Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Áframhaldandi skandalar innan kaþólsku kirkjunnar

Vatíkanið

Þrátt fyrir endurtekin loforð Vatíkansins um að tekið verði á barnaníði innan Kaþólsku kirkjunnar virðast málin halda áfram að hrannast upp. Presturinn Riccardo Seppia var handtekinn í nágrenni við Genúa á Ítalíu fyrr í mánuðinum og kærður fyrir kynferðisbrot og brot á fíkniefnalögum.

Það sem mesta athygli vekur er að Seppia er undirmaður Angelo Bagnasco, erkibiskups í Genúa. Bagnasco hefur nýlega unnið náið með Benedikt páfa, við nýja stefnu kaþólsku kirkjunnar um allan heim í meðhöndlun kynferðisafbrotamála presta. Þar að auki er Bagnasco hátt settur innan ítölsku biskupastéttarinnar.

Meðal sönnunargagna gegn Seppia í þessu máli eru hljóðupptökur af símtölum hans við fíkniefnasala frá Marokkó. Þar segir hann meðal annars:

Ég vil stráka sem eru yngri en 16 ára, 14 ára drengir eru í lagi. Leitaðu að drengjum sem eiga við fjölskylduvandamál að stríða og þurfa hjálp.

Seppia hefur verið kærður fyrir að kyssa og áreita 15 ára altarisdreng auk þess að bjóða eldri drengjum kókaín í skiptum við kynlíf. Talið er að lögmenn Seppia reyni að færa rök fyrir því að hljóðrituð símtöl hans væru ekkert meira en leikir milli fullorðinna einstaklinga. Þrátt fyrir að hafa í einu símtalinu viðurkennt að hann hafi kysst 15 ára altarisdreng á munninn.

Seppia situr nú í varðhaldi á meðan málið er til rannsóknar.

Axel Tamzok 01.06.2011
Flokkað undir: ( Kaþólskan , Vísun )

Viðbrögð


Eirikur Kristjánsson - 01/06/11 10:35 #

Ef ske kynni fólk haldi að kirkjan hafi bara áhuga á strákum, þá er hér önnur í svipuðum dúr

"an estimated 30,000 women were sent to church-run laundries, where they were abused and worked for years with no pay. Their offense, in the eyes of society, was to break the strict sexual rules of Catholic Ireland, having children outside wedlock."


Sigurlaug - 01/06/11 13:23 #

Það er til alveg prýðisgóð írsk mynd um akkúrat þessar stúlkur. Magdalenu reglan rak þessi klaustur sem stúlkurnar máttu dúsa í. Þar var þó ekki um kynferðislegt ofbeldi að ræða, þótt ekki sé ægt að útiloka það raunar, heldur var þarna um að ræða hreina og beina þrælkun á stúlkunum.

Myndin á IMDB http://www.imdb.com/title/tt0318411/


Steindór Bragason - 01/06/11 19:19 #

Þetta útskýrir furðurmargt varðandi stefnu kaþólsku kirjunnar.


Jon Steinar - 02/06/11 01:55 #

Ef þið viljið horfa á almennilega Kaþólska hrollvekju, þá bendi ég á heimildamyndina Unrependant, sem segir af þjóðarmorði Kaþólikka í Kanada. Ég vona að sem flestir gefi sér tíma til að horfa á þetta.

Það var í raun Kaþólskur prestur sem fletti ofan af þessu og að sjálfsögðu er hann kyrfilega fallin úr náð.

http://video.google.com/videoplay?docid=-6637396204037343133#


Jón Steinar - 02/06/11 03:45 #

Frekar um þetta mál og þá hreyfingu gegn bákninu, sem það hefur fætt af sér.

http://hiddenfromhistory.org/


Jón Ferdínand - 03/06/11 05:19 #

Hafiði séð heimildamyndina Deliver us from evil? Alger snilld, ein áhrifamesta heimildarmynd sem ég hef séð og fjallar hún um kaþólskan prest sem misnotaði börn kynferðislega í Bandaríkjunum ítrekað og alltaf þegar upp komst um hann var hann bara fluttur í næstu sýslu við hliðina á. Þetta fékk hann að gera óáreittur í áratugi! Imdb linkurinn: http://www.imdb.com/title/tt0814075/


