Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Siðmenntuð villimennska

Savita Halappanavar

Þann 21. október síðastliðinn leitaði ófrísk kona, Savita Halappanavar, á spítala í Írlandi með mikla bakverki. Læknar fundu út að hún var að missa fóstrið, hún var komin 17 vikur á leið. Daginn eftir óskaði hún eftir fóstueyðingu.

Fyrir okkur sem sem búum á Íslandi hefði ekki verið neitt tiltökumál að verða við óskum konunar þar sem lífi hennar hefði verið teflt í tvísýnu með því að láta hana halda áfram að ganga með barnið. Læknarnir á spítalanum á Írlandi voru hins vegar ekki á því að veita henni þessa aðgerð. Ástæðan sem þeir gáfu henni og manninum hennar var sú að Írland "væri kaþólskt land".

Þann tíma sem hún átti eftir ólifað grátbað hún læknana um að eyða fóstrinu. Þeir svöruðu að meðan fóstrið væri með hjartslátt þá gætu þeir ekki gert neitt þrátt fyrir að þeir vissu að fóstrið myndi ekki lifa af.

Hún var þrjá daga í stanslausum kvölum þar til hún fór í hjartastop. Var henni þá komið á gjörgæslu og fóstrið loks fjarlægt en það var of seint því hún lést þann 28. október síðastliðinn úr blóðeitrun.

Þetta er einn eitt skelfilega dæmið - og þau eru mýmörg - um skaðsemi trúarbragða í siðmenntuðu, vestrænu ríki. Trúarbrögð eiga hvergi heima þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem ákvarðast af betri þekkingu og vinnubrögðum. Trúarbrögð hafa gegnsýrt samfélög okkar og fólk áttar sig ekki á því hve trúarbrögð eru skaðleg fyrr en hætt er að taka tillit til þeirra við gerð lagasetninga.

Kreddur eiga hvergi heima þar sem ákvarðanir eru teknar með líf fólks.


Sjá einnig:

Jón Magnús 21.11.2012
Flokkað undir: ( Kaþólskan , Siðferði og trú )

Viðbrögð


Nafnlaus rola - 23/11/12 13:28 #

Gat ekki verið að læknarnir hafi verið að reyna að bjarga barninu líka? þið á vantrú eruð full af rasisma og fordómum um trúarbrögð. Þetta er trú Íra sem þið eruð með skítkast útí. Sýna smá virðingu! Takk fyrir! Haldiði virkilega að írskir læknar hafi viljað að þessi kona myndi deyja? ER EKKI Í LAGI Í HAUSNUM Á ÞÉR sem skrifar þetta KJAFTÆÐI!!!


Elsa (meðlimur í Vantrú) - 23/11/12 13:52 #

Þetta var ekki trú konunnar, en trú annara valdi dauða hennar. Læknunum fannst þeirra trú meira virði en hennar. Þetta er ekki skítkast. Þetta er staðreyndir. Það þarf að segja frá þessu og mótmæla. Vonandi vaknar fólk og áttar sig á hversu hættuleg trúarbrögð geta verið.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/12 14:04 #

"Nafnlaus rola", viltu ekki einfaldlega lesa greinina sem vísað er á. Nei, læknarnir voru ekki að reyna að bjarga barninu.

Her husband, Praveen Halappanavar (34), an engineer at Boston Scientific in Galway, says she asked several times over a three-day period that the pregnancy be terminated. He says that, having been told she was miscarrying, and after one day in severe pain, Ms Halappanavar asked for a medical termination.

Trúarbrögð drápu þessa konu. Ef það væri ekki fyrir kaþólsku væri hún á lífi að syrgja barnið sem hún missti.

Ásakanir um rasisma og fordóma eru óskaplega barnalegar.


Sæsi - 23/11/12 15:04 #

Nafnlaus rola : Af hverju á að sýna einhverjum virðingu þegar kemur að trú hans, þegar viðkomandi sýnir ekki trú (eða trúleysi) annarra virðingu?


Guðjón Eyjólfsson - 23/11/12 17:24 #

Það er að mínu mati rökvilla að halda því fram að trúarbrögð hafi drepið þessa konu. Læknarnir sem tóku þessa ákvörðun bera auðvita ábyrð á henni ekki allt trúað fólk í heiminum. Þetta er rökvilla af sama tagi og segja trúleysi drap öll fórnarlömb Stalín. Þið gerið ykkur seka um að ala á fordómum gegn öllu trúuðu fólk með því að gera það ábyrgt fyrir einhverju sem það ber ekki ábyrgð á.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/11/12 17:30 #

Fóstureyðingar eru bannaðar í Írlandi á grundvelli kaþólskra trúarbragða.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 23/11/12 17:44 #

Guðjón,

(1) Stefna Stalíns var stjórnmálastefna (kommúnismi) ekki trúleysi.

(2) Læknar neituðu konunni um lífsbjörg beinlínis vegna trúarskoðana, það voru einu rökin fyrir þeirra ákvörðun. Þess vegna er dauði konunnar bein afleiðing trúarskoðana. Þess vegna er þessi grein fullkomlega rökrétt.


