Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Siðleysi og trúleysi

Aumur er ástlaus maður. Það er eins með trúna. Grundvallarþættir í persónu mannsins eru ástin, trúin og siðgæðið. Ást án trúar, ást án tryggðar, hvað er það? Og hvað er siðgæðið án kærleika? Þarf þetta ekki að haldast í hendur? Ég held það.

Karl Sigurbjörnsson - DV, Magasín (19.12.2002), bls. 19 #

Ritstjórn 20.06.2012
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Stefán Páll - 20/06/12 10:55 #

þetta er athyglisverð þróun að fylgjast með, eftir að þjóðkirkjumenn áttuðu sig á því fyrir nokkrum áratugum að það er ekki raunveruleg eftirspurn eftir þeim hjá þorra fólks - þá hefur þessi söngur verið kyrjaður rækilega af útvörðum þeirra. Síðan hafa þeir bætt við aukastefum eins og "menningarlegt læsi" og "setja sig í samnhengi við söguna" - þetta tvennt á að réttlæta trúboð í skólum. það hreinlega blæðir úr augum mínum þegar ég les þannig langlokur.

Það er e.t.v. ekki gáfulegt að vera með miklar yfirlýsingar vegna svona vitleysu - en fyrst biskup kýs að kalla mig auman mann, fyrir það eitt að eiga ekki ósýnilega vini - þá áskil ég mér rétt til að kalla hann hrygglausan aumingja og hræsnara. Mögulega finnst einhverjum þetta vera of fast að orði kveðið - en það eru takmörk fyrir því lengi maður getur látið svona bleðil tala niður til sín.


Jóhann (meðlimur í Vantrú) - 20/06/12 12:54 #

Minnir mann óneitanlega á orð Sólveigar Láru, ríkiskirkjuprests:

"Ég hef kynnst trúlausu fólki á lífsleiðinni. Ég hef kynnst fólki sem á ekki von. Það er dapurlegt líf og snautt af þeim víddum sem trúin gefur okkur."


Árni Árnason - 10/07/12 06:51 #

Ást, mannúð, mildi, siðgæði, kærleikur, tryggð og svo mætti lengi áfram telja orðin sem prestar og biskupar nota svo gjarna, og þá alltaf með mærðarlegum slepjutón þegar þeir þurfa að selja fólki þá hugmynd að það sé eitthvað gott við trúna og ekki síst trúarbrögðin, en allt vont við trúleysi og trúleysingja.

Þeir vita auðvitað sem er að trúin er ekki lengur markaðshæf sem slík í menntuðum heimi og þá verður auðvitað að skreyta hana með stolnum fjöðrum.

Ekkert af þessum vinsælu helgislepjuorðum þarf nokkuð að hafa með trú að gera, en kirkjan hefur auðvitað sótt um einkarétt á mannúð og mildi ( sem hvort tveggja hefur þó verið fjarri eðli hennar í gegn um aldirnar)

Kenningalega er kirkjan í fimmta gír afurábak, forðast alla vondu kaflana í biblíunni en baðar sig þeim mun meira í einhverri nýtilkominni mannúð og málar svo skrattann á vegginn þar sem trúleysingjar fara í þeirri von að styrkja landamæri þeirra góðu og hinna vondu.

Já þvælan endar ekki.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.