Öll eigum við það til að misskilja hitt og þetta í dagsins önn. Einhver segir eitthvað við okkur en við leggjum einhverja allt aðra merkingu í orðin en þau áttu að bera með sér. Eins og gengur og gerist misskilja sumir oftar en aðrir, og jafnvel oftar en góðu hófu gegnir. En nú er orðið ljóst að ákveðinni stofnun hefur hreinlega tekist að gera misskilning að listformi.
Umræðan um reglur um samskipti menntastofnanna og trú- og lífsskoðunarfélaga hefur farið í marga hringi. Allt frá upphafi hefur legið skýrt fyrir að ekki hefur staðið til að hrófla við neinu varðandi t.d. jólaundirbúning í skólum eða í kennslunni sjálfri. Í bloggi sem Oddný Sturludóttir skrifaði þegar málið var að fara af stað í október 2010 kemur þetta skýrt fram.
Frá því að málið kom fram hafa verið skrifaðar ótal greinar og blogg þar sem útúrsnúningur, rangfærslur og oftúlkanir varðandi þessar reglur hefur verið leiðréttur. Ég sjálfur er búinn að týna tölu á bara þeim greinum sem ég sjálfur hef skrifað í þeim tilgangi, fyrir utan athugasemdir á netinu og í samtölum við fólk.
Í allan þennan tíma hefur mesti „misskilningurinn“ átt sér uppruna hjá ríkiskirkjunni.
Núna síðustu daga hafa svo kirkjunnar menn hafi stórsókn. Biskupinn fylgdi aðventunni úr hlaði með því að fullyrða að ekki mætti nefna Jesú í skólum. Þórhallur Heimisson vildi ekki vera minni maður og hélt því fram að nú væri búið að úthýsa fyrirgefningunni úr reykvískum skólum.
Báðum fannst þessum herramönnum svo við hæfi að líkja yfirvöldum í Reykjarvíkurborg við þá sem stýrðu helstefnu sovét-kommúnismans sem kostaði fleiri mannslíf en ég kæri mig um að fjalla um.
Í tilefni þessara aðventuhugvekna var í Kastljósinu viðtal þar sem Margrét Sverrisdóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjarvíkurborgar, og Gísli Jónasson, prófastur Reykjarvíkurkjördæmis eystra, sátu fyrir svörum. Gísli upplýsti þjóðina þar um að þetta mál væri allt saman einn stór misskilningur.
Vegna þess hve öfgakenndar fyrstu tillögur Mannréttindaráðs voru hafa sumir, jafnvel skólafólk, hneygst til þess að túlka reglurnar sem tóku í raun í gildi alltof harkalega (skipulagður áróður frá biskupsstofu með aðstoð almannatengla hafði þar engin áhrif). Með bréfi frá sviðsstjóra skóla- og frísstundasviðs sem Gísli hafði nýbakað og ilmandi undir höndum var bundinn endi á misskilninginn í eitt skipti fyrir öll. Það væru engar allsherjar breytingar boðaðar, t.d. hvað varðar jólaundirbúning. Skólaheimsóknir eru leyfðar undir handleiðslu kennara, nemendur mega fylgjast með helgiathöfnum en ekki má skikka þá til að taka þátt í þeim.
Gísli taldi þar með að öllum misskilningi ætti nú að vera eytt og málið komið í ágætis farveg, þó að hann væri ennþá hálf fúll yfir einhverjum vinnubrögðum á fyrri stigum málsins.
Eftir að ég hafði náð að skófla hökunni upp úr gólfinu og náð að hrista mesta kjánahrollinn úr mér varð mér ljóst að hér er um einhversskonar met í misskilningi að ræða. Svo djúpstæður var hann að það hefur tekið rúmt ár að uppræta hann. Ekki veit ég hvað Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, hefur eiginlega skrifað í þetta bréf sitt til biskupsstofu en mikið óskaplega langar mig til þess að sjá það.
Miðað við hversu mikilli orku hefur verið eytt í að reyna að útskýra fyrir kirkjunnar fólki hvað reglur borgarinnar fela í sér má telja hreint kraftaverk að Ragnari hafi tekist að gera það í einu bréfi. Sérstaklega með tilliti til þess að af Gísla mátti skilja að ekkert af því sem stóð þar séu nýjar upplýsingar. Flest af því var leiðrétt strax í október árið 2010.
Fín grein, mér fannst samt allt annar tónn í presti og enginn vilji til annars en að skilja málið. Það truflaði mig aðeins að hann taldi það félögum sínum til afsökunar á upphlaupinu um helgina hvers ósáttir þeir voru við upphaflegar tillögur...
Getur verið að þetta sé gert af ráðnum hug hjá kirkjunnar mönnum? Þá á ég við þá þekktu aðferð að skapa ótta og óróleika með upphrópum og rangtúlkunum, gagnvart minniháttar breytingum á lífi fólks. Gagngert til að auka fylgi við málstaðinn og slá þannig ryki í augu hins annars hugsandi manns?
Góð grein hjá þér Egill, eflaust er þetta allt saman STÓR misskilningur, þá á ég við trú yfirleitt.
Ég þakka viðbrögðin.
En þetta er áhugaverð kenning Sævar. Við minnumst þess að kirkjan hefur verið með almannatengslasérfræðinga á launum allavega hluta af þeim tíma sem þessar tillögur hafa verið til umfjöllunar og umræðu, sbr: http://www.vantru.is/2010/11/04/09.00/
Svo er Einar Karl Haraldsson eldri en tvævetur í spunanum, hann og biskup eru miklir mátar.
