Trúarbrögð fornaldar eru fordómafull og hafa engan trúverðugleika í nútímanum með sínum kraftaverkum og viðhafnarlífi. Til að trúa og leggja líf sitt við það sem ekki stenst rök eða raunveruleika þarf að beygja alla rökhugsun í duftið. Heili hins trúaða er þannig taminn til að taka ótrúverðugum ósannindum sem sannleik.
Í gegnum aldirnar hefur reynst best að þvinga og beygja mannsheilann frá barnsaldri, þannig næst hámarksárangur til að framkalla innbyggða sjálfsblekkingu. Hún verður um leið alsjálfvirk eins og að borða mat.
Árangur trúarbragðanna er aðdáunarverður og fullkomnaður þegar háskólamenntaður guðfræðingur túlkar ofbeldi, fjöldamorð, hótanir og kúgun sem kærleik og visku. Þá hefur vöndur trúarbragðanna barið hann til hlýðni. Hjá honum verður satt og gott að ljúga fyrir Jesú, kirkju og trúarkenningar.
Smá saman fellur einstaklingurinn jafnvel dýpra og dýpra, hið öfugsnúna hugarfar verður honum eðlislægt í daglegu lífi. Þetta hættulega hugarfar smitast jafnvel til annara þátta mannlífsins, getur bæði skemmt fjölskyldur, vinnustaði og samfélög. Þannig getur gott tré borið vondan ávöxt.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 30/08/11 10:42 #
Mér finnst líka magnað að þeir sem telja sig í persónulegu sambandi við ofurpabba á himnum - sem skapaði allt heila klabbið (alveg sérstaklega fyrir þá) - halda fram að afstaða þeirra sé auðmýktin uppmáluð.
Svo er nú bara hlægilegt þegar þeir halda fram að það sé hroki að hafna þessum tröllasögum þeirra.
Ha, var alheimurinn ekki gerður fyrir mig, svo ég geti glatt ofurpabba með því að lofsyngja hann og son hans, sem var svo góður að drepast fyrir mig? Ertu eitthvað verri?