Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kristin þjóð í stjórnarskrá

Stjórnlagaráðsmaðurinn Dögg Harðardóttir styður það að í nýrri stjórnarskrá verði tekið fram að "við" séum kristin þjóð:

Myndband

Ritstjórn 27.06.2011
Flokkað undir: ( Stjórnlagaráð , Myndbönd )

Viðbrögð


sbs - 27/06/11 09:07 #

‎"Ég byggi þetta auðvitað algjörlega á að ég er eitthvað og mér finnst að stjórnarskráin eigi að vera sniðin eftir mér sem einstakling og aðrir íslendingar geta bara hreinlega fokkað sér, enda er vel þekkt í rannsóknum sem kaþólska kirkjan hefur framkvæmt að á 21. öld þá mun tíminn snúast við og í raun árið 2020 munu miðaldir byrja aftur." Lauslega þýtt.


Kristján Fenrir - 27/06/11 09:20 #

Þetta "kristna siðferði" sem hún nefnir þarna, er það ekki kynferðisleg misnotkun, hatursáróður gegn trúlausum (sbr. þegar Karl Sigurbjörnsson kallaði aðstandendur og gesti Andkristnihátíðar haturspostula) og heigulháttur? Jú, ég vil endilega láta binda í lög að slíkt sé löglegt og boðlegra en annað.


Björn - 27/06/11 09:21 #

..."en við erum ekki öll sammála um þetta í nefnindinni" guði sé lof!

Hefði verið áhugavert að vita hvaðan hún hefur þetta með að heimurinn verði trúaðari eftir því sem fram muni líða stundir.

Held að þetta sé óskhyggja hjá henni


ArnarG (meðlimur í Vantrú) - 27/06/11 09:44 #

Þá vil ég líka það sé bundið í stjórnarskránni að við séum hvít þjóð, gagnkynhneigð og svo framvegis. Er ekki almenn ánægja með það?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 27/06/11 10:03 #

Trúleysingjar fara fram á jafnræði og trúfrelsi. Kristnir fara fram á forréttindi og sérhagsmuni.

Trúleysingjar eru hættulegir ofstækismenn. Kristnir eru kyndilberar kærleika og siðgæðis.

Í áfangaskjali stjórnlagaráðs er lagt til að sem flestar greinar fjalli um "okkur". T.d. "Öll skulum við njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu." Fínt að fá skilgreiningu á því hver þessi "við" erum.


Halldór L. - 27/06/11 15:17 #

Hvaða væl er þetta í ykkur? Þetta er bara fínt fyrir okkur sem eru ekki kristin, við getum bara sagt að við séum ekki hluti af þjóðinni og þurfum því ekki að axla neinar slíkar ábyrgðir. Ætli það sé ekki hægt að komast undan tekjuskatti með þessu ákvæði?


Einar - 27/06/11 15:18 #

Það er náttúrulega kostulegt að þetta fólk sem hefur tengsl við kirkjuna, meira að segja presturinn Örn Bárðar, að þetta fólk er í fremstu röð við að ákveða um ákvæði kirkjunnar í stjórnarskrá.

Eitthvað virkilega rangt við þetta.


Steindór - 27/06/11 20:34 #

"tuttugasta og fyrsta öldin verður öld endurkomu trúarbragðanna"

-Arnfríður, sem hefur stundum vitnað í rannsóknir.

Hágæða vinnubrögð þarna á ferð.


Jón Ferdínand - 28/06/11 01:18 #

''Við vitum ekki hvað getur tekið við'' Wtf!

Semsagt ef raunverulegt trúfrelsi og frelsi frá trú væri á Íslandi gæti eitthvað hryllilegt tekið völdin? Eins og hvað? Djöfulsins ekkisens fábjáni er þessi manneskja.

Og ''21.öldin verði endurkoma trúarbragða''!! Hvað kemur það málinu við? Þótt 99,9 prósent þjóðarinnar væri kristin myndi það ekki breyta neinu, það þyrfti samt aðskilnað ríkis og kirkju, samkvæmt stjórnarskránni - punktur og pasta.


Jon Steinar - 28/06/11 20:51 #

Þessi kona er náttúrlega ekki alveg óbrjáluð. Ég sé afar sjálfmiðaða manneskju, sem ætlar sér að reisa sjálfri sér minnisvarða og orðstýr sem óeigingjörn og upphafin varnarmanneskja trúarinnar. Vafalaust búin að skissa upp styttu og velja henni stað. :D

Enn er hún með vísindarannsóknir á hraðbergi, sem gerir þetta afar faglegt. Rannsóknir sýna að trú muni "aukast" og 21. öldin verði öld kommbakksins(WTF??)