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 17/06/11 14:01 #

Kynferðisleg misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi:

Annar maðurinn var aðeins ungur drengur þegar hann var beittur grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra A. George, sem var skólastjóri Landakotsskóla, og Margéti Müller, þýskri kennslukonu við skólann. Séra George var hollenskur prestur sem gegndi mörgum af valdamestu störfum kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann var staðgengill kaþólska biskupsins, féhirðir kaþólskunkirkjunnar, postullegur umsjónarmaður biskupsdæmisins og fjármálastjóri þess. Hann hafði í áraraðir umsjón með sumarbúðum fyrir kaþólsk börn í Riftúni í Ölfusi. Áður en hann lést fyrir nokkrum árum var George sæmdur riddarakrossi á Bessastöðum fyrir vel unnin störf. Margrét Müller var kennari við Landakotsskóla og bjó í turninum á skólanum fram til síðasta dags.

-

„Verst af öllu finnst mér þessi vanhelgun á foreldrum mínum. Þessir menn þóttust vera vinir þeirra og annar var meira að segja prestur í jarðarför föður míns. Það er sárt að þurfa að fara þessa leið til að upplýsa málið. Biskupi hafa verið gefin ótal tækifæri til að bregðast við og rannsaka málin. Skeytingarleysið hefur verið algjört.“


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 17/06/11 15:51 #

Ný frétt á Pressunni:

Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðs um kynferðisafbrot, segir að ekki sé verið að biðja um flókna hluti frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi. Málið snúist um að fá formlega afsökunarbeiðni.

Líkt og Fréttatíminn greindi frá í morgun hafa komið upp ásakanir um gróf kynferðisafbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi en Peter Brücher, biskup kirkjunnar á Íslandi, ætlar ekkert að afhafast í málinu.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 21/06/11 12:37 #

Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðs um kynferðisafbrot staðfesti í samtali við DV.is að fagráð sé kunnugt um tvö önnur kynferðisbrot innan Kaþólsku Kirkjunnar á Íslandi. Hún segir að málin séu þó ekki komin inn á borð hjá fagráði, en að búist sé við því að svo verði fljótlega. Hún telur að frásagnir þeirra sem þegar eru komnar fram mjög trúverðugar og útilokar ekki að fleiri brot geti komið fram í dagsljósið. #

Rannsókn lögreglu á Margréti lokið

Margrét endaði líf sitt með því að stökkva út um glugga á turni skólans rétt áður en börnin komu í skólann um morguninn. #


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 24/06/11 08:56 #

Kynferðisleg misnotkun séra Georgs í þrjú ár í Landakotsskóla:

Iðunn segir Margréti Müller hafa verið andstyggilega konu sem naut þess að kvelja börn og niðurlægja. Iðunn var átta ára þegar hún fór í Landakotsskóla en hún lýsir ofbeldi Georgs á þessa leið: „Hann þuklaði á mér, sleikti á mér eyrun, fór undir peysuna og þuklaði brjóstin á mér. Fór ofan í nærbuxurnar og stakk fingrunum inn í mig. Þegar ég var orðin aðeins eldri fór hann inn í fataherbergið og fróaði sér.“ Hún segir Georg hafa farið afsíðis til að fróa sér en horft á hana í gegnum dyragættina. „Svo sagði hann mér hvernig ég ætti að standa og vera á meðan,“ #

Lesið líka Barnið sem horfði út í horn eftir Illuga Jökulsson.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 24/06/11 11:34 #

Einhver er reiður.

Fjöldi rúða voru brotnar í biskupsbústaðnum við Landakot í nótt. Heimildir DV herma að maður hafi verið handtekinn í tengslum við málið í nótt.

Að sögn prests sem varð vitni að atvikinu virtist maðurinn vera í eðlilegu ásigkomulagi. Hann var ekki ölvaður og virtist ekki heldur vera undir áhrifum eiturlyfja. Presturinn vissi ekki hvað manninum gekk til né hvort hann væri fyrrum nemandi við Landakotsskóla. Hann yppti öxlum yfir atvikinu. „Við virðumst bara vera orðnir réttdræpir.“

Lögreglan kom á staðinn í nótt þar sem maðurinn var í óða önn að brjóta rúðurnar í biskupsbústaðnum. Hann var handtekinn á staðnum samkvæmt heimildum blaðsins. #

Maðurinn verður eflaust kærður, ákærður og dæmdur til að greiða kaþólsku kirkjunni bætur, lögmönnum laun og sekt í ríkissjóð.

