Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Brynjólfsmáliđ 1925

Brynjólfur, Bréf til Láru, Jón Magnússon
Frá vinstri: Brynjólfur Bjarnason (1898-1989), Bréf til Láru. Jón Magnússon (1859-1926)

Menntamálaráđherra, Jón Magnússon, ofsótti Brynjólf Bjarnason fyrir ritdóm hans um "Bréf til Láru", eftir Ţórberg Ţórđarson, sem birtist í Alţýđublađinu ţann 24. mars áriđ 1925. Honum var vikiđ úr kennslu á vegum ríkisins. Brynjólfur fékk ţá vinnu í Kvennaskólanum sem var ţá einkaskóli.

Ţann 15. apríl, sama ár, var Brynjólfur Bjarnason svo kćrđur fyrir guđlast vegna skrif sín í Alţýđublađinu. Í Öldinni okkar er ţessu guđlastamáli lýst:

Öldin okkar [Iđunn]

15/4 Nýlega hefur dómsmálaráđherra, eftir tilmćlum kirkjulegra yfirvalda, látiđ höfđa sakamál gegn Brynjólfi stúdent Bjarnasyni, sem nú stundar kennslu hér í bćnum, en las áđur um skeiđ náttúruvísindi viđ Hafnarháskóla, fyrir grein í Alţýđublađinu 24. f. m. Er hún um Bréf til Láru eftir Ţórberg Ţórđarson, bók, sem er nú mjög umrćdd hér í bćnum, bćđi til lofs og lasts. Í grein Brynjólfs segir m.a.: “Íslendingar hafa löngum veriđ nokkuđ treggáfađir og einfaldir gagnvart kúgurum sínum; Ţeir eru orđnir ţeim svo vanir, eins og hćgt er ađ venja menn á frá blautu barnsbeini ađ elska og virđa guđ almáttugan, ţó ađ allir eiginleikar hans séu útskýrđir ýtarlega og menn gangi ţess ekki gruflandi, ađ hann sé ekki annađ en hégómagjarn og öfundsjúkur harđstjóri og óţokki.” En fyrir ţessi síđustu ummćli er máliđ höfđađ.

Mál Brynjólfs er gott dćmi um harđrćđi og pólitíska hörku ţess tíma ţegar kirkja og yfirvöld gátu leyft sér ađ svipta menn atvinnu fyrir skođanir sínar. Ađeins voru 50 ár síđan bannađ var međ lögum ađ hafa ađra trú en ţá ríkisreknu, ţannig ađ völd kirkjunnar voru afar mikil. Brynjólfur var fyrsti mađurinn til ađ fá dóm fyrir guđlast samkvćmt hegningarlögum frá árinu 1869. Sambćrilegt mál kom upp 58 árum síđar er Úlfar Ţormóđsson, ritstjóri Spegilsins, var kćrđur fyrir guđlast áriđ 1983.

20/5 Kominn er út bćklingur eftir Brynjólf Bjarnason, er hann nefnir “Vörn í guđlastsmálinu”. Skýrir hann ţar ummćli sín í ritdóminum og skilgreinir nánar hvađ lá ađ baki orđum hans um guđshugmynd ríkjandi ţjóđskipulags.

Brynjólfur var fundinn sekur fyrir ađ hafa "smánađ guđshugtakiđ".

Frelsarinn 28.06.2011
Flokkađ undir: ( Guđlast )

Viđbrögđ


Reynir (međlimur í Vantrú) - 28/06/11 10:31 #

Íslendingar hafa löngum veriđ nokkuđ treggáfađir og einfaldir gagnvart kúgurum sínum. (1925)

Engin furđa ađ menn séu sauđskir ţegar ţeir kenna sig viđ sauđahjörđ sem rekin er af hirđum, bćđi á jörđu og himni.

Brynjólfur var fundinn sekur um ađ "smána guđshugtakiđ" en mikil er skömm ţeirra sem sóttu ţetta mál og dćmdu - og mikil er skömm Alţingis og okkar tćpri öld síđar ađ búa enn viđ ţessa 125. gr. almennra hegningarlaga:

Hver, sem opinberlega dregur dár ađ eđa smánar trúarkenningar eđa guđsdýrkun löglegs trúarbragđafélags, sem er hér á landi, skal sćta sektum eđa [fangelsi allt ađ 3 mánuđum].

Engin hugmynd, stefna eđa trú er hafin yfir gagnrýni, háđ eđa dár. (Ekki ţessi fullyrđing heldur.)


Eiríkur Kristjánsson - 28/06/11 12:48 #

"guđshugtakiđ"?

Eru menn ekki ađ fćri trúleysingjum vopn međ ţví ađ tala ekki um "guđ" heldur "guđshugtakiđ"?

Er ţađ hluti ţrenningarfyrirbćrisins, ásamt tákninu sem vísar til heilags anda og jesúnafninu?

Hvernig getur mađur annars smánađ hugtak? Er mađur dćmdur í "hugmyndina um fangelsi"?


Kristján (međlimur í Vantrú) - 02/11/11 01:18 #

Er ţá ekki tilvaliđ ađ ögra ţessum lögum, ţ.e. ađ brjóta lögin fyrir framan alţingi og segja um ađ mađur sé ađ brjóta lögin?

Eđa er kannski löngu búiđ ađ gera ţađ og ég bara asni ađ vita ţađ ekki?

Skora bara á helvítin ađ breyta lögunum, bćđi skriflega og verklega!

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.