Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vel heppnað bingó

Bingó

Við viljum byrja á því að þakka öllum sem mættu í siðað, kurteist en lagalega vafasamt bingó á Austurvelli í dag, föstudag. Boðið var uppá kakó, kaffi, kökur og kleinur. Við áætlum að um 80 manns hafi mætt, en því miður vorum við aðeins með 50 bingóspjöld. En fólk skiptist á spjöldum milli umferða, enda vel upp alið. Spilaðar voru fjórar umferðir.

Bingó

Tilgangurinn með bingóinu er sjálfsögðu til að benda á hina forneskjulegu helgidagalöggjöf sem bannar vissar hegðanir og skemmtanir á vissum "kristilegum" dögum. Þetta snýst þó ekki aðeins um helgidagalöggjöfina, þetta snýst um að ríkið hyglir einu trúfélagi sérstaklega. Lögin eru til marks um óeðlilegt samband eins trúfélags við löggjafavaldið. Því ber að breyta með því að rjúfa þessi óeðlilegu tengsl með fullum aðskilnaði ríkiskirkjunnar frá ríkinu.

Þetta hefur verið rætt í hundrað ár og niðurstaðan er afgerandi: Aðskilnaður, strax.

Bingó

Ritstjórn 22.04.2011
Flokkað undir: ( Bingó )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.