Þetta mál er greinilega af öðrum toga en rúðubrot í Grensáskirkju í fyrra sem Karl biskup sagði þó "vega að grunnstoðum siðaðs samfélags".

Ef rúðubrot í Grensáskirkju vega að grunnstoðum siðaðs samfélags má spyrja hvað kynferðisbrot og barnaníð biskups geri eða algjör vanhæfni og úrræðaleysi gagnvart því fyrr og síðar. #


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 24/06/11 19:33 #

Þolandi tjáir sig:

Ég var búin að afgreiða flest í sambandi við þetta mál, en svo kemur þetta upp núna í síðustu viku og það fólk var 20 árum á undan mér í skólanum. Það sem ég er svo reið yfir er það að það skyldi enginn taka á þessu miklu fyrr- ekkert var að gert. Ef eitthvað hefði verið gert þá hefði ég sloppið og pottþétt fleiri sem ekki hafa komið fram. #

Hvernig var tekið á málum?

Ég fékk þá hugmynd að það væri mikilvægt í bataferli mínu að mæta prestinum augliti til auglitis. Ég fór því niður í Landakot þar sem ég hitti fyrir nokkra presta. Ég sest niður við borð hjá þeim og byrja að segja frá því sem gerðist. Þá segir fjölskyldupresturinn okkar að ég sé þarna eingöngu kominn til að hafa af þeim fé. Við það stend ég upp og geng út. Síðar komst ég að því að sá sem stýrði þessum fundi var sjálfur barnaníðingur.

Í kjölfar fundarins fékk ég bréf frá biskupi um að hann myndi hefja rannsókn á málinu. Síðar fékk ég annað bréf frá honum um að ekkert væri til um málin innan kaþólsku kirkjunnar og málinu væri því lokið af hennar hálfu. #

Brotin voru ekki skráð í kirkjubækur - "case closed".

Af þessu tilefni sendi Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, frá sér yfirlýsingu, þar sem ítrekað er að kirkjan hafi brugðist við þessum ásökunum með ábyrgum hætti. #

Og allt svo löglegt.

Í yfirlýsingu biskups kaþólsku kirkjunnar kemur fram að úrlausn málsins hafi verið unnin í samráði við lögmann kaþólsku kirkjunnar. #

Bíðum í ofvæni-

Fram kemur í tilkynningu frá Séra Jakob Rolland, kanslara, að Pétur ætli að taka ákvörðun um frekari viðbrögð í næstu viku. #

Írland 2009:

Reiði og uppnám ríkir á Írlandi eftir að skýrsla sérstakrar rannsóknarnefndar leiddi í ljós að kaþólska kirkjan hafði um árabil þaggað niður fjölda kynferðisbrotamála presta kirkjunnar gegn börnum langt aftur í tímann. Leiddi skýrslan í ljós að æðstu yfirmenn kirkjunnar vissu um flest brotin en var umhugaðra að vernda nafn kirkjunnar en vernda saklaus fórnarlömb prestanna. #

Svo má minna á fréttir af biskupi kaþólskra hér í 12 ár birtust fyrir tæpu ári.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 29/06/11 11:41 #

Kaþólska kirkjan hefur nú ákveðið að reyna að svæfa málið í rannsóknarnefnd auk þess sem biskupinn bað þá afsökunar "kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar".

Hins vegar ætlar kaþólska kirkjan ekki að birta rannsóknarskýrsluna heldur aðeins "helstu niðurstöður" hennar. Og alþjóðlegu samtökin Survivors Network of those Abused by Priests, eða SNAP, sendu frá sér ályktun þar sem afsökunarbeiðni biskups er sögð merkingarlaus.

Sá sem snappaði um daginn og braut rúður í biskupsbústað kaþólskra er svo á forsíðu DV í dag og segir að hann hafi misst sig þegar hann sá frásagnir af brotum "föður Georgs" - því þá rifjaðist upp fyrir honum að sjálfur hafði hann lent í þessum sálnahirði.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.