Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Söguleg sáttargjörð

Vantrú er stolt að tilkynna að eftir áralanga rimmu hefur náðst sátt milli félagsins og ríkiskirkjunnar. Þó utanaðkomandi hafi ekki getað séð nokkurn tilgang með þrasinu er lendingin sú, eftir tíu ára kvabb, upphrópanir, dónaskap og stæla - og málefnaleg skrif vantrúarseggja - að deiluaðilar hafa komist að niðurstöðu.

Ríkiskirkjan hefur samþykkt að það sé dálítið ósanngjarnt að hún sé á ríkisspenanum í krafti jarðeigna sem hún komst yfir fyrr á öldum þegar ekkert trúfrelsi var á Íslandi. Ríkiskirkjan hefur einnig samþykkt að það sé óverjandi að herja á leik- og grunnskólabörn með trúboð. Að auki biðst kirkjan afsökunar á að hafa "drullað yfir" trúleysingja á Íslandi í þúsund ár og lofar að hætta því. Biskup hefur auk þess heitið þess að hætta að segja ósatt.

Á móti lofar Vantrú því að kalla ríkiskirkjufólk ekki druslur, asna, bjána, fávita, fífl, falska, ómerkilega, loddara, trúarrugludallaleiðtoga, hlandspekinga, trúarnöttara, mannandskota, djöfulsins gungur, leiðinleg og greinilega eitthvað skemmd. Auk þess hefur Matthías Ásgeirssyni og Þórði Ingvarssyni verið vikið úr félaginu enda eru þeir gungur og druslur.

Vantrú lýsir því einnig yfir að ef Jesús var til hafi hann hugsanlega stundum verið ágætur gaur. Svona þegar hann var ekki að hóta fólki og breiða út fordóma.

Ritstjórn 01.04.2013
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 01/04/13 20:26 #

Gott betur en það. Ég er meira segja fluttur úr landi þannig að Íslendingar þurfa ekki að hugsa með hrylling til þess að ég sé á sama landi og sankti Sigurbjörn Einarsson.


Jón - 01/04/13 20:54 #

Málefnaleg skrif vantrúarseggja! Málefnaleg?!!! Haha! Besta Aprílgabb ever :D 10 stig!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/04/13 00:49 #

Hvaða skilning leggur þú í hugtakið málefnalegur?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/04/13 12:19 #

Ætli hann sé ekki meðal annars að hugsa um skrif fyrrverandi biskups. Sá var nú alltaf málefnalegur!

Guð deyr ekki fyrir neinum eldflaugum eða dauðageislum úr smiðjum vísinda. En hann lifir ekki í dauðu hjarta. Ekki nema hann fái að lífga það að nýju. Það getur hann. En það er margur með svelt og deyjandi hjarta við nútímans allsnægtaborð, eða með sljóvgan, svefnþungan anda. Þú spyrð ekki um Guð af því að þig vantar ekki neitt. Mikið skelfing ertu fátækur þá. Það muntu sjá og finna, þegar falsið flettist af eins og rotið hold af beinagrind, eins og börkur af ormétnum ávexti, eins og skæni yfir fúlu sári. Megir þú ekki þurfa að mæta Guði þannig.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.