Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sjónvarpsmálið 1997

Ólafur Skúla og freistingin

Vegna þrýstings frá ríkiskirkjunni lét ríkissjónvarpið undan hótunum um kærur vegna guðlast og í anda ritskoðunarstefnu alræðisstjórna hætti ríkisjónvarpið við sýningu myndarinnar Síðasta freisting Krists. Ekki þótti ráðlegt að guðhræddur lýður landsins mætti bera augum slíka mynd.

En svo óheppilega vildi til að þetta sama ár eftir páska var Spaugstofan ofsótt fyrir guðlast vegna grínþáttar í ríkissjónvarpinu. Á þessum stórkostlegu tímum ritskoðunar og rannsóknarétta kirkjuyfirvalda með herra Ólaf Skúlason biskup í farabroddi mátti lesa þessa frétt í Morgunblaðinu um málið:

Laugardaginn 5. apríl, 1997 - Innlendar fréttir

Hætt við Síðustu freistingu Krists

SJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að hætta við sýningu bandarísku kvikmyndarinnar Síðasta freisting Krists eftir Martin Scorsese, sem átti að vera á dagskrá Sjónvarps í kvöld.

Kvikmyndin, sem gerð var 1988, er byggð á bók gríska rithöfundarins Nikosar Kazantzakis, þess hins sama og ritaði um Grikkjann Zorba. Myndin vakti mikið umtal og deilur á sínum tíma, auk þess sem ásakanir heyrðust þess efnis að hún innihéldi guðlast.

The Last Temptation of Christ fæst pottþétt á einhverjum vel völdum vídjóleigum. Ef þið finnið hana ekki þá er örugglega hægt að versla hana frá Amazon líka.

Frelsarinn 11.06.2011
Flokkað undir: ( Guðlast )

Viðbrögð


Carlos - 11/06/11 16:51 #

Myndin er frábær í alla staði og dæmi um það að illt umtal selur jafvel og gott.

Ég á mjög erfitt með að skilja í hverju guðlastið á að vera fólgið. Ef menn mega ekki pæla í því sem kemur í hug og hreyfir við þeim, er illa komið.

Reyndar var árið 1997 hræðilegt ár fyrir kirkjuna, og þessi vöðvahnykking Þjóðkirkjuyfirvalda síst til neins annars en að beina athyglinni að því hve fáránlegt er að taka á hugsana og tjáningafrelsi með valdboði.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.