Boaz Nebo - 24/11/12 00:15 #

À hvada gvudi trúdi barnid henar ?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/11/12 12:06 #

Það er að mínu mati rökvilla að halda því fram að trúarbrögð hafi drepið þessa konu.

Hvað annað? Nefndu eitt.


Boaz Nebo - 25/11/12 21:36 #

Nú hef ég gluggad í thessa bibliu og finn ekki bód ordid thúskalt ekki fóstur eida .Öllu grini sleft hvar er talad um líf í módurkvid og hvenar líf verdur líf í thessari svo kólludu heilögu bók . Voru menn á bronsóld kanski ekki med hugvit eda tækni til ad skera úr um thad .Eru prestar læknar eda eru læknar prestar ætti ekki ad skilja detta tvent ad . P.s ef einhver veit hvar biblian bannar fóstur eidingu lát mig vita Boaz wiiiiii


gös - 26/11/12 09:33 #

@Boaz: Let me google that for you.

http://www.christianbiblereference.org/faq_abortion.htm

The strong emotions surrounding the abortion issue may lead those on both sides of the issue into the sin of self-righteousness.

þannig að þú skalt passa þig :)


Gummi - 28/11/12 10:13 #

Tek undir að þetta eru fordómar. Kanski er þetta þessu læknum að kenna. En að segja trúarbrögð vera að baki? Semsagt Búddisti í Tíbet ber líka sök á hennar dauða? Afsakið að ég skilji þetta ekki. Mér finnst eins og þið vantrúarmenn séuð oft mjög fljótir að dæma og komið of með einhver fílurök lituð af fordómum.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 28/11/12 10:45 #

Nei, við erum að segja að trú kaþólskra lækna beri ábyrgð á dauða þessarar konu, eins og fram kemur í greininni. Við erum ekki að segja að öll trúarbrögð beri ábyrgð á þessu einstaka tilfelli og óþarfi að vera með svona útúrsnúninga.

Hins vegar eru mýmörg dæmi í mörgum öðrum trúarbrögðum sem hafa kostað mannslíf.


Þorvaldur - 29/11/12 16:41 #

"Guðjón Eyjólfsson" hefur rétt, trúarbrögðin sem slík bera ekki ábyrgð á dauða barnins. Trúarbrögðin eru ekki með hendur og ekki með fætur, þau geta ekkert gert. Ef það væri þannig gæti fólk notað trúvilluna til að fyrra sig ábyrgð, líkt og geðsjúkdóm. Trúvilla er slæmt mein, en má aldrei verða afsökun, sama hversu líkt geðsjúkdómi það verður.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 29/11/12 16:56 #

Það er enginn að tala um hver ber ábyrgð á dauða barnsins, heldur erum við að tala um dauða konunnar.

Það er afdráttarlaust að afstaða læknanna helgaðist eingöngu af boðskap trúarbragðanna.

Ef ekki væri þessi boðskapur kaþólsku kirkjunnar þá hefði konan ekki látist.

Þess vegna eru trúarbrögðin orsökin og ekkert annað.

Þetta er kýrskýrt dæmi sem verður ekki hlaupist frá með útúrsnúningum.


Þorvaldur - 30/11/12 15:29 #

Ég mótmæli því hvergi að trúarbrögðin séu orsökin, raunar er ég því hjartanlega sammála. Orsök og ábyrgð er hinsvegar ekki það sama, hvort sem það er dauði barns eða móður.

Að segja að þetta séu trúarbrögðin og "ekkert annað" er sú hætta sem ég er að vara við. Menn bera ábyrgð á eigin gjörðum, hvort sem þeir eru trúvilltir eða trúlausir.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 30/11/12 16:28 #

Það er reyndar hvergi talað um "ábyrgð" í greininni. Guðjón segir það rökvillu að halda því fram að trúarbrögðin hafi drepið konuna. Þú segir svo að Guðjón hafi rétt fyrir sér.

Mér finnst þetta satt best að segja hálfgerð hártögun með orsök og ábyrgð. Það hefur komið fram að læknarnir óttuðust málsókn vegna laga sem byggja á trúarbrögðunum, þess vegna er ábyrgðin líka trúarbragðanna. Læknarnir gátu ekki tekið afstöðu út frá menntun, þekkingu eða siðferði vegna þeirrar ábyrgðar sem trúarbrögðin setja þeim.

Þess vegna er ábyrgðin líka trúarbragðanna. En það skiptir ekki máli hvort við tölum um ábyrgð eða orsök. Ef ekki væru trúarbrögð, þá hefði konan lifað þetta af.


Benni - 11/12/12 07:53 #

Valgarður. Samkvæmt þínum rökum í þessu máli ættir þú óhjákvæmilega að kenna trúleysi um í tilviki communistanna. Þeir drápu jú milljónir kristinna manna og rústuðu kyrkjum þeirra. Ef ég myrði annan mann, sem trúaður maður, er það þá trúarbrögðunum að kenna? Geturðu bent mér á einhverja tilvitnun í nýja testamenntinu sem styður ásakanir þínar um að þetta atvik sé trúarbrögðum að kenna.


