Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ríkiskirkjuákvæðið

Feispalmsunnudagur

Sagt hefur verið um ýmsa stjórnmálamenn á ýmsum tímum að ef varirnar á þeim hreyfðust þá væru þeir að ljúga. Þetta má að jafnaði heimfæra upp á ríkiskirkjuna – staðhæfingar er koma úr hennar ranni eru afbökun á sannleikanum og iðulega staðlausir stafir.

Forvígismenn ríkiskirkjusérréttinda halda því jafnan fram að ákvæði um ríkiskirkju, sem nú er nefnt kirkjuskipan ríkisins í drögum að stjórnarskrá, brjóti ekki í bága við trúfrelsi. Jafnan er vitnað í vafasaman hæstaréttardóm (nr. 109/2007) og ákvæðum um ríkiskirkju í stjórnarskrám annarra ríkja því til stuðnings. Óréttlætið verður hins vegar ekkert sætara þótt bent sé á að það viðgangist annars staðar.

Nú hefur vel fjármögnuð áráðursmaskína ríkiskirkjunnar verið ræst til að tryggja stofnuninni áframhaldandi sérréttindi. Reynt er með málæði og orðhengilshætti að telja almenningi trú um að ríkiskirkjan sé ekki forréttindasöfnuður og að ákvæði um sérréttindi henni til handa í stjórnarskrá sé sjálfsagt og eðlilegt fyrirkomulag. Slíkt er auðvitað fjarri öllu lagi. Í orði þykist ríkiskirkjan vilja jöfnuð, en á borði heimtar hún forréttindi. Slíkri hugmyndafræði lýsti Orwell á frábæran hátt í Dýrabæ (Animal Farm) – öll dýrin á bænum voru í upphafi jöfn, en svínin lýstu því síðan yfir að sum væru jafnari en önnur

Ríkiskirkjan hefur aldrei staðið vörð um frelsi og jafnrétti. Hún er hins vegar samnefnari fyrir foréttindi, afturhald og ójöfnuð. Með kristnitökunni, sem þröngvað var upp á þjóðina fyrir rúmum eitt þúsund árum síðan, var trúfrelsi afnumið. Það er mál til komið að leiðrétta þann ójöfnuð sem stjórnarskránni er enn ætlað að rúma með ríkiskirkjuákvæði. Látum ekki ríkiskirkjuna ákveða hvað er trúfrelsi – hún er ekki þess megnug.

Guðmundur Guðmundsson 01.10.2012
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Árni Árnason - 01/10/12 17:26 #

Það sér það auðvitað hver sem vill að stuðningur ríkisins við kirkjuna getur aldrei samræmst hugmyndum um trúfrelsi. Þegar menn eru búnir að átta sig á þessu, en geta með alls engu móti hugsað sér að kirkjan tapi sporslunum, bregða menn á það ráð að varpa fram hugmyndum um að ríkið skuli styðja og styrkja öll trúfélög og líka lífsskoðunarfélög.

Með þessu gera þeir sér vonir um að kirkjan geti áfram sogið til sín milljarða úr ríkissjóði í krafti "stærðar" sinnar af því að allir hinir fái líka.

Ég veit ekki hvort er fáránlegra að hafa ríkiskirkju eða ríkistrúarbrögð og ríkislífsskoðanir.

Ég vona að svona ríkisapparat, trúmálaráðuneyti og trúmálaskattar verði aldrei að veruleika.


Jón Steinar - 08/10/12 22:54 #

Þessi þversögn í stjórnarskránni er himinhrópandi. Það að hér ríki trúfrelsi en samt njóti lútersk kirkja forréttinda og ríkisstyrkja.

Nú verða menn að gera upp við sig tvennt: Annað hvort að afnema trúfrelsi í landinu eða velja það að afnema ákvæðið um forréttindi ríkiskirkjunnar.

Þetta eru grunnlög landsins. Í almennum lögum er hreinlega tekið fyrir að lögin séu í mósögn. Lög verða að vera sjálfum sér samkvæm. Maður getur ekki bæði haldið og sleppt.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?