Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Umburðarlyndi kristinna

Eyjafjallajökull

Í Fréttablaðinu um daginn birtist grein eftir safnaðarfulltrúa Grafarvogskirkju, Björn Erlingsson. Meginefni greinarinnar er það að Birni finnst það að leyfa Þjóðkirkjunni ekki að stunda starfsemi sína í opinberum skólum brjóti öll lög og mannréttindi.

En grein Björns verður ekki minnst vegna þessa málflutnings, heldur vegna lokaorðanna:

Þær [reglur borgarráðs] einkennir trúarleg rétthugsun sem er í algerri mótsögn við það umburðarlyndi og þann gagnkvæma skilning sem hefur einkennt viðhorf til trúmála í rúm 1.000 ár á Íslandi.

Þúsund ára umburðarlyndi

Maður vil helst trúa því að hann hafi ætlað sér að skrifa “rúm 100 ár”, en þar sem hann hefur bætt við punkti í 1.000, þá er líklega ekki um talnarugling að ræða.

Fyrir þúsund árum þá var “umburðarlyndi og gagnkvæmur skilningur” kristinna manna það mikill að þeir afnámu trúfrelsi á Íslandi. Rúmum fimm hundruð árum seinna sýndu lútheranar og kaþólikkar hvorir öðrum það mikið “umburðarlyndi og gagnkvæman skilning” að síðasti kaþólski biskupinn og synir hans voru drepnir, og landsmönnum var bannað að hafa aðra trú en lútherska.

Það var ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar sem trúfrelsi var aftur komið á á Íslandi. Í rúm 85% tímans frá kristintöku hafa tvær trúardeildir kristinna manna verið svo umburðarlyndar að banna alla aðra trú og auðvitað trúleysi.

Sannleikskorn Björns

Það viðhorf sem hefur ríkt í trúmálum í rúm 1.000 ár á Íslandi er kúgun kristinnar trúar. Í ljósi þessa er það hárrétt hjá Birni að reglur borgarráðs Reykjavíkur gangi þvert á þessa hefð, reglurnar ganga nefnilega út á það að leyfa börnum þeirra sem eru ekki kristin að vera í friði fyrir kristnum trúboðum í grunnskólum. Þetta eru reglur sem berjast gegn hinni sögulega kúgun kristinna manna á okkur hinum.

Hjalti Rúnar Ómarsson 27.11.2011
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Sara - 27/11/11 15:41 #

Alveg ótrúlegt hvað menn geta bullað. Þessi prestur auglýsir fávisku sína alveg einstaklega vel með þessum orðum sínum.


Einar - 28/11/11 11:22 #

Í ljósi þessa sem hér kemur fram er kannski ágætt að benda á ótrúlega ræðu æðsta manns kirkjunnar um helgina.

Veruleikafirringin innan raða þessarar "þjóð" kirkju virðist vera mikil, þótt vissulega sé inni á milli gott fólk sem þar starfar.

En yfirstjórn báknsins sem og háværi hlutinn virðast gera lítið annað en að verða sér til minnkunar ítrekað, reynt er á ófyrirleitinn hátt að sverta trúlausa, skiptir engu hvort það sé gert í bloggfærslum, blaðagreinum eða messum. Núna eru þeir teknir fyrir sem berjast fyrir því í dag að öll börn í leik- og grunnskólum borgarinnar fá frið til að læra án trúboðs og átroðning eins trúfélags hér á landi. Ég veit ekki hve oft ég hef séð því slengt fram að þeir sem trúlausir eru eða annarar lífsskoðunar... að þeir ættu bara að stofna eigin skóla.. eða það ætti bara að taka þá út úr stofuni á meðan hinir, biðja bænir og læra um jesú... kjörlendi fyrir einelti..

Þetta sýnir hugsunarháttinn.. kristilega kærleikann og allt það.

Það þarf að aðskilja ríki og kirkju. Og burt með prestaskólann úr Háskóla Íslands... og láta leik og grunnskólabörn í friði. Hægt að bjóða uppá að taka trúna þegar þessi börn verða komin með aldur og þroska til að taka upplýsta ákvörðun um hvaða lífsskoðun verður fyrir valinu. Ekki þröngva uppá lítil börn sem trúa öllu sem frá fullorðna fólkinu kemur.


Jón Ferdínand - 28/11/11 14:28 #

[Athugasemd færð á spjallborðið - Hjalti Rúnar]


Mofi - 29/11/11 17:33 #

Við stofnun Bandaríkjanna þá skipti þetta mjög miklu máli, að ríki og kirkja væru aðskild. Það sem aftur á móti vakti fyrir þeim var að ríkið væri ekki að skipta sér af trúariðkun fólks, sem sagt trúfrelsi. Þegar ríkis kirkja er að fara inn í menntastofnanir þá er þarna komin samvinna kirkju og ríkis á þann hátt að ríkið er að skipta sér af trúariðkun fólks. Það er líklegast auðveldara að sjá þetta fyrir þá sem tilheyra ekki þjóðkirkjunni og vilja ekkert að hún hafi þessi forréttindi. Góð grein Hjalti en endilega kenna Kristi eða Biblíunni um þennan skort á umburðarlindi í gegnum aldirnar. Fólk almennt sýnir ekki umburðarlindi, t.d. guðleysingjar í Sovíetríkjunum sálugu eða Kína voru ekki umburðarlindir þótt þeir voru guðleysingjar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/11/11 23:47 #

Það er hárrétt að trúleysingjar þurfa í sjálfu sér ekkert að vera umburðarlyndir.

Það er einnig mikilvægt að muna að í Bandaríkjunum snerist aðskilnaður ríkis og kirkju ekki einungis um rétt trúleysingja, heldur einnig væga smárra kristinna hópa gegn stóru kristnu trúarhópunum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.