Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að beita öllum (trúar)brögðum

Mynd af Dögg að predika

Félagið "Nemendur og trú" var stofnað af trúfólki sem var ósátt við tilraunir Reykjavíkurborgar til þess að losna við trúboð úr skólum. Fyrir stuttu síðan hélt formaður félagsins, Dögg Harðardóttir[1], ræðu í samkomu hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík:

Og þessir krakkar vita ekki, ekki allir, að það er hægt að tala við Jesú og að Jesús vill hjálpa okkur. Þannig að þegar þið farið í skólann á morgun, þá skuluð þið muna að segja krökkunum frá Jesú. Vegna þess að guð vill nota ykkur til þess að segja krökkum á ykkar aldri frá Jesú! Þið getið nefnilega náð til krakkanna miklu betur heldur en við sem erum fullorðin. Þið hittið þau á hverjum degi og þó svo að krakkar geti kannski litið ofsalega vel út og verið í flottum fötum og maður heldur að það sé allt í lagi hjá þeim þá getur þeim samt liðið illa og þau hafa kannski engan til að tala við. Þess vegna hvet ég ykkur krakkar til að muna að segja vinum ykkar frá Jesú. Segja vinum ykkar, að þegar ykkur líður illa, þá talið þið við Jesú. Muniði þetta.

Það er vel þekkt að kirkjan reynir að innræta trúarhugmyndum í börn áður en þau öðlast gagnrýna hugsun, þau eru nefnilega “trúgjörn og grandalaus”, svo vitnað sé í ríkiskirkjuprest. Í lögum um markaðsetningu er til dæmis sagt að vegna trúgirni barna þurfi að sýna sérstaka varkárni. En hér er lagst lágt, börnin sjálf eiga að stunda barnatrúboð, eiga að vera auglýsandi fyrir kirkjuna, til að ná inn í skólana. Þau nota sín eigin börn til að ná til okkar barna.

Opinbert markmið félagsins “Nemendur og trú” er að “verja trúfrelsi nemanda”. Er verið að verja trúfrelsi nemenda með því að hvetja kristna nemendur til að stunda trúboð? Nei, en þarna sést hvað markmið þessa fólks er: Það vill að börnin ykkar “kynnist Jesú”.

Flestum myndi blöskra ef önnur félög beittu svipuðum aðferðum. “Krakkar, munið að segja vinum ykkar frá því hvað Framsóknarflokkurinn er frábær!” “Krakkar, munið að segja vinum ykkar frá því að guð er ekki til!” Þetta er sorgleg aðferð.


[1] Dögg Harðardóttir var formaður félagsins á síðasta ári, og á heimasíðu félagsins sést ekki hvort að hún hafi verið endurkjörin á nýlegum aðalfundi, þannig að við gerum ráð fyrir að hún sé enn formaður félagsins.

Ritstjórn 15.07.2013
Flokkað undir: ( Skólinn )

Viðbrögð


Boaz Nebo - 15/07/13 20:54 #

Að drepa bernsku / trúboði börn er misnotkun barna og tilheyra ekki í samfélaginu hugsandi mönnum ತೆಗಳ ಜೊತೆಗೆ


snorri óskarsson - 16/07/13 12:00 #

Mikið er gott að sjá þegar foreldrar hvetja börn sín til að segja frá Jesú. Hann er alveg þess verður að við segjum frá honum. Tímatalið okkar er miðað við hann og um allt land eru hús tengd við hann, fáninn okkar hefur merkið hans og sumir sýna andstöðu sína til hans án þess að gera sér grein fyrir hverju sú andstaða þjónar. Það eflir gagnrýna hugsun að vita meira og meira, meira í dag en í gær svo gagnrýn hugsun verði ekki forheimskandi afl. Segjum frá Jesú og öðlumst visku hans líka. Frábært hjá Dögg!


Halldór L. - 16/07/13 16:24 #

Reyndar er tímatalið ekki byggt í kringum Jesú, annars væri árið 2017 eða álíka.

http://en.wikipedia.org/wiki/Chronology_of_Jesus#Year_of_birth_estimates


Jóhann (meðlimur í Vantrú) - 16/07/13 17:33 #

Ég elska þá öskrandi kaldhæðni að Snorri í Betel hvetji fólk til gagnrýnnar hugsunar. Hversu gott er það?


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 16/07/13 18:11 #

Ég held að Snorri misskilji þetta myndband eitthvað. Þarna er Dögg ekki að tala við börnin sín.

Það má einnig í tengslum við þetta myndband benda á að söfnuðurinn þar sem Dögg talaði efnir öðru hverju til keppni á milli barna sem tilheyra honum þar sem markmiðið er að safna sem flestum vinum þeirra á samkomu.

Þetta eru semsagt viðbrögðin við því að kristið trúboð eigi ekki lengur jafn greiða leið inn í skólana.


Helgi Kárason - 16/07/13 21:45 #

Þetta er góður bútur úr ræðu hjá henni Dögg Harðardóttur. Drottinn blessi hana.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 17/07/13 09:55 #

Sjá trúmenn ekki að þeir eru að gera börnum sínum mikinn óleik? Barn sem mætir í skólann og byrjar að boða trú á Jesús er ekki að fara að skora nein aukastig.


Guðjón Eyjólfsson - 17/07/13 11:39 #

Sæll Matti Trúmenn eru greinilega ekki sammála um þetta atriði. Ég held að mikil meirihluti þeirra séu sammála þér um að ekki sé skynsamlegt að börn í barnaskóla boði trú með þessum hætti. Kveðja Guðjón


Boaz Nebo - 17/07/13 21:45 #

Snori gæti lesid sogur um krossin og hvadan hann kemur og stendur fyrir kristnir menn eru í sögu af neitun vadandi blódi up ad hnjám kristur var bodadur med sverdi ekki med fridi og krossin í Islenska flagginu er kunn frá konugi og katolskri kirkju bibliju thumbarar ættu ad læra ad lesa bokina" gódu "


Jón Valur Jensson - 14/08/13 04:27 #

Ég tek undir orð Snorra og Daggar, prýðilegt hjá þeim. Snorri Óskarsson er engan veginn ókrítískur í hugsun. Hann stóð sig mjög vel sem kennari og naut viðurkenningar sem slíkur, unz hann var beittur ólögmætu Berufsverbot (atvinnubanni) vegna viðhorfa sinna í samkynhneigðramálum, sem hann var þó hvergi að nefna við nemendur sína né á skólalóðinni, en hann á trúlega unnið mál gegn Akureyrarbæ vegna þeirrar uppsagnar – en leitt er til þess að vita, að forráðamenn bæjarins brjóti mannréttindi á starfsmanni sveitarfélagsins og efni til tvöfalds kostaðar útsvarsgreiðenda í því formi, að tveimur kennurum verði þá borgað fyrir sama starfið um nokkurt árabil.

Svo er rangt af ykkur að gefa ykkur, að tal barna við vini sína um Jesúm og hvað hann geri fyrir þau virki sem sefjun á ógagnrýna hugi. Börn hugsa sitt og fá áhrif úr ótal áttum. Hvers vegna ekki að hugsa um Jesúm? Er það það sem þið óttizt mest?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.