Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Međlimum ríkiskirkjunnar fćkkar

Eyđublöđ

Hagstofan birti í morgun nýjar tölur yfir trúfélagsskráningu Íslendinga 1. janúar 2012. Enn eitt áriđ fćkkar í ríkiskirkjunni, síđasta ár um 1.789 manns ţrátt fyrir sjálfkrafa skráningu ungbarna í trúfélag. 1. janúar voru 76,8% ţjóđarinnar skráđ í ríkiskirkjuna en eflaust munu ýmsir prestar áfram halda ţví fram ađ um ţađ bil 90% ţjóđarinnar séu međlimir ríkiskirkjunnar.

Ţeim sem eru utan trúfélaga fjölgađi um 1.711 og eru nćstum 5% ţjóđarinnar utan trúfélaga.

Skífurit - trúfélög 2012

Til samanburđar er skífurit fyrir áriđ 1998.

Skífurit - trúfélög 2012

Hćgt er ađ skođa talnaefniđ á heimasíđu Hagstofunnar.

Hér á Vantrú erum viđ međ upplýsingar um hvernig á ađ breyta trúfélagaskráningu.

Ritstjórn 07.02.2012
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú )

Viđbrögđ


Gurkudrengur - 07/02/12 12:27 #

Ţróun í rétta átt.


Matti (međlimur í Vantrú) - 07/02/12 12:52 #

Á tímabilinu 1998-2012 fjölgađi Íslendingum um 47194 (17.3%). Á sama tíma fjölgađi um 563 í ríkiskirkjunni (0.23%).


Jebbi - 07/02/12 13:51 #

Ótilgreint? gćti ţađ ekki eins flokkast undir utan trúfélaga? Ţađ eru tveir flokkar yfir eitthver önnur.


Hjalti Rúnar Ómarsson (međlimur í Vantrú) - 07/02/12 14:11 #

Ótilgreint? gćti ţađ ekki eins flokkast undir utan trúfélaga? Ţađ eru tveir flokkar yfir eitthver önnur.

Ţađ er til sér-flokkur á eyđublađinu sem heitir "Önnur trúfélög og ótilgreind". Eins og ţú segir gćti ţađ alveg eins flokkast sem utan (skráđra) trúfélaga.

Á skífuritinu hérna ţýđir "Önnur" ađ ţar sé um öll önnur skráđ trúfélög.


S - 07/02/12 17:38 #

Vćntanlega eru gyđingar, hindúar og ađrir sem fylgja trúarbrögđum sem ekki hafa formlega skráđ trúfélag á Íslandi međal ţeirra sem falla í hópinn “önnur trúfélög og ótilgreint”. Ţađ fólk er samt utan skráđra trúfélaga, nema ég sé ađ misskilja ţetta.

Ţau sem eru í trúfélagi eru nánar flokkuđ í hin ýmsu trúfélög, og ţađ er ekkert athugavert viđ ađ flokka ţau líka nánar sem ekki eru í skráđum trúfélögum eftir ţví hvort ţau eru utan allra trúfélaga, eru í óskráđu trúfélagi eđa kjósa ađ gefa ţađ ekki upp hvort ţau eru í trúfélagi. Ţau sem eru utan skráđra trúfélaga eru ekki endilega trúlaus, frekar en ađ ţau sem eru í trúfélagi eru endilega trúuđ. Viđ erum eingöngu ađ tala um trúfélagsskráningar en ekki trúarviđhorf.

Stóra fréttin í ţessu er ţá sú ađ hlutfalliđ milli ţeirra sem eru í skráđu trúfélagi og ţeirra sem eru ekki í skráđu trúfélagi hefur breyst úr 97 á móti 3 áriđ 1998 í 89 á móti 11 áriđ 2012. Úr ţví ađ vera 32 sinnum fleiri innan en utan skráđra trúfélaga í ađ vera 8 sinnum fleiri. Ţađ er sláandi breyting á ekki lengri tíma.


Bjarki (međlimur í Vantrú) - 07/02/12 18:18 #

Flokkurinn „önnur trúfélög og ótilgreint“ samanstendur nćr eingöngu af erlendum ríkisborgurum sem eru sjálfkrafa settir í ţennan flokk ţegar ţeir fá úthlutađ kennitölu hér á landi nema ţeir skrái sig sérstaklega í trúfélag.


Jebbi - 07/02/12 23:30 #

Mađur hefđi ţá kannski haldiđ ađ ţađ vćri nóg ađ láta flokkinn heita "ótilgreint" ţar sem "önnur trúfélög" eru til.


caramba - 08/02/12 01:01 #

[fćrt á spjalliđ]


Pétur Björgvin - 12/02/12 09:50 #

Sćlir. Gaman ađ geta ţess ađ frá 1998 til 2012 hefur fjöldi skráđra trúfélaga allt ađ ţví tvöfaldast!


Matti (međlimur í Vantrú) - 12/02/12 13:40 #

Já, ţađ er áhugavert og fróđlegt ađ skođa ţađ nánar.

Áriđ 1998 voru skráđir međlimir í 21 trúfélagi, áriđ 2012 voru félögin 37 sem höfđu skráđa međlimi.

Ef viđ tökum öll trúfélög önnur en ríkiskirkjuna, ţá voru međlimir ţeirra 18.358 áriđ 1998 en 39.655 í janúar 2012. Mest fjölgar í Kaţólsku kirkjunni, um 7241 (225%). Hlutfallslega fjölgar ţó meira í Ásatrúarfélaginu (597% - 1671) og Fyrstu babtistakirkjunni (600% - 24). Fjöldi múslima hefur nćr tífaldast, ţeir eru nú nćr 700 í tveim félögum.

Serbneska réttrúnađarkirkjan og Rússneska rétttrúnađarkirkjan bćtast viđ og eru međ 714 félagsmenn.

Áriđ 1998 voru sjö trúfélög međ fćrri en hundrađ međlimi, í ár eru ţau ţrettán, ţar af ellefu međ fćrri en 50 međlimi, voru ţrjú áriđ 1998.

Međalfjöldi međlima í ţessum félögum var (1998 - 2012) [918 - 1102], miđgildi [369 - 187], stađalfrávik [1326 -2422] (m.ö.o. ţá fjölgar töluvert í 6-7 stćrstu félögunum, mörg önnur standa eiginlega í stađ og nokkur mjög lítil félög hafa bćst viđ. Stćrsta breytingin er sennilega vegna innflytjenda, Kaţólska kirkjan hefur t.d. veriđ međ átakt til ađ ná til ţeirra sem koma frá kaţólskum löndum.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.