Ég held að þessi spuni hafi farið úr böndunum hjá þeim. Þeir voru komnir í rosa gír með fullt af hræsðluáróðri og virkilega náðu til fólksins, fólk var farið að trúa því að það væri bannað að biðja bænir, bannað að fara í kirkju, bannað að fyrirgefa... En svo voru bara allt í einu að koma jól og hræðsluáróðurinn hafði heppnast svo vel að hver skólinn á eftir öðrum hætti við að koma í kirkjuheimsókn af því að þeir héldu að það væri bannað. Og þeir skólar sem fóru í kirkjuheimsókn héldu að börnin mættu ekki biðja bænir ef þau vildu. Og þá var vopnið búið að snúast í höndunum á þeim. Þá var hræðsluáróðurinn farinn að bíta þá sjálfa og koma í veg fyrir kirkjuheimsóknir og bænir skólabarna. En þessi prestur bakkaði mjög snyrtilega út úr þessu, kom mjög vel fyrir, og vonandi er þessi "misskilningur" búinn í bili.
Margt til í þessu Jóhanna. En kom Gísli vel fyrir? Mér fannst hann virka stressaður og óöruggur, eins og honum finndist virkilega óþægilegt að ræða um þetta.
Ja... nógu mikið var málæðið á manninum til að mann grunaði að undir byggi eitthvert óöryggi. Margrét hins vegar stóð sig vel.
Ekki veit ég hvern andskotann sr. Þórhallur er að væla. 'Þjónar' hann ekki í Hafnarfirði? Varla meina reglur Reykjavíkurborgar honum að ljúga hverju því sem honum dettur í hug í Hafnfirsk skólabörn.
@G2
Það er fordæmið sem að skiptir Þjóðkirkjuna svo miklu.
Nú þegar að Reykjavíkurborg hefur stöðvað trúboð á skólatíma má búast við því að önnur sveitafélög fylgi skammt á eftir. Það kæmi mér lítið á óvart ef að Hafnarfjörður yrði þar á meðal þeirra fremstu í flokki.
Þórhallur skrifaði annað blogg, þegar búið var að reka móðursýkina og spunann ofan í hann. Í því bloggi er hann sigri hrósandi og lætur að því liggja að þarna hafi árás á trunna verið hrundið og ekki laust við að það skini í gegn að það væri honum að þakka og næst sé að vinda sér í önnur stríð. Bloggið ber yfirskriftina "Góður dagur að kveldi kominn." og er svo stutt að óhætt er birta það hér: Svona er nú gott að eiga að góða fjölmiðla.
Þessi dagur sem byrjaði með sorglegum fréttum af banni skóla í Bústaðarhverfinu við því að börn mættu biðja sitt Faðir vor í kirkjunni - hann endar á allt öðrum nótum.
Með bréfi Ragnars Þorsteinssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, sem í dag var sent skólastjórum í grunn- og leikskólum Reykjavíkur, er staðfest að aðventuheimsóknir skóla í kirkjur í Reykjavík eru með óbreyttu sniði.
Börnum sem vilja er ekki bannað að biðja sitt Faðir vor. En auðvitað þarf enginn að biðja með prestinum sem vill það ekki.
Þetta bréf er svar við fjölmiðlaumræðu dagsins.
Sem sagt - Faðir vorið er ekki bannað börnum.
Góður dagur er að kveldi kominn. Næst er að ræða um starf Gídeon og fleira sem sr.Gísli nefnir.
En það býður nýrra daga og nýs árs.
Þess ber að geta að margir reyndu að gera athugasemdir við þessar færslur hans en ekki ein komst í gegnum sigti hans. Nú skrifar hann blogg um "ótrúleg viðbrögð" við grein hans" og er ekki ráðandi í hvað hann meinar, því hann vitnar ekkert í þessi viðbrögð. Sjá:
http://thorhallurh.blog.is/blog/thorhallurh/entry/1208841/
Nú er hann opinber embættismaður og ég velti því fyrir mér hvort öðrum slíkum myndi líðast svona upphlaup og augljós ósannindi?
Kannski vert að glugga í lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmana, þar sem hann er listaður sem embættismaður ríkisins.
http://www.althingi.is/lagas/126b/1996070.html
Ég hef einmitt oft vel því fyrir mér hvort að þetta blogg og önnur vefskrif um málefni kirkjunnar og trúarinnar teljist hluti af embættis/starfsskyldum presta. Ef svo er þá setur það svona rugl eins og í Þórhalli í svolítið annað samhengi.
En ég meina prestarnir með biskup í broddi fylkingar fá nú aldeilis að delera um pólitík og annað í messum í boði RÚV án þess að nokkuð sé sagt.
Til hvers hefur séra Þórhallur opið fyrir athugasemdir yfir höfuð? Er það bara svo hann geti dylgjað um "haturspóst" reglulega?
????n????????????????????????????????????????????????????????????????????????????? ???? ???????????????????? ?? ??????????????????????????????????? ??????????????????????????????????????????????????????? ?????????
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Einar (meðlimur í Vantrú) - 01/12/11 10:42 #
Ótrúlegt Kastljós. Margrét kom vel út, get því miður ekki sagt það sama um prófastinn.
Tek undir það sem í þessari grein stendur. Ég sjálfur hef misst tölu á því hve margar athugasemdir maður hefur sett inn á hinar og þessar færslur á netinu, þar sem einmitt þessi "miskilningur" hefur verið settur fram. Og þar hafa einmitt prestarnir farið fremstir í flokki við að dreifa honum.