Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Menningarhátíð Siðmenntar

[Viðburður@Facebook] | [Heimasíða Siðmenntar]

Siðmennt

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, efnir til menningarhátíðar í tilefni 20 ár afmælis félagsins (sem reyndar var á síðasta ári en betra seint en aldrei!) Húmanismi (manngildisstefna) er jákvæð lífsskoðun þar sem menning skiptir miklu máli og endurspeglast í blandaðri dagskrá tónlistar og ljóða menningarhátíðarinnar.

Fjölmargir listamenn koma fram en það eru þau Ragnheiður Gröndal, Hörður Torfason, Þórarinn Eldjárn, Thelma Hrönn Steindórsdóttir, Guðmundur Felixson, Díana Lind Monzon, Magga Stína, Birgir Baldursson, Erpur Eyvindarson, Felix Bergsson.

Örávörp flytja Ari Trausti Guðmundsson, Halla Sverrisdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Hulda Þórisdóttir og Jóhann Björnsson. Kynnir verður Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri.

Tryggið ykkur miða á heimasíðu Salarinns en miðaverði er stillti í hóf og kostar hann aðeins 1.500 kr. Hægt er að kaupa miða á vefsíðu Salarins.

Athugið að sætin eru númeruð svo það er um að gera að panta miða sem fyrst.

Tími:
15. september 2011 klukkan 20:00

Staðsetning:
Salurinn, Kópavogi

Ritstjórn 09.09.2011
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Svanur Sigurbjörnsson - 15/09/11 13:43 #

Hátíðin er byrjar kl 20 í kvöld. Hægt er að kaupa miða við dyrnar og greiða með kreditkorti. Fyllum Salinn! Mig grunar að þetta verði mjög skemmtilegt. Tökum vini með. Kveðja - Svanur

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.