Þorvaldur - 17/12/12 11:38 #

Valgarður, eins og þú segir sjálfur - afstaða læknanna. Þeirra er afstaðan og ákvörðunin, sama hvort þeir kenna Hippocrates eða Jhave um forsendur, þá er það að loki dags alltaf þeir sem ákveða og þeir sem bera ábyrgð. Ef maður stelur til að brauðfæða börnin sín, er það þá á ábyrgð barnanna að hann stal?

Niðurlagið er rétt, ef ekki hefði verið fyrir trúnna þá væri konan etv. á lífi. Trúin ber hinsvegar ekki ábyrgð á gjörðum læknanna þó færa megi einhver rök fyrir því að hún sé orsök. Rökvillan felst í að samsama ábyrgð og orsök.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 17/12/12 11:43 #

þá er það að loki dags alltaf þeir [læknarnir] sem ákveða og þeir sem bera ábyrgð

Nei, ekki í þessu tilviki því þarna eru það landslög sem banna læknunum að grípa inn í. Læknar mega ekki brjóta lög frekar en aðrir.

Í þessu tiltekna tilviki eru landslögin komin til vegna Kaþólsku kirkjunnar.


Þorvaldur - 18/12/12 11:22 #

Frá og með 1992 hefur verið leyfilegt í Írlandi að eyða fóstri sé lífi konunnar í hættu.

En gott og vel gefum okkur að málflutningur lögmanns konunnar sé réttur, og að það hafi verið lög sem bönnuðu læknunum að bjarga lífi konunnar. Er það þá ekki lýðræðið sem er vandamálið, þótt skoðanir fólks á málefninu hafi litast af trúarbrögðum? Eða jafnvel fara skrefinu lengra, og kenna bara kjósendum beint um eða styttra og benda á einstaka þingmenn sem kusu með lögunum á sínum tíma - mætti fara í þingmennina sem ekki hafa breytt lögunum?

Rétt er að árétta sérstaklega til fyllingar, að Kaþólska kirkjan hefur ekki löggjafarvald á Írlandi, heldur lýðræðislega kjörið þing.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 18/12/12 12:18 #

Þorvaldur, jafnvel þó við hengjum okkur í tæknileg atriði um hver hefur löggjafarvaldið, þá breytir það engu með hvaðan þessar skoðanir eru komnar. Kaþólska kirkjan ber fulla ábyrgð á að innræta fólki þessar skoðanir sem hluta af trúnni með tilheyrandi hótunum um vist í helvíti að öðrum kosti.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 18/12/12 12:20 #

Benni, ég var að sjá þetta innlegg þitt.. En nei, þetta er hrein og klár rökleysa - og heldur áfram að vera rökleysa þó hún sé endurtekin.

Það er ekkert í trúleysi sem kveður á um að drepa náungann.

Það boðskapur kaþólsku kirkjunnar að ekki megi eyða fóstri. Þessi boðskapur varð til þess að þessi kona lést fyrir aldur fram.

Alveg sama hvað það koma margar hártoganir, útúrnsúningar og rökleysur hér.


Þorvaldur - 18/12/12 13:06 #

Ég er algerlega sammála því að "Kaþólska kirkjan ber fulla ábyrgð á að innræta fólki þessar skoðanir" og er skömm þeirra mikil vegna þess.

Einnig sammála "Þessi boðskapur varð til þess að þessi kona lést fyrir aldur fram.".

Fordómar, ofbeldi og kúgun, ofl. kirkjan hefur ekki látið sitt vanta í þeim efnum heldur, en ábyrgð hennar er eingöngu sú að blekkja og heilaþvo fólk með þeim skoðunum - þeir bera ekki ábyrgð á því hvað fólk síðan gerir með þær skoðanir. Til þess skortir fjöldamörg skilyrði, sem ekki er ástæða til að fara út í hér. En er það ekki nógu slæmt út af fyrir sig?


Þorvaldur - 18/12/12 23:10 #

Þetta vandamál má færa í þægilegri búning, ef menn hafa ekki frjálsan vilja er þá ekki hægt að draga þá til siðferilegrar ábyrgðar?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/12/12 23:17 #

Á vefsíðu The Telegraph birtist þessi frétt 18. desember: Ireland to legalise abortion

Ireland is to legalise abortions when the mother's life is at risk, including when she is suicidal, in an historic move expected to spark a major battle with the Roman Catholic church.


Þorvaldur - 19/12/12 17:42 #

Þetta er ekki alveg svona einfalt samt. "Attorney General v. X, [1992] IESC 1; [1992] 1 IR 1" snýr þessu svoldið við, en fordæmisgildi hans er véfengt. Það eru alveg sér umræður út af fyrir sig hvort það sé löglegt eða ólöglegt í tilvikum sem þessum að framkvæma fóstureyðingu í Irlandi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.