir saman þá eru útgjöld til ríkiskirkjunnar um það bil fjórir milljarðar.

Þetta sést vel á blaðsíðu 361 í fjárlögunum, í töflu um útgjöld til "kirkjumála":

Skjáskot af bls 361 í fjárlagafrumvarpinu

Það er auðvitað mikil eftirsjá af öllum þessum peningi þegar honum væri betur varið í þarfari verkefni eins og sjúkrahúsin. Ef þú ert skráður í ríkiskirkjuna, þá getur þú látið um það bil tíu þúsund krónur á ári renna í þarfari verkefni heldur en ríkiskirkjuna með því að skrá þig úr henni.

Ritstjórn 02.10.2013
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/10/13 13:40 #

Vert er að hafa eitt í huga þegar kirkjan barmar sér undan niðurskurði og að hafa jafnvel þurft að skera meira niður en aðrar stofnanir. Meðlimum kirkjunnar hefur fækkað undanfarin ár.

Meðlimir Þjóðkirkjunnar 1. janúar
2007 - 252.411
2008 - 252.708
2009 - 253.069
2010 - 251.487
2011 - 247.245
2012 - 245.456
2013 - 245.184

Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað.

Mannfjöldi 1. janúar
2007 - 307.672
2008 - 315.459
2009 - 319.368
2010 - 317.630
2011 - 318.452
2012 - 319.575
2013 - 321.857

Tölurnar eru af vef Hagstofunnar.

Það er því afar eðlilegt að kirkjan fái minna, hún hefur einfaldlega færri umbjóðendur. Á sama tíma þurfa spítalar að sinna fleirum.

Hve mörgum kirkjum hefur verið lokað síðustu ár á sama tíma og loka hefur þurft spítölum og skurðstofum? Væri t.d. ekki eðlilegt að sameina einhverjar kirkjur vestan við Elliðaá í ljósi þess að á því svæði hefur fækkað verulega í kirkjunni?


Valgarður (meðlimur í Vantrú) - 02/10/13 14:00 #

Það er líka ágætis samanburður að sjá hversu hátt hlutfall af heildar ríkisreikning þetta er.. svona í ljósi þess að kirkjan barmar sér undan niðurskurði.

Heildarútgjöld vegna trúmála (rauntölur) voru

0,79% árið 2008
0,81% árið 2011
0,85% árið 2012

núna er áætlun upp á 0,88%


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/10/13 16:44 #

Og til samanburðar, hlutfall landsmanna sem ekki voru skráðir í neitt trúfélag (skráð hjá Hagstofu sem annað hvort Önnur trúfélög eða ótilgreint og Utan trúfélaga):

2008 - 9,65%
2011 - 10,35%
2012 - 10,78%
2013 - 11,1%

Ef við skoðum hlutfall landsmanna sem voru skráðir í ríkiskirkjuna á þessu tímabili.

2008 - 80,11
2009 - 79,24
2010 - 79,18
2011 - 77,64
2012 - 76,81
2013 - 76,20

Þannig að á sama tíma og hlutfallslega fækkar í trúfélögum, sérstaklega ríkiskirkjunni, eykst hlutdeild þeirra í útgjöldum ríkissjóðs. Þetta gengur ekki upp.


Tinna G. Gígja - 03/10/13 19:16 #

Ríkiskirkjan fær reyndar ekki "nema" 1833,4 milljónir af sóknargjöldunum 2014, hinar 287,9 fara til annarra trúfélaga.


Sveinn - 03/10/13 23:00 #

Hafiði einhverntíma kannað hversu víðfemt hlutverk kirkjunnar er?? Ekki bara messa einu sinni í viku sko? Hver á að taka við því hlutverki? Ætlar Vantú að taka það að sér? Mæli með að þið setjist niður með einhverjum sóknarpresti hér í Reykjavík og kynnið ykkur það.Gæti komið á óvart.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 04/10/13 08:57 #

Sveinn, hverju sinnir kirkjan í dag sem aðrir geta ekki sinnt jafn vel eða betur?

Ég sé nefnilega ekkert sem önnur (frjáls) trúfélög, sveitarfélög, ríki eða einkaaðilar munu ekki sjá um ef ríkiskirkjan eins og við þekkjum hana í dag yrði lögð niður.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 04/10/13 10:00 #

Þá er ágætt að hafa í huga, Sveinn, að flestum löndum gengur alveg ágætlega án þjóðkirkju, þetta fyrirkomulag er alger undantekning.


Sveinn - 04/10/13 18:58 #

Já það er alltaf auðveldara að rífa niður og segja að hinn og þessi komi með að gera t.d allt það hjálparstarf sem kirkjan sinnir án þess að básúna það. Óhemju mikið álag á kirkjunni t.d varðandi fátækt sem vex frá ári til árs hér á landi og ekki síst andlega fátækt, félagslega einangrun einmanaleika og svo mætti lengi telja. Öldrunarstarf osfrv. Þetta álag færi og yrði örugglega margfalt dýrara ef þetta allt sem fjölmargir leikmenn sinna án þess að taka krónu fyrir færi allt yfir á hina ýmsu sérfræðinga sem eru á launum hjá ríkinu. Mæli með að einhverjir Vantrúarfélagar setjist niður með sóknarpresti hérna á höfuðborgarsvæðinu og ræði við hann. Að sjálfsögðu eru félagar í Vantrú og allir sem hafa aðra lífsskoðun velkomnir og ekki spurt að því í öllu því starfi.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 04/10/13 19:23 #

Sveinn, hvers vegna myndi þetta sjálfboðaliðastarf hætta ef kirkjan fengi ekki þessa ríkisstyrki heldur myndi sjálf sjá um fjármálin?

