Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Borgarafundur í Iðnó 10. október : Þjóðkirkjan og nýja stjórnarskráin

[Heimasíða Stjórnarskrárfélagsins] | [Viðburðurinn á facebook]

Stjórnarskrárfélagið stendur fyrir spennandi borgarafundi í Iðnó á miðvikudag 10. október kl. 20:

„Þjóðkirkjan og nýja stjórnarskráin - Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á stöðu Þjóðkirkjunnar?“

Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum:

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Dögg Harðardóttir, fyrrum fulltrúi í Stjórnlagaráði
Hjalti Hugason, prófessor
Sigurður Hólm Gunnarsson, frá Siðmennt - Félagi siðrænna húmanista á Íslandi
Valgarður Guðjónsson, hugbúnaðarsérfræðingur

Fundarstjóri: Egill Helgason, fjölmiðlamaður

Ritstjórn 08.10.2012
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Björn - 08/10/12 11:32 #

"Frú" Agnes? Afhverju ekki bara Agnes. Þetta er eitthvað svo "lófi í andlit og andvarp"-legt auk þess að vera afar gamaldags og kjánahrollsgefandi.

Varð bara að koma þessu frá mér :)


Sigurlaug Hauksdóttir - 08/10/12 13:05 #

Til allra biskupa hefur verið vísað með nafnbótinni "Herra", þannig að "Frú" er ekkert meiri "lófi í andlit" svona að mínu mati.

Og er ég þá ekki að ræða neitt nema hefðina á þessum nafnbótum, sem ríkiskirkjan má alveg hafa fyrir mér, og er ekkert að káfa upp á mig sérstaklega. Alveg svosem í stíl við aðrar afdankaðar hefðir..


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 08/10/12 16:09 #

Já, að kalla hana "Frú" er alveg nákvæmlega jafn asnalegt og að kalla Kalla fyrrverandi biskup "Herra".

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.