Nokkrir félagsmenn úr Vantrú hafa tekið sig saman og sett í loftið Útvarp Vantrú, sem er podcast þáttur með léttu spjalli og gestum. Þátturinn var tekinn upp 9. febrúar og meðal efnis er trúleysisskatturinn, draugar og viðtal við Sigurð Hólm frá Siðmennt, rætt var við hann um breytingar á lögum um lífsskoðunarfélög sem Siðmennt hefur barist fyrir. Þáttastjórnandi var Hafþór Örn og gestir voru Matti, Haukur og Kristján.
Nei þú ert ekki klaufi, bara skrefi á undan. Þetta er fyrsta skiptið og við erum að læra á þetta. Er að skoða hvernig maður tengir iTunes við podcastið.
Flott framtak og skemmtilegt. Notalegt og greinagott spjall í fyrri hluta og gott viðtal við Sigga í seinni hluta. Ég vona að það verði framhald á þessu. Tek þó undir með Arnold varðandi hljóðið. Það víbraði óþægilega stundum í fyrri hlutanum.
Lindin hljómar satt best að segja skárri. Hlusta ekki á útsendingar ofstækismanna. Hægripredikanirnar á ÍNN eru eins og ávarp diplómata á vegum Sameinuðu Þjóðanna í samanburði við rausið í ykkur, og gott ef það allra versta á Omega virkar ekki bara eins og ræða rektors við skólasetningu M í samanburði við Van-trú-boðið.
S - 04/03/13 15:09 #
Er ég bara klaufi, eða er ekki hægt að sækja þetta í iTunes Store?