Varðandi hjálparstarfið, þá er nú ansi merkilegt að Hjálparstarf kirkjunnar fær minni framlög frá sjóðum kirkjunnar árlega heldur en árslaun biskupsins þeirra. Svakaleg áhersla á hjálparstarf.


Einar Karl - 05/10/13 07:41 #

Hafiði einhverntíma kannað hversu víðfemt hlutverk Hjálparsveitanna er?? Ekki bara sala á flugeldum einu sinni á ári sko? Hver á að taka við því hlutverki? Ætlar Vantú að taka það að sér?? . . Nei, heyriði, Hjálparsveitirnar eru EKKI á fjárlögum? Ja hérna hér.


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 06/10/13 23:30 #

Þetta álag færi og yrði örugglega margfalt dýrara ef þetta allt sem fjölmargir leikmenn sinna án þess að taka krónu fyrir færi allt yfir á hina ýmsu sérfræðinga sem eru á launum hjá ríkinu.

Þetta er einhver veikasta röksemdin sem færð er fram fyrir áframhaldandi rekstri ríksins á kirkjunni. Ef þetta er raunverulegt hugsjónastarf sem á sér stað þá skiptir væntanlega engu máli hvort að kirkjan sé rekin af ríkinu eða ekki.

Nema að hugsjónin sé ekki sterkari en svo að þetta fólk hætti að vinna að þessum málum ef ríkið hætti að reka kirkjuna.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 07/10/13 19:06 #

Enda eins og allir vita, Sveinn, þá er hjálparstarf og sjálfboðalista starf nánast óþekkt í þeim ríkjum þar sem ekki er ríkiskirkja, sem eru reyndar langflest ríki heims.

Eða hvað?


Benni - 30/10/13 14:44 #

Ekki það að ég sé einhver stofnanna aðdáandi. En, mér finnst svolítið kaldhæðnislegt að þið vælið yfir því að kirkjan taki svo og svo mikið til sín, á meðan "vîsindin" ykkar raka inn trilljónum, bara til að afsanna tilvist guðs. Trúleysi er einhver óvísindalegasta niðurstaða sem mannskepnan getur sæst á. Enda er ekki nokkur ættbálkur eða þjóð í okkar heimi, sem er trúlaus. Annað hvort ekki til eða útdauð. Hvað segir það okkur? Trúleysi er ekki til, búið og basta. Allir svokallaðir "trúleysingjar" sem ég þekki eru vísindatrúar. Hver stjórnar vísindunum? Hver annar en Mammon? Hvaða vísindamaður hagnast t.d. á því að andmæla strengakenningunni? (nýju föt keisarans). Ykkar trú er um það bil að verða afhjúpuð, lygar svokallallaðra vísinda, sem hafa ekki gert annað en að spilla öllu sem gott ætti að þykja. Vísindi í höndum manna sem trúa á tilviljanir einar, eru í röngum höndum. Er það ekki kaldhæðnislegt, að á ensku, heitir stærðfræðingur, mathematician og galdrakarl, magician. Hljómar áþekkt. Stærðfræðingar trúleysingja eru ekkert annað en galdrakarlar nútímans, sem geta jafnvel búið til jöfnu um einhverja strengjakenningu. Ætti það nú ekki að klingja, síðustu bjöllunni?


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 30/10/13 15:35 #

Vísindi gera nú gott betur en "bara" afsanna tilvist guðs / guða.

Hvort einhver þjóð er til eða ekki sem búið hefur sér til guði í einhverri mynd breytir engu um mögulega tilvist yfirnáttúrlegra vera.

Vísindi eru andstaða trúar og orðið "vísindatrúar" því merkingarlaust.

Ekki veit ég hverju vísindin hafa spillt sem "gott ætti að þykja".. bólusótt?

Hvort eitthvað hljómar áþekkt á einhverju tungumáli ansi langt frá því að koma málinu við, svona eins og að bera saman "god" og "dog".


Benni - 30/10/13 16:26 #

"God" og "dog". . Ég hef ekki hugleitt þetta. Skemmtileg tilviljun, í því samhengi að hundurinn skuli vera talinn, besti vinur mannsins.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 30/10/13 18:00 #

og afturábak þá sá versti??


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/11/13 14:17 #

Benni, ef þú ert að trolla í þarsíðustu athugasemd þinni vil ég vinsamlegast að biðja þig að hætta því.

Ef þú ert að meina þetta í fullri alvöru verð ég að segja að þetta er með því heimskulegasta sem hefur verið skrifað í athugasemd á Vantrú frá stofnun vefritsins. Allir sem lásu þessa athugasemd eru örlítið vitlausari eftir lesturinn. Taktu þér tíma í að lesa greinarnar á Vantrú og vandaðu þig aðeins betur næst.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.