Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Útvarp Vantrú - þáttur 4 fyrsti hluti - afmælisþáttur

Kennimerki útvarps Vantrúar
Fyrir tíu árum tóku nokkrir trúleysingjar sig saman og stofnuðu vefritiði Vantrú. Í tilefni af þessu settust þrír af stofnendum vefritsins niður fyrir framan hljóðnema og rifjuðu upp upphaf vefritsins og nokkra merka punkta í sögu vefritsins og félagsins sem stofnað var í kjölfarið. Eins og flestir vita er vefritið og félagið fyrir löngu síðan orðinn mikilvægur vettvangur fyrir skoðanaskipti um trúmál og tengd málefni. Við hljóðnemann sátu þeir Birgir Baldursson, Matthías Ásgeirsson og Óli Gneisti Sóleyjarson. Afmælisþátturinn verður sendur út í þremur hlutum. Fyrsti þáttur fjallar um upphafið á strik.is, rökræður á Annáll.is, stofnun vefritsins og félagsins.

Sækja skrá: Útvarp Vantrú þáttur 4 hluti 1 (lengd: 1:11:00 - stærð: 32,5 MB)

Ritstjórn 18.08.2013
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Halldór E - 19/08/13 03:32 #

Kærar þakkir fyrir fræðandi og áhugaverða innsýn í hugmyndir og upphaf Vantrúar.


Guðjón Eyjólfsson - 19/08/13 12:40 #

Ég get tekið umdir með Halldóri- ég hlustaði á þetta efni með áhuga.-


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 20/08/13 12:58 #

Þetta er töluvert áhugaverð umræða.


Jóhann - 20/08/13 23:16 #

"Hér fljótum við jarðeplin"


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/08/13 00:05 #

Hvað ertu að reyna að segja?


Jóhann - 21/08/13 23:21 #

Þetta kann að þykja áhugavert,sérstaklega fyrir innvígða og innmúraða.

En drýldnin er yfirþyrmandi.

Viðurkennið eins og er, þið eruð ekki handhafar neins "sannleika".


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/08/13 23:31 #

Já já, drýldni og mont og hvað eina. Af hverju heldurðu þessum viðhorfum ekki bara fyrir sjálfan þig í stað þess að drulla út litlu afmælisveisluna okkar? Láttu okkur í friði núna, við erum ekki að bjóða upp í neinn dans á þrasvöllum, heldur gleðjast.


Jóhann - 22/08/13 22:52 #

Fyrirgefið. Það var ekki ætlun mín að krassa partí.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.