Svona talar maður sem hefur horft inn í sortann og horfst í augu við andlegt skipbrot guðleysisins, mannhyggjunnar, vísindalegrar efnishyggju, eins og það hét, í helju Gúlagsins, illskunnar, mannfyrirlitningarinnar. Guð er. Líka þar. #
Svo mælti Karl Sigurbjörnsson biskup í páskapredikun sinni. Það væri synd að segja að Karl væri samkvæmur sjálfum sér því fyrr í predikuninni sagði hann þetta:
Við verðum að geta kallað það besta fram í hvert öðru. Til þess þurfum við að leggja okkur öll fram í agaðri samræðu af sanngirni og virðingu fyrir náunganum.
Það er augljóst þeim sem heyrðu (nú eða lásu) predikun Karls að sanngirnin og virðingin sem hann boðar á bara að virka í aðra áttina. Við sem höfum „brotið niður traust til þeirra grunnstoða og stofnana og embætta sem heilbrigt samfélag hlýtur að byggja á“ (les: ríkiskirkjunnar) eigum að þakka fyrir skítinn sem Karli og félögum þóknast að ausa yfir okkur. Og eins og hefur margítrekið komið fram þá erum við öfgafólkið í umræðunni, sem vöðum um með óvirðingu fyrir náunganum, þegar við gerumst svo frökk að benda á og mótmæla ummælum eins og þessum eftir biskupinn.
Fyrst að það sem ég hef nú þegar skrifað gerir mig að öfgamanni í augum fólks þá er best að ganga bara lengra. Þessi nýjustum ummæli Karls í garð trúlausra er enn eitt dæmið um það að hann er einfaldlega hvorki umburðarlyndur né kærleiksríkur. Hann er hatrammur og fordómafullur maður sem er fulltrúi liðins tíma í íslensku samfélagi. Tíma þegar þeim sem sem voguðu sér að taka því ekki þegjandi og hljóðalaust sem yfirvöld, veraldlega eða yfirnáttúruleg, boðuðu var mætt með hörku, hatri og útskúfun.
Í samfélagi þar sem að fjölbreytni skoðana, og umræða þeirra sem hafa mismunandi skoðanir, ríkir er Karl Sigubjörnsson biskup einfaldlega eins og nátttröll sem dagað hefur uppi. Hans tími er liðinn.
Kannski að Karl meini "guð" þegar hann segir "náunginn". Það gæti skýrt ýmislegt. "Guð er Náunginn" væri auk þess grípandi slagorð.
Það er eiginlega besta sönnun þess að gvuð er dauður að hr. Karl skuli vera biskup og höfuð ríkiskirkjunnar.
Páskaeggið mitt sagði mér soldið áðan um hr. Biskup
Þeir gusa mest sem grynnst vaða
Það vantar ekki busluganginn hér. Tími Karls kann senn að vera liðinn, en tími Krists er það ekki. Rangtúlkanir ykkar á kristindómi koma alls ekki við hann sjálfan.
Takk fyrir þessa efnisríku athugasemd Jón Valur, ég svara þér þegar ég hef tíma.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 24/04/11 19:38 #
Biskupinn vitnaði í Matteus en þó ekki þessi orð um sama atburð:
Grundvallaratriði í kristni er þessi undarlega hugmynd um að Guð hafi þurft að drepa sjálfan sig til að fyrirgefa börnum sínum hvað hann gerði þau illa úr garði. En látum vera þótt Jesús ákalli sjálfan sig svona. Er getið um þennan jarðskjálfta í annálum, eða undrin í musterinu. Vakti fjöldaupprisan ekki einhverja athygli?
Auðvitað er kristna útgáfan af þessari frjósemishátíð að vori ekkert annað en brandari, eins og biskup hefur reyndar viðurkennt.