Hún vill að sjálfsögðu stýra þessari aukningu í farveg kristninnar, með valdboði því ekki viljum við sjá Islam fá sneiðina. Ekki fordæming heldur hagræðing í skjóli hefðar og sögu að sjálfsögðu. Grunnstoðir og gildi og allt það...

Ég held að það sé nú komið tæm á að senda inn vantrauststillögu á manneskjuna, þótt ekki væri nema til þess að fá hana til að reiða fram öll þessi vísindi og rannsóknir, sem hún vísar í.

Ef konan er dæmigerð fyrir þetta furðurlega skrumskælda þversnið þjóðarinnar á þessu þingi, þá held ég að trúaðir jafnt sem trúlausir þurfi að grípa til bænarinnar.

Að m´nu mati er þetta himinhrópandi skandall að svona geðbilun fái að blómstra óáreitt í skjóli pólitískrar rétthugsunar. Manneskjan er langt frá því að ganga heil til skógar. Það sjá allir, nema hún.


Jon Steinar - 28/06/11 21:03 #

Ég vil setja inn ákvæði sem segi að þetta sé þjóð gagnkynhneigðra hvítra karlmanna. Rannsóknir sína að vægi þeirra eða annarra eftir að aukast í framtíðinni, en þar sem það er óvíst hvort það verða hvítir karlmenn eða blakkar konur, þá er rétt að festa hið hefðbundna í grunnlögum þjóðarinnar.

Einnig er rétt að undirstrika að við séum hægri sinnuð þjóð samkvæmt hefð en rannsóknir sýna að pólitísk sannfæring eigi eftir að aukast á 21. öldinni. Við vitum ekki hver en ekki viljum við að vinstrivillan verði ofaná. Því er ráð að festa þetta í grunnlögum þjóðarinnar og undirstrika að hægri sannfæring njóti sérstakrar verndar ríkisins.

Ekkert verra deleríum en Döggin leggur fram. :D


Jón Steinar - 28/06/11 21:09 #

Þetta ráð hlýtur að engjast sundur og saman af fábjánahrolli daginn út og inn. Ég skil ekki hvernig menn geta umborið svona þvaður án þess að vera í sama hugarástandi. Þetta er verulegt áhyggjuefni.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 28/06/11 22:15 #

Þetta stjórnlagaráð er orðið að einhvers konar saumaklúbbi þar sem aðalatriðið er að ráðsmönnum sjálfum komi vel saman. Eflaust telja þeir það merki um vönduð vinnubrögð, tillitssemi, raunsæi og jafnvel víðsýni.

En utan frá séð verður þetta hópefli til þess að útkoman er kauðsleg samsuða eða miðjumoð - mitt á milli svona rugludalla og þeirra skynsömu. Sorglegt.


Anna María - 29/06/11 17:25 #

Ég skil afstöðu hennar hvað varðar það að við getum ekki skorið á launagreiðslur og skipulag um næstu mánaðamót. Það þarf ákveðinn aðlögunartíma svo fólki sé ekki bara hent út í ystu myrkur. Svoleiðis hegðum við okkur bara ekki. Hitt er annað mál að það er í raun og veru, þegar grannt er skoðað, mannréttindabrot að það skuli vera til einhver sérstök þjóðkirkja í landi þar sem trúfrelsi er við líði. Við þurfum að horfast í augu við staðreyndir og loksins erum við nauðbeygð til þess.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/06/11 17:59 #

Það er að sjálfsögðu verkefni Alþingis, ekki stjórnlagaráðs, að útfæra aðskilnað ríkis og kirkju og það ferli getur vel tekið nokkur ár.

Það breytir því ekki að stjórnlagaráð getur vel lagt fram stjórnarskrá sem inniheldur ekki vísun í Þjóðkirkju.

Af hverju ætti Alþingi að vinna í aðskilnaði ríkis og kirkju ef stjórnarskráin tiltekur að ríkið skuli vernda kirkjuna?

Ég ítreka að ég mun aldrei samþykkja stjórnarskrá sem inniheldur nokkra vísun í þjóðkirkjuna. Ég mun einfaldlega mæta á kjörstað og hafna því plaggi án þess að hika og án tillits til þess hvort aðrir kaflar hennar séu boðlegir.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.